| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Stig fyrir norðan
Liverpool og Newcastle gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik á St. James's Park. Gestirnir voru einum fleiri í 50 mínútur en náðu ekki að nýta sér það. Fyrirliðinn skoraði sitt 100. mark í deildinni fyrir félagið.
Brendan Rodgers gerði tvær breytingar frá því í leiknum á móti Crystal Palace. Inn komu þeir Aly Cissokho og Glen Johnson fyrir Raheem Sterling sem settist á bekkinn og José Enrique sem átti við meiðsli í hné að stríða. Lucas var enn fjarri góðu gamni en ekki vegna leikbanns að þessu sinni heldur eignaðist hann dóttur á föstudagskvöldið.
Eins og við var að búast var þetta fjörugur leikur og heimamenn voru betri fyrsta korterið eða svo án þess að þó að skapa sér nein hættuleg færi. Það var því eiginlega uppúr þurru sem að heimamenn komust yfir en þar var að verki Yohan Cabaye. Hann fékk boltann á miðjunni, fékk að hlaupa óáreittur í átt að marki og þar sem enginn Liverpool maður nálgaðist hann lét hann bara vaða og boltinn söng í horninu fjær án þess að Mignolet kæmi vörnum við !
Eftir þetta fengu heimamenn fleiri álíka skotfæri fyrir utan vítateig, Moussa Sissoko þrumaði að marki en Mignolet varði og Cabaye fékk aftur að þruma að marki en boltinn fór að þessu sinni rétt yfir. Á 40. mínútu náðu svo okkar menn að koma sér inní leikinn er Daniel Sturridge átti frábæra sendingu innfyrir á Suarez sem var kominn einn í gegn. Varnarmaðurinn Yanga-Mbiwa togaði hann niður inní vítateig og því lítið annað að gera fyrir Andre Marriner dómara en að dæma vítaspyrnu og reka Yanga-Mbiwa útaf þar sem hann var aftasti varnarmaður. Leikmenn Newcastle mótmæltu heilmikið og nokkur stund leið áður en að hægt var að framkvæma vítaspyrnuna. Steven Gerrard fór að sjálfsögðu á punktinn og skoraði sitt 100. mark fyrir félagið í Úrvalsdeildinni !
Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og gestirnir manni fleiri. Þrátt fyrir það hófst síðari hálfleikur ekki ólíkt þeim fyrri og heimamenn voru óhræddir við að sækja. Martin Skrtel náði á glæsilegan hátt að pota í boltann rétt áður en Loic Remy náði skoti úr góðri stöðu inná vítateig og bjargaði hann alveg örugglega marki þar. Rétt áður hafði Glen Johnson átt gott skot að marki Tim Krul en Hollendingurinn varði vel.
Á 56. mínútu komust heimamenn svo yfir. Aukaspyrna var tekin úti vinstra megin og boltinn flaug yfir varnarmenn Liverpool og yfir á fjær stöngina þar sem Dummett átti auðvelt verk fyrir höndum og setti hann boltann í markið. Dummett hafði komiði inná sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks þegar Newcastle menn lentu undir.
Brendan Rogers gerði fljótlega breytingar á liðinu. Mamadou Sakho fór útaf og inná kom Luis Alberto. Þetta þýddi að Rodgers stillti í raun upp í 4-4-2 eftir þessa skiptingu. Tæplega tíu mínútum síðar náðu Liverpool menn að jafna. Sótt var upp vinstri kantinn þar sem þeir Victor Moses og Luis Suarez léku vel saman, Suarez var skyndilega kominn einn inní vítateig vinstra megin og hann náði fastri sendingu fyrir markið þar sem Daniel Sturridge hamraði boltann í netið með enninu ! Nú skyldi sótt til sigurs.
En því miður náðist ekki að koma boltanum inn í þriðja skiptið í leiknum. Næst komst Luis Suarez því er hann þrumaði í ofanverða þverslána með viðstöðulausu skoti úr miðjum vítateig og undir blálokin, þegar loksins var dæmd aukaspyrna á heimamenn eftir brot á honum, þrumaði Suarez að marki en Krul varði vel.
Niðurstaðan því 2-2 jafntefli sem verður að teljast frekar svekkjandi eftir að hafa verið meirihlutann úr leiknum einum fleiri. En stig er stig og erfiðum leik á útivelli lokið.
Newcastle United: Krul, Santon, Williamson, Yanga-Mbiwa, Debuchy, Cabaye (Anita, 78. mín.), Sissoko (Dummett, 45. mín.), Gouffran, Remy, Tioté og Ben Arfa (Sammy Ameobi, 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Elliot, Obertan, Cisse og Shola Ameobi.
Mörk Newcastle: Yohan Cabaye (23. mín.) og Paul Dummett (56. mín.).
Gul spjöld: Yoan Gouffran og Mathieu Debuchy.
Rautt spjald: Mapou Yanga-Mbiwa (40. mín.).
Liverpool: Mignolet, Cissokho, Sakho (Alberto, 63. mín.), Skrtel, Toure, Johnson (Sterling, 83. mín.), Henderson, Gerrard, Moses, Suarez og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Agger, Kelly, Flanagan og Allen.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (42. mín. víti) og Daniel Sturridge (72. mín.).
Gul spjöld: Steven Gerrard, Kolo Toure og Daniel Sturridge.
Dómari leiksins: Andre Marriner.
Áhorfendur á St. James' Park: 51.703.
Maður leiksins: Flestir leikmenn voru ekki að spila vel í þessum leik en að þessu sinni er það Steven Gerrard sem fær nafnbótina. Hann skoraði sitt 100. mark í Úrvalsdeildinni fyrir félagið sem er frábær árangur. Fyrirliðinn lét ekki slá sig útaf laginu þó svo að langur tími leið frá því að vítaspyrnan var dæmd og þangað til að hann loksins fékk að taka vítið.
Brendan Rodgers: ,,Það er svolítið pirrandi að hafa ekki náð í þrjú stig. En þegar horft er á þá staðreynd að 13 leikmenn voru að spila með landsliðum sínum og sumir þeirra komu ekki til baka fyrr en seint á fimmtudagskvöld og að það er aldrei auðvelt að koma á St. James' Park. Við lentum tvisvar sinnum undir en komum til baka og sýndum mikil gæði á köflum. Þetta er stig sem við vonandi horfum á í lok tímabils sem gott stig hafandi lent undir tvisvar sinnum."
Fróðleikur:
- Daniel Sturridge skoraði sitt 7. mark í deildinni á tímabilinu.
- Sturridge hefur skorað í öllum leikjum liðsins í deildinni fyrir utan leikinn við Southampton, þar sem liðið skoraði jú ekki mark !
- Steven Gerrard hefur nú skoraði úr vítaspyrnum í tveim leikjum í röð. Þetta eru fyrstu mörk hans á leiktíðinni fyrir Liverpool. Hann er líka búinn að skora tvívegis fyrir enska landsliðið.
- Það hefur margoft komið fram hér áður en Gerrard er nú búinn að skora 100 mörk fyrir félagið í Úrvalsdeildinni.
- Eftir leiki dagsins er liðið í þriðja sæti, tveim stigum á eftir toppliði Arsenal og með jafnmörg stig og Chelsea en Lundúnaliðið er með betri markatölu.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leikinn.
Brendan Rodgers gerði tvær breytingar frá því í leiknum á móti Crystal Palace. Inn komu þeir Aly Cissokho og Glen Johnson fyrir Raheem Sterling sem settist á bekkinn og José Enrique sem átti við meiðsli í hné að stríða. Lucas var enn fjarri góðu gamni en ekki vegna leikbanns að þessu sinni heldur eignaðist hann dóttur á föstudagskvöldið.
Eins og við var að búast var þetta fjörugur leikur og heimamenn voru betri fyrsta korterið eða svo án þess að þó að skapa sér nein hættuleg færi. Það var því eiginlega uppúr þurru sem að heimamenn komust yfir en þar var að verki Yohan Cabaye. Hann fékk boltann á miðjunni, fékk að hlaupa óáreittur í átt að marki og þar sem enginn Liverpool maður nálgaðist hann lét hann bara vaða og boltinn söng í horninu fjær án þess að Mignolet kæmi vörnum við !
Eftir þetta fengu heimamenn fleiri álíka skotfæri fyrir utan vítateig, Moussa Sissoko þrumaði að marki en Mignolet varði og Cabaye fékk aftur að þruma að marki en boltinn fór að þessu sinni rétt yfir. Á 40. mínútu náðu svo okkar menn að koma sér inní leikinn er Daniel Sturridge átti frábæra sendingu innfyrir á Suarez sem var kominn einn í gegn. Varnarmaðurinn Yanga-Mbiwa togaði hann niður inní vítateig og því lítið annað að gera fyrir Andre Marriner dómara en að dæma vítaspyrnu og reka Yanga-Mbiwa útaf þar sem hann var aftasti varnarmaður. Leikmenn Newcastle mótmæltu heilmikið og nokkur stund leið áður en að hægt var að framkvæma vítaspyrnuna. Steven Gerrard fór að sjálfsögðu á punktinn og skoraði sitt 100. mark fyrir félagið í Úrvalsdeildinni !
Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og gestirnir manni fleiri. Þrátt fyrir það hófst síðari hálfleikur ekki ólíkt þeim fyrri og heimamenn voru óhræddir við að sækja. Martin Skrtel náði á glæsilegan hátt að pota í boltann rétt áður en Loic Remy náði skoti úr góðri stöðu inná vítateig og bjargaði hann alveg örugglega marki þar. Rétt áður hafði Glen Johnson átt gott skot að marki Tim Krul en Hollendingurinn varði vel.
Á 56. mínútu komust heimamenn svo yfir. Aukaspyrna var tekin úti vinstra megin og boltinn flaug yfir varnarmenn Liverpool og yfir á fjær stöngina þar sem Dummett átti auðvelt verk fyrir höndum og setti hann boltann í markið. Dummett hafði komiði inná sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks þegar Newcastle menn lentu undir.
Brendan Rogers gerði fljótlega breytingar á liðinu. Mamadou Sakho fór útaf og inná kom Luis Alberto. Þetta þýddi að Rodgers stillti í raun upp í 4-4-2 eftir þessa skiptingu. Tæplega tíu mínútum síðar náðu Liverpool menn að jafna. Sótt var upp vinstri kantinn þar sem þeir Victor Moses og Luis Suarez léku vel saman, Suarez var skyndilega kominn einn inní vítateig vinstra megin og hann náði fastri sendingu fyrir markið þar sem Daniel Sturridge hamraði boltann í netið með enninu ! Nú skyldi sótt til sigurs.
En því miður náðist ekki að koma boltanum inn í þriðja skiptið í leiknum. Næst komst Luis Suarez því er hann þrumaði í ofanverða þverslána með viðstöðulausu skoti úr miðjum vítateig og undir blálokin, þegar loksins var dæmd aukaspyrna á heimamenn eftir brot á honum, þrumaði Suarez að marki en Krul varði vel.
Niðurstaðan því 2-2 jafntefli sem verður að teljast frekar svekkjandi eftir að hafa verið meirihlutann úr leiknum einum fleiri. En stig er stig og erfiðum leik á útivelli lokið.
Newcastle United: Krul, Santon, Williamson, Yanga-Mbiwa, Debuchy, Cabaye (Anita, 78. mín.), Sissoko (Dummett, 45. mín.), Gouffran, Remy, Tioté og Ben Arfa (Sammy Ameobi, 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Elliot, Obertan, Cisse og Shola Ameobi.
Mörk Newcastle: Yohan Cabaye (23. mín.) og Paul Dummett (56. mín.).
Gul spjöld: Yoan Gouffran og Mathieu Debuchy.
Rautt spjald: Mapou Yanga-Mbiwa (40. mín.).
Liverpool: Mignolet, Cissokho, Sakho (Alberto, 63. mín.), Skrtel, Toure, Johnson (Sterling, 83. mín.), Henderson, Gerrard, Moses, Suarez og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Agger, Kelly, Flanagan og Allen.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (42. mín. víti) og Daniel Sturridge (72. mín.).
Gul spjöld: Steven Gerrard, Kolo Toure og Daniel Sturridge.
Dómari leiksins: Andre Marriner.
Áhorfendur á St. James' Park: 51.703.
Maður leiksins: Flestir leikmenn voru ekki að spila vel í þessum leik en að þessu sinni er það Steven Gerrard sem fær nafnbótina. Hann skoraði sitt 100. mark í Úrvalsdeildinni fyrir félagið sem er frábær árangur. Fyrirliðinn lét ekki slá sig útaf laginu þó svo að langur tími leið frá því að vítaspyrnan var dæmd og þangað til að hann loksins fékk að taka vítið.
Brendan Rodgers: ,,Það er svolítið pirrandi að hafa ekki náð í þrjú stig. En þegar horft er á þá staðreynd að 13 leikmenn voru að spila með landsliðum sínum og sumir þeirra komu ekki til baka fyrr en seint á fimmtudagskvöld og að það er aldrei auðvelt að koma á St. James' Park. Við lentum tvisvar sinnum undir en komum til baka og sýndum mikil gæði á köflum. Þetta er stig sem við vonandi horfum á í lok tímabils sem gott stig hafandi lent undir tvisvar sinnum."
Fróðleikur:
- Daniel Sturridge skoraði sitt 7. mark í deildinni á tímabilinu.
- Sturridge hefur skorað í öllum leikjum liðsins í deildinni fyrir utan leikinn við Southampton, þar sem liðið skoraði jú ekki mark !
- Steven Gerrard hefur nú skoraði úr vítaspyrnum í tveim leikjum í röð. Þetta eru fyrstu mörk hans á leiktíðinni fyrir Liverpool. Hann er líka búinn að skora tvívegis fyrir enska landsliðið.
- Það hefur margoft komið fram hér áður en Gerrard er nú búinn að skora 100 mörk fyrir félagið í Úrvalsdeildinni.
- Eftir leiki dagsins er liðið í þriðja sæti, tveim stigum á eftir toppliði Arsenal og með jafnmörg stig og Chelsea en Lundúnaliðið er með betri markatölu.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan