| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Gullregn á laugardaginn !!
Á laugardaginn kemur lyftum við Liverpool menn okkur upp, fjölmennum á Spot þar sem frábær tilboð eru í gangi fyrir og eftir leik já og auðvitað á meðan honum stendur líka ! Gull getraun og tilkynnt hver heiðursgesturinn á árshátíðinni í mars verður.
Leikur Liverpool og Aston Villa hefst kl. 17:30 og verður margt um dýrðir á Spot í Kópavogi.
Sérstök Gull getraun verður í gangi fyrir leik, þeir sem kaupa stóran Gull geta svarað laufléttri spurningu og dregið verður úr réttum svörum í hálfleik. Vinningshafar leystir út með kassa af Gulli.
Eins og áður sagði verða frábær tilboð í gangi á Spot:
Rúsínan í pylsuendanum er svo tilkynning á heiðursgesti árshátíðarinnar sem verður í mars. Það er ljóst að enginn verður fyrir vonbrigðum með þann gest sem ákveðið hefur að heiðra okkur með nærveru sinni.
Ef einhverntímann er ástæða til að mæta á heimavöll okkar þá er það á laugardaginn.
Að lokum má benda á að ef Luis Suarez skorar í leiknum verður hann fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 9 heimaleikjum í röð í deildinni. Þarna er þá komin enn önnur ástæða þess að lyfta sér upp í góðra vina hópi.
Leikur Liverpool og Aston Villa hefst kl. 17:30 og verður margt um dýrðir á Spot í Kópavogi.
Sérstök Gull getraun verður í gangi fyrir leik, þeir sem kaupa stóran Gull geta svarað laufléttri spurningu og dregið verður úr réttum svörum í hálfleik. Vinningshafar leystir út með kassa af Gulli.
Eins og áður sagði verða frábær tilboð í gangi á Spot:
- Stjór bjór fyrir meðlimi Liverpool klúbbsins (gegn framvísun skírteinis) á 500 kr, tveimur tímum fyrir leik og einnig eftir leikinn til kl 21:00.
- Ostborgari og bjór á 1.500 kr á sama tímaramma.
- "Venjulegt" Liverpool verð á bjór 700kr á meðan leik stendur gegn framvísun skírteinis.
Rúsínan í pylsuendanum er svo tilkynning á heiðursgesti árshátíðarinnar sem verður í mars. Það er ljóst að enginn verður fyrir vonbrigðum með þann gest sem ákveðið hefur að heiðra okkur með nærveru sinni.
Ef einhverntímann er ástæða til að mæta á heimavöll okkar þá er það á laugardaginn.
Að lokum má benda á að ef Luis Suarez skorar í leiknum verður hann fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 9 heimaleikjum í röð í deildinni. Þarna er þá komin enn önnur ástæða þess að lyfta sér upp í góðra vina hópi.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan