| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Skrtel ánægður með samkeppnina
Martin Skrtel segist vera ánægður með hina miklu samkeppni sem ríkir um miðvarðarstöðurnar í liði Liverpool þessa dagana.
Eftir langa bekkjarsetu á seinni hluta síðustu leiktíðar hefur Martin Skrtel blómstrað í stöðu miðvarðar, allt frá því að hann kom inn í liðið í ný í leiknum gegn Manchester United 1. september s.l.
Nú er svo komið að hann virðist vera fyrsti kostur Brendan Rodgers í stöðu miðvarðar, þrátt fyrir harða samkeppni frá Daniel Agger, Kolo Toure og Mamadou Sakho. Að ekki sé minnst á Tiago Ilori og Martin Kelly sem eru eilítið aftar í goggunarröðinni.
Skrtel segir að bekkjarsetan á síðustu leiktíð hafi gert honum gott og samkeppnin sé einnig af hinu góða.
,,Það var erfitt að detta út úr liðinu og ég var staðráðinn í því að leggja hart að mér á undirbúningstímabilinu til þess að freista þess að fá tækifæri á ný. Síðan meiddist ég rétt áður en leiktíðin byrjaði og það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði, en ég reyndi að vera jákvæður og minna mig á að ég gæti komist aftur í liðið ef ég ynni fyrir því. Ég yrði bara að bíða þolinmóður eftir tækifærinu."
,,Svo kom tækifærið loksins þegar við mættum Manchester United og þá var ég staðráðinn í því að sýna stuðningsmönnunum og stjóranum að ég ætti heima í liðinu. Mér gekk vel og ég hef fengið að spila síðan."
,,Það hjálpar vissulega til að liðinu hefur gengið vel. Það er auðveldara fyrir alla þegar sjálfstraustið er til staðar. Við höfum leikið vel og staða okkar í deildinni er verðskulduð."
,,Nú reyni ég bara að halda mér í liðinu. Það er erfitt, því samkeppnin er mikil. Það eru sex góðir leikmenn að keppa um 2-3 stöður."
Skrtel hefur verið í miðjunni þegar Rodgers hefur stillt upp þriggja miðvarða vörn. Aðspurður um það hvernig honum líki það segir hann að það sé ekki eins frábrugðið því að spila tveggja miðvarða kerfi og fólk virðist halda.
,,Við höfum spilað talsvert með þrjá miðverði þannig að það kerfi virðist vera komið til að vera, allavega munum við örugglega grípa til þess af og til í vetur. Það er í sjálfu sér ekkert mikið öðruvísi að spila þetta kerfi, en 4-3-3 kerfið sem við höfum oftast spilað. Þetta er alltaf sama grunnvinnan. Þú verður að passa sóknarmenn andstæðinga og vinna tæklingarnar og skallaeinvígin."
,,Mér finnst aðalbreytingin vera sú að það er auðveldara fyrir okkur að verjast föstum leikatriðum þegar við erum með þrjá miðverði. Við eigum að ráða betur við að koma boltanum frá. Bakverðirnir fá líka meira frelsi í sóknarleiknum, sem er jákvætt. En það jákvæðasta við þetta kerfi fyrir okkur miðverðina er að við fáum fleiri tækifæri til þess að spila."
,,Það eru sex góðir miðverðir sem berjast um stöðurnar og það er mjög jákvætt fyrir félagið. Menn leggja enn harðar að sér en áður. Það bætir okkur alla sem leikmenn. Við erum með 25 leikmenn í hópnum. Það fá auðvitað ekki allir að spila mikið, en tímabilið er langt og strangt og við munum lenda í meiðslum þannig að það er nauðsynlegt að allir séu á tánum og séu tilbúnir þegar tækifærið kemur."
,,Við höfum byrjað vel og ég trúi því að við getum haldið áfram á þessari braut. Mér finnst liðið hafa alla burði til þess að tryggja sér meistaradeildarsæti í vor."
Eftir langa bekkjarsetu á seinni hluta síðustu leiktíðar hefur Martin Skrtel blómstrað í stöðu miðvarðar, allt frá því að hann kom inn í liðið í ný í leiknum gegn Manchester United 1. september s.l.
Nú er svo komið að hann virðist vera fyrsti kostur Brendan Rodgers í stöðu miðvarðar, þrátt fyrir harða samkeppni frá Daniel Agger, Kolo Toure og Mamadou Sakho. Að ekki sé minnst á Tiago Ilori og Martin Kelly sem eru eilítið aftar í goggunarröðinni.
Skrtel segir að bekkjarsetan á síðustu leiktíð hafi gert honum gott og samkeppnin sé einnig af hinu góða.
,,Það var erfitt að detta út úr liðinu og ég var staðráðinn í því að leggja hart að mér á undirbúningstímabilinu til þess að freista þess að fá tækifæri á ný. Síðan meiddist ég rétt áður en leiktíðin byrjaði og það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði, en ég reyndi að vera jákvæður og minna mig á að ég gæti komist aftur í liðið ef ég ynni fyrir því. Ég yrði bara að bíða þolinmóður eftir tækifærinu."
,,Svo kom tækifærið loksins þegar við mættum Manchester United og þá var ég staðráðinn í því að sýna stuðningsmönnunum og stjóranum að ég ætti heima í liðinu. Mér gekk vel og ég hef fengið að spila síðan."
,,Það hjálpar vissulega til að liðinu hefur gengið vel. Það er auðveldara fyrir alla þegar sjálfstraustið er til staðar. Við höfum leikið vel og staða okkar í deildinni er verðskulduð."
,,Nú reyni ég bara að halda mér í liðinu. Það er erfitt, því samkeppnin er mikil. Það eru sex góðir leikmenn að keppa um 2-3 stöður."
Skrtel hefur verið í miðjunni þegar Rodgers hefur stillt upp þriggja miðvarða vörn. Aðspurður um það hvernig honum líki það segir hann að það sé ekki eins frábrugðið því að spila tveggja miðvarða kerfi og fólk virðist halda.
,,Við höfum spilað talsvert með þrjá miðverði þannig að það kerfi virðist vera komið til að vera, allavega munum við örugglega grípa til þess af og til í vetur. Það er í sjálfu sér ekkert mikið öðruvísi að spila þetta kerfi, en 4-3-3 kerfið sem við höfum oftast spilað. Þetta er alltaf sama grunnvinnan. Þú verður að passa sóknarmenn andstæðinga og vinna tæklingarnar og skallaeinvígin."
,,Mér finnst aðalbreytingin vera sú að það er auðveldara fyrir okkur að verjast föstum leikatriðum þegar við erum með þrjá miðverði. Við eigum að ráða betur við að koma boltanum frá. Bakverðirnir fá líka meira frelsi í sóknarleiknum, sem er jákvætt. En það jákvæðasta við þetta kerfi fyrir okkur miðverðina er að við fáum fleiri tækifæri til þess að spila."
,,Það eru sex góðir miðverðir sem berjast um stöðurnar og það er mjög jákvætt fyrir félagið. Menn leggja enn harðar að sér en áður. Það bætir okkur alla sem leikmenn. Við erum með 25 leikmenn í hópnum. Það fá auðvitað ekki allir að spila mikið, en tímabilið er langt og strangt og við munum lenda í meiðslum þannig að það er nauðsynlegt að allir séu á tánum og séu tilbúnir þegar tækifærið kemur."
,,Við höfum byrjað vel og ég trúi því að við getum haldið áfram á þessari braut. Mér finnst liðið hafa alla burði til þess að tryggja sér meistaradeildarsæti í vor."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan