| Sf. Gutt
TIL BAKA
Árið hafið með sigri!
Liverpool hóf nýtt ár eins og best varð á kosið með 2:0 sigri á Hull City á Anfield og hefndi þar með fyrir slæmt tap fyrir sama liði fyrir mánuði. Luis hélt áfram að skora.
Brendan Rodgers varð að gera tvær breytingar á liði sínu fyrir leikinn því Mamadou Sakho og Joe Allen heltust úr lestinni eftir leikinn á móti Chelsea. Þeir Aly Cissokho og Iago Aspas voru valdir í byrjunarliðið í þeirra stað. Sérstaka gleði vakti að sjá Steven Gerrard meðal varamanna en hann hefur verið meiddur eins og allir vita.
Það mátti sjá frá upphafi að leikmenn voru orðnir þreyttir eftir jólatörnina. Það var ekki mikill hraði í leiknum og lítið um opin færi. Liverpool átti harma að hefna eftir tap fyrir Hull fyrir réttum mánuði. Gestirnir ætluðu líka að ná einhverju á Anfield og léku mjög fast. Sérstaklega fékk Luis Suarez að finna fyrir því.
Liverpool skoraði á 19. mínútu. Luis skallaði þá örugglega í mark eftir aukaspyrnu Philippe Coutinho frá hægri. En markið vær dæmt af vegna rangstæðu. Mátti litlu muna en réttlæta mátti dóminn. Sex mínútum seinna skallaði Luis boltann laglega fyrir fætur Raheem Sterling sem komst inn í vítateiginn vinstra megin en Allan McGregor varði vel með úthlaupi. Rétt á eftir sendi Glen Johnson fyrir á Raheem sem fékk upplagt skallafæri en skalli hans var alveg misheppnaður og Hull slapp.
Liverpool náði þó sem betur fer marki á 36. mínútu. Liverpool fékk hornspyrnu frá hægri eftir að varnarmaður Hull hafði sparkað Luis niður. Hefði átt að dæma aukaspyrnu og bóka varnarmanninn en boltinn hrökk í horn sem kom reyndar vel út. Philippe tók hornið og Daniel stökk manna hæst og skallaði í markið. Glæsilega gert hjá fyrirliða dagsins og nýársgestum á Anfield var léttara fyrst mark var komið.
Liverpool hefði átt að gera út um leikinn undir lok hálfleiksins en tvö dauðafæri fóru forgörðum. Á 42. mínútu lagði Iago upp færi fyrir Jordan Henderson sem fékk boltann í opnu færi við vítateiginn en hann skaut framhjá. Algjört dauðafæri og á lokamínútu hálfleiksins fékk Philippe annað eins færi. Jordan sendi á Brasilíumanninn en frá sama stað við vítateigslínuna skaut hann líka framhjá. Það munaði því aðeins einu marki í hálfleik en hefði átt að muna meiru. Reyndar hefði líka átt að muna í mannafla því Alex Bruce hefði átt að vera rekinn út af eftir að hafa sparkað í Luis í aðdraganda færis Jordan. Hann hafði áður verið bókaður en slapp. Luis fékk á hinn bóginn spjald í hálfleiknum fyrir engar sakir en var sparkaður niður sjálfur reglulega út um allan völl.
Liverpool fór langt með að klára leikinn fimm mínútum eftir leikhlé. Luis var sparkaður niður utan við vítateiginn vinstra megin. Hann tók aukaspyrnuna sjálfur og boltinn fór eins og flugeldur yfir varnarvegginn og hafnaði í netinu úti við stöng vinstra megin. Allan átti ekki möguleika í markinu og enn eitt glæsimarkið hjá Luis.
Á 62. mínútu risu nýársgestir úr sætum og klöppuðu fyrir Steven Gerrard sem kom til leiks eftir meiðsli og skipti við Iago. Liverpool hafði nú leikinn í hendi sér en tíðindalítið var og þreytumerki að sjá á mönnum í báðum liðum. Simon Mignolet hafði ekkert að gera í markinu enda gestirnir bitlausir allan leikinn. Philippe tók góða rispu á 73. mínútu og skaut svo utan vítategis en Allan varði. Þessi snjalli strákur var svo aftur á ferðinni á lokamínútunni þegar hann náði boltanum á sínum eigin vallarhelmingi, lék á þrjá og inn í vítateiginn en Allan varði vel með góðu úthlaupi. Steven var frír en Philippe var sannarlega búinn að vinna fyrir því að reyna að skora sjálfur og markið hefði orðið með þeim fallegri.
Nýársgleðin var fullkomnuð þegar dómarinn flautaði til leiksloka og mikilvægur sigur komst í höfn. Það var nauðsynlegt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki á milli hátíða og þó Liverpool hafi oft leikið betur síðustu vikurnar var gott að ná sigri með seiglu. Mjög góð byrjun á nýja árinu!
Liverpool: Mignolet; Johnson (Toure 55 mín.), Skrtel, Agger, Cissokho; Leiva, Henderson; Sterling (Moses 76. mín.), Coutinho, Aspas (Gerrard 62. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Alberto, Kelly og Rossiter.
Mörk Liverpool: Daniel Agger (36. mín.) og Luis Suarez (50. mín.)
Gult spjald: Luis Suarez.
Hull City: McGregor; Chester, Bruce, Davies, Figueroa; Elmohamady, Livermore, Huddlestone, Koren (Graham 58. mín.), Meyler (Boyd 58. mín.) og Sagbo (Fryatt 58. mín.). Ónotaðir varamenn: Harper, Rosenior, Faye og Quinn.
Gult spjald: Alex Bruce.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.627.
Maður leiksins: Daniel Agger. Sá danski hefur lítið leikið síðustu vikurnar en er nú kominn aftur inn í liðið. Hann lék mjög vel í fyrsta leik ársins. Daniel var mjög traustur í vörninni án þess að mikið reyndi á en hann braut ísinn hinu megin á vellinum með glæsilegum skalla og lagði grunninn að mikilvægum sigri.
Brendan Rodgers: Segja má að þetta hafi verið besti leikur leiktíðarinnar því við erum að ljúka erfiðri leikjadagskrá með þunnskipaðan hóp. Eins og við mátti búast var ekki jafn mikill kraftur í leik okkar og verið hefur en við sýndum mikla seiglu í dag. Það efast enginn um hversu frábær Luis Suarez er. Vegna þess er það svolítið ósanngjarnt að liðið fær ekki það hrós sem það á skilið. Það tala allir um Luis og við vitum að hann er leikmaður í heimsklassa. En þegar hann var ekki í liðinu töpuðum við bara einum leik.
Fróðleikur.
- Daniel Agger skoraði fyrsta markið á árinu 2014. Þetta var fyrsta mark hans á leiktíðinni.
- Luis Suarez skoraði 20. mark sitt á sparktíðinni.
- Liverpool vann sjöunda heimaleik sinn í röð.
- Í þeim leikjum hafa leikmenn Liverpool skorað 25 mörk.
- Luis hefur nú skorað 15 mörk í sjö leikjum á Anfield það sem af er leiktíðar.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Brendan Rodgers varð að gera tvær breytingar á liði sínu fyrir leikinn því Mamadou Sakho og Joe Allen heltust úr lestinni eftir leikinn á móti Chelsea. Þeir Aly Cissokho og Iago Aspas voru valdir í byrjunarliðið í þeirra stað. Sérstaka gleði vakti að sjá Steven Gerrard meðal varamanna en hann hefur verið meiddur eins og allir vita.
Það mátti sjá frá upphafi að leikmenn voru orðnir þreyttir eftir jólatörnina. Það var ekki mikill hraði í leiknum og lítið um opin færi. Liverpool átti harma að hefna eftir tap fyrir Hull fyrir réttum mánuði. Gestirnir ætluðu líka að ná einhverju á Anfield og léku mjög fast. Sérstaklega fékk Luis Suarez að finna fyrir því.
Liverpool skoraði á 19. mínútu. Luis skallaði þá örugglega í mark eftir aukaspyrnu Philippe Coutinho frá hægri. En markið vær dæmt af vegna rangstæðu. Mátti litlu muna en réttlæta mátti dóminn. Sex mínútum seinna skallaði Luis boltann laglega fyrir fætur Raheem Sterling sem komst inn í vítateiginn vinstra megin en Allan McGregor varði vel með úthlaupi. Rétt á eftir sendi Glen Johnson fyrir á Raheem sem fékk upplagt skallafæri en skalli hans var alveg misheppnaður og Hull slapp.
Liverpool náði þó sem betur fer marki á 36. mínútu. Liverpool fékk hornspyrnu frá hægri eftir að varnarmaður Hull hafði sparkað Luis niður. Hefði átt að dæma aukaspyrnu og bóka varnarmanninn en boltinn hrökk í horn sem kom reyndar vel út. Philippe tók hornið og Daniel stökk manna hæst og skallaði í markið. Glæsilega gert hjá fyrirliða dagsins og nýársgestum á Anfield var léttara fyrst mark var komið.
Liverpool hefði átt að gera út um leikinn undir lok hálfleiksins en tvö dauðafæri fóru forgörðum. Á 42. mínútu lagði Iago upp færi fyrir Jordan Henderson sem fékk boltann í opnu færi við vítateiginn en hann skaut framhjá. Algjört dauðafæri og á lokamínútu hálfleiksins fékk Philippe annað eins færi. Jordan sendi á Brasilíumanninn en frá sama stað við vítateigslínuna skaut hann líka framhjá. Það munaði því aðeins einu marki í hálfleik en hefði átt að muna meiru. Reyndar hefði líka átt að muna í mannafla því Alex Bruce hefði átt að vera rekinn út af eftir að hafa sparkað í Luis í aðdraganda færis Jordan. Hann hafði áður verið bókaður en slapp. Luis fékk á hinn bóginn spjald í hálfleiknum fyrir engar sakir en var sparkaður niður sjálfur reglulega út um allan völl.
Liverpool fór langt með að klára leikinn fimm mínútum eftir leikhlé. Luis var sparkaður niður utan við vítateiginn vinstra megin. Hann tók aukaspyrnuna sjálfur og boltinn fór eins og flugeldur yfir varnarvegginn og hafnaði í netinu úti við stöng vinstra megin. Allan átti ekki möguleika í markinu og enn eitt glæsimarkið hjá Luis.
Á 62. mínútu risu nýársgestir úr sætum og klöppuðu fyrir Steven Gerrard sem kom til leiks eftir meiðsli og skipti við Iago. Liverpool hafði nú leikinn í hendi sér en tíðindalítið var og þreytumerki að sjá á mönnum í báðum liðum. Simon Mignolet hafði ekkert að gera í markinu enda gestirnir bitlausir allan leikinn. Philippe tók góða rispu á 73. mínútu og skaut svo utan vítategis en Allan varði. Þessi snjalli strákur var svo aftur á ferðinni á lokamínútunni þegar hann náði boltanum á sínum eigin vallarhelmingi, lék á þrjá og inn í vítateiginn en Allan varði vel með góðu úthlaupi. Steven var frír en Philippe var sannarlega búinn að vinna fyrir því að reyna að skora sjálfur og markið hefði orðið með þeim fallegri.
Nýársgleðin var fullkomnuð þegar dómarinn flautaði til leiksloka og mikilvægur sigur komst í höfn. Það var nauðsynlegt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki á milli hátíða og þó Liverpool hafi oft leikið betur síðustu vikurnar var gott að ná sigri með seiglu. Mjög góð byrjun á nýja árinu!
Liverpool: Mignolet; Johnson (Toure 55 mín.), Skrtel, Agger, Cissokho; Leiva, Henderson; Sterling (Moses 76. mín.), Coutinho, Aspas (Gerrard 62. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Alberto, Kelly og Rossiter.
Mörk Liverpool: Daniel Agger (36. mín.) og Luis Suarez (50. mín.)
Gult spjald: Luis Suarez.
Hull City: McGregor; Chester, Bruce, Davies, Figueroa; Elmohamady, Livermore, Huddlestone, Koren (Graham 58. mín.), Meyler (Boyd 58. mín.) og Sagbo (Fryatt 58. mín.). Ónotaðir varamenn: Harper, Rosenior, Faye og Quinn.
Gult spjald: Alex Bruce.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.627.
Maður leiksins: Daniel Agger. Sá danski hefur lítið leikið síðustu vikurnar en er nú kominn aftur inn í liðið. Hann lék mjög vel í fyrsta leik ársins. Daniel var mjög traustur í vörninni án þess að mikið reyndi á en hann braut ísinn hinu megin á vellinum með glæsilegum skalla og lagði grunninn að mikilvægum sigri.
Brendan Rodgers: Segja má að þetta hafi verið besti leikur leiktíðarinnar því við erum að ljúka erfiðri leikjadagskrá með þunnskipaðan hóp. Eins og við mátti búast var ekki jafn mikill kraftur í leik okkar og verið hefur en við sýndum mikla seiglu í dag. Það efast enginn um hversu frábær Luis Suarez er. Vegna þess er það svolítið ósanngjarnt að liðið fær ekki það hrós sem það á skilið. Það tala allir um Luis og við vitum að hann er leikmaður í heimsklassa. En þegar hann var ekki í liðinu töpuðum við bara einum leik.
Fróðleikur.
- Daniel Agger skoraði fyrsta markið á árinu 2014. Þetta var fyrsta mark hans á leiktíðinni.
- Luis Suarez skoraði 20. mark sitt á sparktíðinni.
- Liverpool vann sjöunda heimaleik sinn í röð.
- Í þeim leikjum hafa leikmenn Liverpool skorað 25 mörk.
- Luis hefur nú skorað 15 mörk í sjö leikjum á Anfield það sem af er leiktíðar.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan