| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Leikfær og líkar leikkerfið vel
Glen Johnson var skipt út af vegna smá hnjasks í síðasta leik. Hann er klár í slaginn fyrir morgundaginn og segir að sér líki vel við 3-5-2 leikkerfið sem Liverpool leikur þessa dagana.
Johnson hefur verið heldur óheppinn með meiðsli á þessari leiktíð. Hann meiddist illa í leiknum gegn Manchester United í byrjun september og var ekki leikfær aftur fyrr en gegn Newcastle í næst síðustu umferð. Það er því óhætt að segja að það hafi farið nokkuð um stuðningsmenn Liverpool þegar hann haltraði af velli í leiknum gegn WBA um liðna helgi. Sem betur fer er hann búinn að ná sér af því hnjaski og er klár fyrir leikinn á morgun.
,,Ég hef verið slæmur í hnénu í vetur og þessvegna ákvað ég að biðja um skiptingu til að hvíla hnéð þegar ég fór að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er klár í leikinn á morgun", segir Johnson í viðtali við Liverpoolfc.com.
,,Það er alltaf erfitt að sitja og horfa á félagana æfa og spila og geta ekki verið með, en það er partur af þessari vinnu. Stundum meiðist maður og þá er ekkert annað að gera en að koma tvíefldur til baka."
Liverpool hefur byrjað tímabilið vel. Johnson segir að allir séu einbeittir í að halda áfram á réttri braut.
,,Það er góð stemning í liðinu. Það er gaman hjá okkur í klefanum og létt yfir mannskapnum. Þetta er góður hópur. Það eru allir tilbúnir til þess að vinna hver fyrir annan."
Aðspurður um það hvernig honum gangi að aðlagast nýja 3-5-2 leikkerfinu sem Brendan Rodgers hefur látið liðið leika að undanförnu segir Johnson að sér líki vel við þær breytingar.
,,Þetta leikkerfi hentar mér mjög vel. Ég kann vel við mig sem vængmaður. Ég hef ennþá meira frelsi til að fara fram á við í þessu kerfi, en auðvitað fer þetta allt eftir því hvernig leikirnir spilast. Ef við eigum í vök að verjast allan tímann þá fer maður ekki mikið fram."
,,Þetta reynir auðvitað dálítið á mann líkamlega. Það er ómögulegt að ætlast til þess að maður sé eins og þeytispjald milli vítateiga allan leikinn, en ég reyni að vega og meta aðstæður og fara fram þegar það á við og koma til baka þegar það á við."
,,Vonandi gefur þetta aukna frelsi mér fleiri tækifæri til þess að skora mörk. Það er alltaf gaman að skora mörk, því fleiri sem maður skorar þeim mun betra fyrir liðið."
Þegar Johnson er spurður að því hvað hann stefni að mörgum mörkum á leiktíðinni stendur ekki á svari:
,,Ég ætla bara að ná fleiri en Enrique!"
Johnson hefur verið heldur óheppinn með meiðsli á þessari leiktíð. Hann meiddist illa í leiknum gegn Manchester United í byrjun september og var ekki leikfær aftur fyrr en gegn Newcastle í næst síðustu umferð. Það er því óhætt að segja að það hafi farið nokkuð um stuðningsmenn Liverpool þegar hann haltraði af velli í leiknum gegn WBA um liðna helgi. Sem betur fer er hann búinn að ná sér af því hnjaski og er klár fyrir leikinn á morgun.
,,Ég hef verið slæmur í hnénu í vetur og þessvegna ákvað ég að biðja um skiptingu til að hvíla hnéð þegar ég fór að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er klár í leikinn á morgun", segir Johnson í viðtali við Liverpoolfc.com.
,,Það er alltaf erfitt að sitja og horfa á félagana æfa og spila og geta ekki verið með, en það er partur af þessari vinnu. Stundum meiðist maður og þá er ekkert annað að gera en að koma tvíefldur til baka."
Liverpool hefur byrjað tímabilið vel. Johnson segir að allir séu einbeittir í að halda áfram á réttri braut.
,,Það er góð stemning í liðinu. Það er gaman hjá okkur í klefanum og létt yfir mannskapnum. Þetta er góður hópur. Það eru allir tilbúnir til þess að vinna hver fyrir annan."
Aðspurður um það hvernig honum gangi að aðlagast nýja 3-5-2 leikkerfinu sem Brendan Rodgers hefur látið liðið leika að undanförnu segir Johnson að sér líki vel við þær breytingar.
,,Þetta leikkerfi hentar mér mjög vel. Ég kann vel við mig sem vængmaður. Ég hef ennþá meira frelsi til að fara fram á við í þessu kerfi, en auðvitað fer þetta allt eftir því hvernig leikirnir spilast. Ef við eigum í vök að verjast allan tímann þá fer maður ekki mikið fram."
,,Þetta reynir auðvitað dálítið á mann líkamlega. Það er ómögulegt að ætlast til þess að maður sé eins og þeytispjald milli vítateiga allan leikinn, en ég reyni að vega og meta aðstæður og fara fram þegar það á við og koma til baka þegar það á við."
,,Vonandi gefur þetta aukna frelsi mér fleiri tækifæri til þess að skora mörk. Það er alltaf gaman að skora mörk, því fleiri sem maður skorar þeim mun betra fyrir liðið."
Þegar Johnson er spurður að því hvað hann stefni að mörgum mörkum á leiktíðinni stendur ekki á svari:
,,Ég ætla bara að ná fleiri en Enrique!"
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan