Spáð í spilin
Liverpool mætir nýliðum Hull í deildinni á sunnudaginn. Hull lék í efstu deild 2008-2010 og eftir þrjú tímabil í næstefstu deild er liðið nú komið aftur í hóp þeirra bestu. Liðið hefur svosem ekki gert neinar rósir það sem af er tímabilsins, er með fjórtán stig í 13. sæti, en það verður að segjast eins og er að vörnin er ekki árennileg. Enda varla við öðru að búast af liði sem Steve Bruce stjórnar.
Lið Hull hefur verið erfitt heim að sækja í vetur. Í sex heimaleikjum hefur liðið einungis fengið á sig tvö mörk. Markatalan í heimaleikjunum sex er 4-2 Hull í vil. Tveir leikir hafa endað með jafntefli, Hull hefur sigrað þrjá og tapað einum, gegn Crystal Palace. Þannig að lærisveinar Steve Bruce hafa náð sér í 11 stig með fjórum mörkum. Það verður að teljast vel af sér vikið.
Sá leikur komst einnig í sögubækur Liverpool fyrir þær sakir að Jack Robinson spilaði leikinn og varð þar með yngsti leikmaður í sögu Liverpool til þess að spila aðalliðsleik í efstu deild, en Jack var 16 ára og 250 daga gamall þegar Rafa skipti honum inná sem varamanni undir lok leiksins.
Það er ekki hægt að segja annað en að tölfræðin sé okkar mönnum hagstæð. Liðin hafa mæst 16 sinnum í deildakeppninni og Hull hefur aldrei tekist að sigra. En gleymum því ekki að Liverpool vinnur flest lið í sögulegu ljósi. Það eitt og sér skilar hinsvegar engum stigum í hús í raunveruleika nútímans.
Sóknarleikur Liverpool hefur verið nokkuð góður það sem af er leiktíðar og þrátt fyrir að Hull muni ábyggilega reyna að skella í lás á heimavelli þá verður hreinlega að gera þá kröfu á Suares, Sturridge og félaga að þeir setji að minnsta kosti eitt mark á gestgjafana. Úr því að Crystal Palace náði að skora mark í síðasta heimaleik, hljóta SAS félagar að geta það!
Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn og spá 2-0 sigri á sunnudaginn.
YNWA!
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu