| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ekkert gefið eftir!
Kolo Toure mætir sínu gamla félagi þegar Liverpool heimsækir Arsenal. Kappinn segist ekkert munu gefa eftir þó að hann spili á móti liði sem hann var hjá í sjö ár. Kolo segist eiga Arsene Wenger framkvæmdastjóra Arsenal það að þakka að hann hafi fengið tækifæri í ensku knattspyrnunni en þakklæti verður honum ekki efst í huga þegar toppslagurinn hefst.
,,Ég held að það verði frábært fyrir mig að spila í þessum leik. Ég átti mjög góðar stundir þarna og þarna upplifði ég stóran hluta lífs míns. Það er Arsene að þakka að ég er hér. Hann sá að eitthvað var í mig spunnið. Hann er frábær framkvæmdastjóri og gaf mér tækifæri á að spila knattspyrnu í þessu landi."
,,Mér finnst alltaf gaman að koma aftur þangað en um leið þá langar mig að sýna á laugardaginn að Arsenal gerði mistök í að láta mig fara. Ég mæti þangað til að berjast. Mig langar til að sýna þeim hvað í mér býr og hjálpa liðinu mínu, Liverpool, til að vinna. Núna vil ég ekki tala um allt það góða sem Arsene gerði fyrir mig því ég ætla að einbeita mér að því að ná stigunum þremur."
,,Þetta verður auðvitað erfiður leikur en við erum með sterkt lið og höfum líka frábæran framkvæmdastjóra. Þeir vita líka að við eigum eftir að ógna þeim og leikurinn verður þeim erfiður. Við vitum að þetta á eftir að verða mjög góður knattspyrnuleikur og við eigum eftir að leggja allt í sölurnar til að vinna."
Kolo Toure hefur verið frábær það sem af er leiktíðar. Hann hefur sýnt mikið harðfylgi og áunnið sér vinsældir stuðningsmanna Liverpool. Hann var til dæmis snöggur að ná sér eftir slæm meiðsli sem hann varð fyrir í Deildarbikarleik á móti Notts County. Með því sýndi hann að hann var ekki mættur til Liverpool til að slaka á.
Það verður mikið undir á laugardaginn þegar Liverpool og Arsenal mætast. Toppsætið verður í húfi þótt Chelsea geti náð því fyrr um daginn. Sem sagt stórleikur eins og þeir gerast stærstir.
,,Ég held að það verði frábært fyrir mig að spila í þessum leik. Ég átti mjög góðar stundir þarna og þarna upplifði ég stóran hluta lífs míns. Það er Arsene að þakka að ég er hér. Hann sá að eitthvað var í mig spunnið. Hann er frábær framkvæmdastjóri og gaf mér tækifæri á að spila knattspyrnu í þessu landi."
,,Mér finnst alltaf gaman að koma aftur þangað en um leið þá langar mig að sýna á laugardaginn að Arsenal gerði mistök í að láta mig fara. Ég mæti þangað til að berjast. Mig langar til að sýna þeim hvað í mér býr og hjálpa liðinu mínu, Liverpool, til að vinna. Núna vil ég ekki tala um allt það góða sem Arsene gerði fyrir mig því ég ætla að einbeita mér að því að ná stigunum þremur."
,,Þetta verður auðvitað erfiður leikur en við erum með sterkt lið og höfum líka frábæran framkvæmdastjóra. Þeir vita líka að við eigum eftir að ógna þeim og leikurinn verður þeim erfiður. Við vitum að þetta á eftir að verða mjög góður knattspyrnuleikur og við eigum eftir að leggja allt í sölurnar til að vinna."
Kolo Toure hefur verið frábær það sem af er leiktíðar. Hann hefur sýnt mikið harðfylgi og áunnið sér vinsældir stuðningsmanna Liverpool. Hann var til dæmis snöggur að ná sér eftir slæm meiðsli sem hann varð fyrir í Deildarbikarleik á móti Notts County. Með því sýndi hann að hann var ekki mættur til Liverpool til að slaka á.
Það verður mikið undir á laugardaginn þegar Liverpool og Arsenal mætast. Toppsætið verður í húfi þótt Chelsea geti náð því fyrr um daginn. Sem sagt stórleikur eins og þeir gerast stærstir.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan