| Sf. Gutt
TIL BAKA
Luis kominn í 100 leiki
Luis Suarez lék sinn 100. leik með Liverpool um síðustu helgi. Hann lék í 100. sinn þegar Liverpool mætti Newcastle United á St James Park. Luis lagði upp mark fyrir Daniel Sturridge og var tvívegis nærri því að tryggja Liverpool sigur. Fyrst fór skot hans í þverslá og svo varði markmaður Newcastle vel frá honum síðasta spark leiksins úr aukaspyrnu.
Luis lék sinn fyrsta leik með Liverpool í febrúar 2011 og skoraði í 2:0 sigri á Stoke City. Markið sést hér að ofan. Hann hefur mjög gott markahlutfall í leikjunum 100. Núna hefur Luis skorað 54 mörk og verður það að teljast býsna gott í 100 leikjum. Luis hefur komið til leiks af miklum krafti eftir leikbannið sem lauk seint í síðasta mánuði. Luis vildi komast í burtu í sumar en hann er ennþá leikmaður Liverpool og það er hið besta mál ef hann heldur áfram á sömu braut.
Luis lék sinn fyrsta leik með Liverpool í febrúar 2011 og skoraði í 2:0 sigri á Stoke City. Markið sést hér að ofan. Hann hefur mjög gott markahlutfall í leikjunum 100. Núna hefur Luis skorað 54 mörk og verður það að teljast býsna gott í 100 leikjum. Luis hefur komið til leiks af miklum krafti eftir leikbannið sem lauk seint í síðasta mánuði. Luis vildi komast í burtu í sumar en hann er ennþá leikmaður Liverpool og það er hið besta mál ef hann heldur áfram á sömu braut.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan