| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er ekki ofsögum sagt að biðin eftir næsta leik Liverpool er löng þegar landsleikjahlé eru en að þessu sinni gátum við stuðningsmenn Liverpool stytt okkur stundir yfir góðu gengi Íslands !
Umfjöllun um það verður að sjálfsögðu ekki á dagskrá hér heldur horfum við til næsta leiks okkar manna sem er gegn Newcastle á laugardaginn. Mun það vera fyrsti leikur 8. umferðar, flautað verður til leiks kl. 11:45 að íslenskum tíma.
Síðast þegar þessi lið mættust á heimavelli Newcastle vannst stórsigur 0-6 þar sem þeir Daniel Agger, Jordan Henderson (2), Daniel Sturridge (2) og Fabio Borini skoruðu mörkin. Var þetta fyrsti leikur Luis Suarez í 10 leikja banni sem hann hafði þá hlotið helgina áður.
Það er ekki ofsögum sagt að þegar þessi lið mætast munu mörk líta dagsins ljós og það má búast við því að annaðhvort eða bæði lið skori í þessum leik. Ef litið er á leiki þessara liða frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð má sjá að aldrei hafa liðin lokið leik með markalausu jafntefli. Það skyldi þó ekki vera að það gerist á morgun ?
Í síðustu sex leikjum liðanna á St. James's Park hafa Newcastle unnið 3 og Liverpool 3. Fram að sigurleiknum á síðasta tímabili hafði Newcastle unnið síðustu tvo leiki liðanna á þessum velli. En sigurleikur Liverpool þar áður var einnig stórsigur 1-5 í lok árs 2008. Síðasti jafnteflisleikur liðanna á þessum velli kom árið 2003, nánar tiltekið þann 6. desember þegar lokatölur urðu 1-1. Þeir sem veðja á markaleik á morgun ættu því að fá eitthvað fyrir peningana sína. Eins og svo oft áður er vörn Newcastle manna ekki sú sterkasta í deildinni og sóknarlína Liverpool lítur alltaf vel út með þá Suarez og Sturridge frammi.
Af meiðslum leikmanna berast nú góðar fréttir en þeir Glen Johnson, Aly Cissokho og Joe Allen eru allir klárir í slaginn fyrir þennan leik. Líklega verður það þó bara sá fyrstnefndi sem fer beint í byrjunarliðið. Allir leikmenn komu til baka á Melwood óskaddaðir og Brendan Rodgers sagði á blaðamannafundi fyrir leik að hann færi með sinn sterkasta hóp til þessa á tímabilinu í þennan leik. Þó bárust fregnir af því í dag að Iago Aspas hefði meiðst á æfingu á fimmtudag og yrði frá í nokkrar vikur. Fróðlegt verður því að sjá hvaða sóknarþenkjandi leikmaður kemur í hans stað á bekkinn. Philipp Coutinho er ennþá að jafna sig af meiðslum sínum og verður ekki með.
Hjá Newcastle er það helst að frétta að fyrirliði þeirra Fabricio Coloccini verður ekki með vegna meiðsla, þá eru þeir Steven Taylor, Haidara og Ryan Taylor einnig ekki klárir fyrir þennan leik.
Liverpool sitja í öðru sæti deildarinnar fyrir þennan leik, með jafnmörg stig og Arsenal en færri mörk skoruð. Liðið getur því tyllt sér á toppinn um stund með því að ná í eitt eða þrjú stig og auðvitað setja menn stefnuna á þrjú stig og ekkert annað. Newcastle menn hafa átt brokkgengt tímabil, þeir hafa tapað illa úti gegn Manchester City og Everton og heima gegn Hull en hafa unnið Fulham heima og Aston Villa og Cardiff úti. Eina jafntefli þeirra kom heima gegn West Ham 0-0. Þeir eru því alls með 10 stig og sitja í 11. sæti deildarinnar ásamt Aston Villa og Manchester United sem eru með jafnmörg stig.
Þá er komið að því að setja á sig spádómsgleraugun og spá fyrir um úrslit leiksins. Það verður mikið skorað í fyrsta leik Úrvalsdeildarinnar þennan dag og lokatölur verða 2-3 og gott ef ekki að það verður einhver dramatík áður en lokamarkið lítur dagsins ljós. En það er allavega tippað á sigur okkar manna hér og vonandi rætist það !
Fróðleikur
- Daniel Sturridge er markahæstur í deildinni með 6 mörk.
- Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvo deildarleiki er Luis Suarez með þrjú mörk.
- Aðrir leikmenn sem hafa skorað í deildinni eru þeir Steven Gerrard og Victor Moses, báðir með 1 mark.
- Síðustu tveir leikir liðsins hafa endað með 3-1 sigri.
- Alls hefur liðið skorað 11 mörk í deildinni, næstmest allra liða.
- Liðið hefur fengið á sig 5 mörk og eru aðeins tvö lið með betri árangur og eitt með jafngóðan.
- Eftir 7 umferðir í fyrra var Liverpool í 14. sæti deildarinnar með 6 stig.
Umfjöllun um það verður að sjálfsögðu ekki á dagskrá hér heldur horfum við til næsta leiks okkar manna sem er gegn Newcastle á laugardaginn. Mun það vera fyrsti leikur 8. umferðar, flautað verður til leiks kl. 11:45 að íslenskum tíma.
Síðast þegar þessi lið mættust á heimavelli Newcastle vannst stórsigur 0-6 þar sem þeir Daniel Agger, Jordan Henderson (2), Daniel Sturridge (2) og Fabio Borini skoruðu mörkin. Var þetta fyrsti leikur Luis Suarez í 10 leikja banni sem hann hafði þá hlotið helgina áður.
Það er ekki ofsögum sagt að þegar þessi lið mætast munu mörk líta dagsins ljós og það má búast við því að annaðhvort eða bæði lið skori í þessum leik. Ef litið er á leiki þessara liða frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð má sjá að aldrei hafa liðin lokið leik með markalausu jafntefli. Það skyldi þó ekki vera að það gerist á morgun ?
Í síðustu sex leikjum liðanna á St. James's Park hafa Newcastle unnið 3 og Liverpool 3. Fram að sigurleiknum á síðasta tímabili hafði Newcastle unnið síðustu tvo leiki liðanna á þessum velli. En sigurleikur Liverpool þar áður var einnig stórsigur 1-5 í lok árs 2008. Síðasti jafnteflisleikur liðanna á þessum velli kom árið 2003, nánar tiltekið þann 6. desember þegar lokatölur urðu 1-1. Þeir sem veðja á markaleik á morgun ættu því að fá eitthvað fyrir peningana sína. Eins og svo oft áður er vörn Newcastle manna ekki sú sterkasta í deildinni og sóknarlína Liverpool lítur alltaf vel út með þá Suarez og Sturridge frammi.
Af meiðslum leikmanna berast nú góðar fréttir en þeir Glen Johnson, Aly Cissokho og Joe Allen eru allir klárir í slaginn fyrir þennan leik. Líklega verður það þó bara sá fyrstnefndi sem fer beint í byrjunarliðið. Allir leikmenn komu til baka á Melwood óskaddaðir og Brendan Rodgers sagði á blaðamannafundi fyrir leik að hann færi með sinn sterkasta hóp til þessa á tímabilinu í þennan leik. Þó bárust fregnir af því í dag að Iago Aspas hefði meiðst á æfingu á fimmtudag og yrði frá í nokkrar vikur. Fróðlegt verður því að sjá hvaða sóknarþenkjandi leikmaður kemur í hans stað á bekkinn. Philipp Coutinho er ennþá að jafna sig af meiðslum sínum og verður ekki með.
Hjá Newcastle er það helst að frétta að fyrirliði þeirra Fabricio Coloccini verður ekki með vegna meiðsla, þá eru þeir Steven Taylor, Haidara og Ryan Taylor einnig ekki klárir fyrir þennan leik.
Liverpool sitja í öðru sæti deildarinnar fyrir þennan leik, með jafnmörg stig og Arsenal en færri mörk skoruð. Liðið getur því tyllt sér á toppinn um stund með því að ná í eitt eða þrjú stig og auðvitað setja menn stefnuna á þrjú stig og ekkert annað. Newcastle menn hafa átt brokkgengt tímabil, þeir hafa tapað illa úti gegn Manchester City og Everton og heima gegn Hull en hafa unnið Fulham heima og Aston Villa og Cardiff úti. Eina jafntefli þeirra kom heima gegn West Ham 0-0. Þeir eru því alls með 10 stig og sitja í 11. sæti deildarinnar ásamt Aston Villa og Manchester United sem eru með jafnmörg stig.
Þá er komið að því að setja á sig spádómsgleraugun og spá fyrir um úrslit leiksins. Það verður mikið skorað í fyrsta leik Úrvalsdeildarinnar þennan dag og lokatölur verða 2-3 og gott ef ekki að það verður einhver dramatík áður en lokamarkið lítur dagsins ljós. En það er allavega tippað á sigur okkar manna hér og vonandi rætist það !
Fróðleikur
- Daniel Sturridge er markahæstur í deildinni með 6 mörk.
- Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvo deildarleiki er Luis Suarez með þrjú mörk.
- Aðrir leikmenn sem hafa skorað í deildinni eru þeir Steven Gerrard og Victor Moses, báðir með 1 mark.
- Síðustu tveir leikir liðsins hafa endað með 3-1 sigri.
- Alls hefur liðið skorað 11 mörk í deildinni, næstmest allra liða.
- Liðið hefur fengið á sig 5 mörk og eru aðeins tvö lið með betri árangur og eitt með jafngóðan.
- Eftir 7 umferðir í fyrra var Liverpool í 14. sæti deildarinnar með 6 stig.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan