| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Aston Villa kl. 17. 30 á laugardaginn á Anfield. Okkar menn veita vonandi meiri mótspyrnu en síðast þegar Villa menn komu í heimsókn.
Leikur Liverpool og Aston Villa á Anfield á síðustu leiktíð var líklega einn allra slappasti leikur okkar manna á heimavelli þá leiktíðina. Flestir bjuggust við sigri Liverpool, enda var liðið á ágætri siglingu um miðjan desember þegar Villa menn mættu á Anfield. Þar að auki kom Luis Suarez aftur inn í liðið eftir leikbann, þannig að útlitið var ágætt. Frammistaða Liverpool var hinsvegar hrein hörmung og leikurinn endaði 3-1 fyrir gestina.
Vonandi verður Liverpool liðið ferskara á fótunum á morgun. Það er þó kannski dálítið súr fyrirboðið að Belginn Christian Benteke hafi skorað sitt fyrsta mark fyrir Villa í marga mánuði um liðna helgi. Það skyldi þó aldrei vera að hann setti okkar menn í vanda á morgun? Hann er ekki alveg óvanur því, hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum gegn Liverpool.
Talið er líklegt að Daniel Sturridge verði í byrjunarliði Liverpool á morgun, en hann skoraði einmitt sigurmark Rauða hersins í fyrri viðureign liðanna á þessu tímabili, þegar Liverpool lagði Villa 0-1 í Birmingham. Þær lokatölur gefa reyndar kannski ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins því markskot Sturridge var eiginlega eina marktilraun Liverpool í leiknum. En sigur er sigur, hvernig sem hann vinnst.
Talið er líklegt að Daniel Sturridge verði í byrjunarliði Liverpool á morgun, en hann skoraði einmitt sigurmark Rauða hersins í fyrri viðureign liðanna á þessu tímabili, þegar Liverpool lagði Villa 0-1 í Birmingham. Þær lokatölur gefa reyndar kannski ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins því markskot Sturridge var eiginlega eina marktilraun Liverpool í leiknum. En sigur er sigur, hvernig sem hann vinnst.
Annars er tapið gegn Aston Villa á Anfield á síðustu leiktíð ekki það eina á síðustu árum. Eiginlega hefur Aston Villa verið hálfgert Bogey lið, þegar kemur að Liverpool. Alveg óháð því hvernig liðinu hefur gengið í deildinni í það og það skiptið, hefur Villa mönnum of oft tekist að veita okkur skráveifu á Anfield. Liverpool hefur til að mynda aðeins unnið einn af síðustu fjórum heimaleikjum sínum gegn Villa. Þar fyrir utan má nefna að Villa mönnum hefur gengið ágætlega á útivöllum í vetur, þrátt fyrir rysjótt gengi í deildinni. Heimavallarform Liverpool á þessari leiktíð gefur þó auðvitað tilefni til bjartsýni, en liðið hefur einungis tapað einum leik á Anfield í vetur. Gegn Southampton.
Aston Villa mun væntanlega tefla fram tveimur nýjum mönnum á morgun, annarsvegar framherjanum Grant Holt sem kominn er í faðm fyrrum framkvæmdastjóra síns Paul Lambert og hinsvegar vinstri bakverðinum Ryan Bertrand, sem Aston Villa hefur fengið að láni frá Chelsea.
Af okkar leikmannamálum er það helst að frétta að Agger, Enrique og Flanagan eru enn meiddir og tvísýnt er með Joe Allen og Mamadou Sakho. Steven Gerrard verður hinsvegar örugglega með og það er kannski áhyggjuefni fyrir Paul Lambert og hans menn, því fyrirliðinn hefur í gegnum tíðina verið iðinn við kolann gegn Aston Villa. Alls hefur hann skorað 11 mörk gegn Villa mönnum, fleiri en gegn nokkru öðru félagi í Úrvalsdeildinni.
Aston Villa mun væntanlega tefla fram tveimur nýjum mönnum á morgun, annarsvegar framherjanum Grant Holt sem kominn er í faðm fyrrum framkvæmdastjóra síns Paul Lambert og hinsvegar vinstri bakverðinum Ryan Bertrand, sem Aston Villa hefur fengið að láni frá Chelsea.
Af okkar leikmannamálum er það helst að frétta að Agger, Enrique og Flanagan eru enn meiddir og tvísýnt er með Joe Allen og Mamadou Sakho. Steven Gerrard verður hinsvegar örugglega með og það er kannski áhyggjuefni fyrir Paul Lambert og hans menn, því fyrirliðinn hefur í gegnum tíðina verið iðinn við kolann gegn Aston Villa. Alls hefur hann skorað 11 mörk gegn Villa mönnum, fleiri en gegn nokkru öðru félagi í Úrvalsdeildinni.
Væntanlega missa Lambert og félagar þó helst svefn yfir Luis Suarez, sem hefur skorað 22 mörk í 16 leikjum í Úrvalsdeild á leiktíðinni. Ótrúlegt form Úrúgvæans fyrir framan markið hlýtur raunar að vera öllum andstæðingum hans áhyggjuefni. Hann skorar að meðaltali á 65 mínútna fresti í deildinni! Geri aðrir betur.
Þeir sem hafa reynt að gagnrýna leikform Suarez í vetur hafa helst getað bent á að hann skorar ekki gegn toppliðunum og flest mörkin koma gegn liðum á neðri helmingi töflunnar. Það bætir tölfræðilega stöðu Aston Villa ekki neitt, því liðið er einmitt í 11. sæti deildarinnar sem stendur.
Sóknarleikur Liverpool hefur gengið vel það sem af er tímabilsins, en varnarleikurinn hefur verið ansi köflóttur. Í síðasta leik voru Kolo Toure og Martin Skrtel í miðverðinum og ef Sakho verður ekki orðinn leikfær á morgun þá er nokkuð ljóst að þeir munu standa saman vaktina aftur. Það er eins fallegt að þeir standi sig betur en á móti Stoke, frammistaða þeirra í þeim leik var alls ekki ásættanleg. Svo ekki sé meira sagt.
Varnarmenn Liverpool eiga oftar en ekki í bölvuðu basli með stóra og stæðilega framherja. Það að belgíska tröllið Christian Benteke sé að vakna til lífsins eru því engar gleðifréttir fyrir Liverpool. Vonandi ná hann og Grant Holt ekki saman strax í fyrsta leik.
Bæði þessi lið eiga það sameiginlegt að varnir þeirra eru ekki þær traustustu á jarðríki. Aston Villa hefur fengið á sig 27 mörk í vetur, Liverpool 26. Þannig að það má alveg gera ráð fyrir því að bæði lið fái á sig mark á morgun. Vonandi verða lyktir leiksins þó í einhverju samræmi við markamun liðanna, en Liverpool er með 25 mörk í plús meðan Aston Villa er með 7 mörk í mínus!
Ég ætla að leyfa mér að vera sæmilega bjartsýnn og spá 2-1 sigri okkar manna.
YNWA!
Þeir sem hafa reynt að gagnrýna leikform Suarez í vetur hafa helst getað bent á að hann skorar ekki gegn toppliðunum og flest mörkin koma gegn liðum á neðri helmingi töflunnar. Það bætir tölfræðilega stöðu Aston Villa ekki neitt, því liðið er einmitt í 11. sæti deildarinnar sem stendur.
Sóknarleikur Liverpool hefur gengið vel það sem af er tímabilsins, en varnarleikurinn hefur verið ansi köflóttur. Í síðasta leik voru Kolo Toure og Martin Skrtel í miðverðinum og ef Sakho verður ekki orðinn leikfær á morgun þá er nokkuð ljóst að þeir munu standa saman vaktina aftur. Það er eins fallegt að þeir standi sig betur en á móti Stoke, frammistaða þeirra í þeim leik var alls ekki ásættanleg. Svo ekki sé meira sagt.
Varnarmenn Liverpool eiga oftar en ekki í bölvuðu basli með stóra og stæðilega framherja. Það að belgíska tröllið Christian Benteke sé að vakna til lífsins eru því engar gleðifréttir fyrir Liverpool. Vonandi ná hann og Grant Holt ekki saman strax í fyrsta leik.
Bæði þessi lið eiga það sameiginlegt að varnir þeirra eru ekki þær traustustu á jarðríki. Aston Villa hefur fengið á sig 27 mörk í vetur, Liverpool 26. Þannig að það má alveg gera ráð fyrir því að bæði lið fái á sig mark á morgun. Vonandi verða lyktir leiksins þó í einhverju samræmi við markamun liðanna, en Liverpool er með 25 mörk í plús meðan Aston Villa er með 7 mörk í mínus!
Ég ætla að leyfa mér að vera sæmilega bjartsýnn og spá 2-1 sigri okkar manna.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan