Steven með 100 deildarmörk
,,Þetta var góður áfangi fyrir mig og mikið afrek fyrir mig persónulega. En það er enginn vafi á því að ég myndi skipta á þessu marki og tveimur stigum í viðbót í dag. Fyrst og síðast hugsa ég um stig fyrir liðið og hvar við endum í deildinni. Það er svo sem stórgott að ná einhverjum persónulegum áföngum í leiðinni."
,,Mér fannst Newcastle byrja miklu betur en við og líklega áttu þeir skilið að komast yfir. Brottreksturinn gerbreytti leiknum. Eftir það tókum við völdin og áttum skilið að ná þremur stigum. En við náðum bara ekki að skora markið sem hefði gert út um leikinn."
,,Ef við hefðum unnið í dag hefði vikan verið fullkomin. Það gekk sannarlega vel með landsliðinu og það var frábært að skora í dag. En ég stefni alltaf á að ná öllu fullkomlega svo ég er svolítið vonsvikinn yfir því að við skyldum ekki ná öllum stigunum."
Liverpool komst á toppinn um stundarsakir með stiginu og Steven er nokkuð ánægður með árangurinn hingað til.
,,Ef einhver hefði sagt mér á undirbúningstímabilinu að við værum á toppnum í deildinni eftir svona marga leiki hefði ég auðvitað verið mjög ánægður með það."
Steven Gerrard er nú búinn að skora 161 mark fyrir Liverpool og deildarmörkin eru orðin 100. Leikir hans fyrir Liverpool eru nú 640. Þegar hann skoraði í 3:1 sigri á Crystal Palace um daginn var það 15. keppnistímabilið í röð sem hann skorar fyrir Liverpool og er það félagsmet.
Um þessar mundir eru 10 ár liðin frá því Steven var gerður að fyrirliða Liverpool. Það hefur enginn verið lengur fyrirliði Liverpool. Hann gulltryggði svo farseðil enska landsliðsins til Brasilíu fyrir nokkrum dögum þegar hann skoraði seinna markið í 2:0 sigri á Póllandi. Það er því óhætt að segja að Steven geri það ekki endasleppt þessa dagana.
Hér eru myndir frá ferli Steven af Liverpoolfc.com.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni