| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ber mikla virðingu fyrir Arsenal.
Brendan Rodgers segist bera mikla virðingu fyrir Arsenal og Arsène Wenger framkvæmdastjóra liðsins. Liðin mætast í toppslag deildarinnar á Emirates á morgun.
Arsenal byrjaði leiktíðina á því að tapa 3-1 fyrir Aston Villa. Síðan þá hefur liðið unnið sjö leiki og gert jafntefli og situr eitt á toppi Úrvalsdeildar. Margir vilja meina að Arsenal hafi gert kaup ársins þegar liðið krækti í miðjumanninn frábæra Mesut Özil.
,,Arsenal er virkilega gott lið. Þeir eru með marga frábæra leikmenn, ekki síst Özil. Hann er frábær leikmaður. Ég sá hann þegar hann var bara pjakkur og þá strax sá maður að hann var gríðarlegt efni."
,,Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart að Real Madrid skyldi selja hann. Hann hefur mikla hæfileika. Hann er vel gefinn á allan hátt, með góða tækni og hraða. Getur bæði skapað marktækifæri og skorað sjálfur. Toppleikmaður."
,,Ég ber einnig mikla virðingu fyrir Arsène Wenger. Þegar hann kom í enska boltann fyrir rúmum 15 árum þá breytti hann ásýnd liðsins. Hann tók vissulega við góðum hópi leikmanna, en fljótlega fór maður að sjá hans handbragð á hlutunum hjá Arsenal, utan sem innan vallar."
,,Arsène hefur gert mikið fyrir enska boltann. Menn hafa litið til hans hvað varðar þjálfunaráherslur og fleira. Hann hefur náð gríðargóðum árangri með Arsenal, þótt liðið hafi ekki unnið mikið á síðustu árum. Stuðningsmenn liðsins er farið að lengja eftir titli, en eins og liðið hefur byrjað núna er allt eins líklegt að sú bið sé senn á enda."
Liverpool er sem stendur í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Chelsea, tveimur stigum á eftir Arsenal. Brendan Rodgers segir að sínir menn séu einbeittir í því að gera sitt besta til þess að ná viðunandi úrslitum á Emirates á morgun og fylgja þannig eftir góðri byrjun í deildinni.
,,Við höfum byrjað vel og erum í góðum gír. Við getum ennþá bætt okkur og vonandi höldum við áfram að bæta okkur á morgun. Við erum með hóp af ungum og efnilegum leikmönnum sem eru alltaf að verða betri og betri. Það gildir líka um Sturridge og Suarez, sem hafa farið á kostum í framlínunni. Sturridge er bara 24 ára, gleymum því ekki. Hann er í mikilli framför. Suarez er sömuleiðis í framför. Hann hefur þroskast mikið og er að verða betri alhliða leikmaður."
Arsenal byrjaði leiktíðina á því að tapa 3-1 fyrir Aston Villa. Síðan þá hefur liðið unnið sjö leiki og gert jafntefli og situr eitt á toppi Úrvalsdeildar. Margir vilja meina að Arsenal hafi gert kaup ársins þegar liðið krækti í miðjumanninn frábæra Mesut Özil.
,,Arsenal er virkilega gott lið. Þeir eru með marga frábæra leikmenn, ekki síst Özil. Hann er frábær leikmaður. Ég sá hann þegar hann var bara pjakkur og þá strax sá maður að hann var gríðarlegt efni."
,,Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart að Real Madrid skyldi selja hann. Hann hefur mikla hæfileika. Hann er vel gefinn á allan hátt, með góða tækni og hraða. Getur bæði skapað marktækifæri og skorað sjálfur. Toppleikmaður."
,,Ég ber einnig mikla virðingu fyrir Arsène Wenger. Þegar hann kom í enska boltann fyrir rúmum 15 árum þá breytti hann ásýnd liðsins. Hann tók vissulega við góðum hópi leikmanna, en fljótlega fór maður að sjá hans handbragð á hlutunum hjá Arsenal, utan sem innan vallar."
,,Arsène hefur gert mikið fyrir enska boltann. Menn hafa litið til hans hvað varðar þjálfunaráherslur og fleira. Hann hefur náð gríðargóðum árangri með Arsenal, þótt liðið hafi ekki unnið mikið á síðustu árum. Stuðningsmenn liðsins er farið að lengja eftir titli, en eins og liðið hefur byrjað núna er allt eins líklegt að sú bið sé senn á enda."
Liverpool er sem stendur í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Chelsea, tveimur stigum á eftir Arsenal. Brendan Rodgers segir að sínir menn séu einbeittir í því að gera sitt besta til þess að ná viðunandi úrslitum á Emirates á morgun og fylgja þannig eftir góðri byrjun í deildinni.
,,Við höfum byrjað vel og erum í góðum gír. Við getum ennþá bætt okkur og vonandi höldum við áfram að bæta okkur á morgun. Við erum með hóp af ungum og efnilegum leikmönnum sem eru alltaf að verða betri og betri. Það gildir líka um Sturridge og Suarez, sem hafa farið á kostum í framlínunni. Sturridge er bara 24 ára, gleymum því ekki. Hann er í mikilli framför. Suarez er sömuleiðis í framför. Hann hefur þroskast mikið og er að verða betri alhliða leikmaður."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan