| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Morgan orðinn leikmaður Yeovil
Adam Morgan, 19 ára sóknarmaður félagsins, sem lánaður var til Yeovil í nóvember síðastliðnum er nú formlega orðinn leikmaður félagsins. Hann fékk frjálsa sölu frá Liverpool. Adam hefur raðað inn mörkum fyrir unglinga- og varalið Liverpool síðustu árin og þótt eitt mesta efni félagsins. Sú ákvörðun um að leyfa honum að fara sýnir að þjálfarar Liverpool telja hann ekki verða leikmann í fremstu röð.
Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Yeovil en þeir spila í næst efstu deild Englands og eru í næst neðsta sæti deildarinnar í harðri fallbaráttu. Adam hefur byrjað inn á í þremur leikjum síðan hann var lánaður til þeirra og einu sinni komið inná sem varamaður. Honum hefur ekki tekist að finna netmöskvana ennþá.
Adam Morgan sagði þetta á Twitter aðgangnum sínum fyrr í dag: ,,Ég vil þakka stuðningsmönnum Liverpool fyrir öll skilaboðin, þau eru mér mikilvæg. Ég hef eytt stórum hluta af lífi mínu hjá Liverpool og elskaði hverja mínútu - góðar stundir jafnt sem slæmar. Liverpool verður ávallt lið sem ég elska og styð, og þar verður heimili mitt alltaf, en nú er tími fyrir mig að sýna hvað ég get hjá nýju félagi. Ég hlakka mikið til keppnistímabils sem vonandi verður risastórt fyrir mig."
Adam Morgan spilaði alls þrjá leiki með aðalliði félagsins og komu þeir allir í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Annar leikur hans var gegn Hearts og skoraði hann í leiknum en markið var dæmt af vegna þess að línuvörður taldi boltann hafa farið aftur fyrir endamörk áður en hann var gefinn fyrir. Þótti það mjög tæpt og hver veit hvað hefði gerst ef markið hefði staðið!
Hér má kynna sér allt það helsta um feril Adam Morgan á LFCHISTORY.NET.
Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Yeovil en þeir spila í næst efstu deild Englands og eru í næst neðsta sæti deildarinnar í harðri fallbaráttu. Adam hefur byrjað inn á í þremur leikjum síðan hann var lánaður til þeirra og einu sinni komið inná sem varamaður. Honum hefur ekki tekist að finna netmöskvana ennþá.
Adam Morgan sagði þetta á Twitter aðgangnum sínum fyrr í dag: ,,Ég vil þakka stuðningsmönnum Liverpool fyrir öll skilaboðin, þau eru mér mikilvæg. Ég hef eytt stórum hluta af lífi mínu hjá Liverpool og elskaði hverja mínútu - góðar stundir jafnt sem slæmar. Liverpool verður ávallt lið sem ég elska og styð, og þar verður heimili mitt alltaf, en nú er tími fyrir mig að sýna hvað ég get hjá nýju félagi. Ég hlakka mikið til keppnistímabils sem vonandi verður risastórt fyrir mig."
Adam Morgan spilaði alls þrjá leiki með aðalliði félagsins og komu þeir allir í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Annar leikur hans var gegn Hearts og skoraði hann í leiknum en markið var dæmt af vegna þess að línuvörður taldi boltann hafa farið aftur fyrir endamörk áður en hann var gefinn fyrir. Þótti það mjög tæpt og hver veit hvað hefði gerst ef markið hefði staðið!
Hér má kynna sér allt það helsta um feril Adam Morgan á LFCHISTORY.NET.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan