| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Súrt jafntefli
Liverpool tók á móti Aston Villa á Anfield í dag. Eftir að gestirnir höfðu náð tveggja marka forskoti náðu okkar menn að bjarga hálfu andlitinu og einu stigi.
Brendan Rodgers gerði einungis eina breytingu á byrjunarliðinu frá því í leiknum við Stoke um liðna helgi. Lucas Leiva varð að gera sér að góðu að byrja á bekknum á kostnað Daniel Sturridge, sem byrjaði sinn fyrsta leik síðan 9. nóvember. Þetta þýddi að Stevan Gerrard var aftasti maður á miðjunni í dag.
Daniel Agger, Jon Flanagan, Mamadou Sakho og Jose Enrique eru enn fjarverandi vegna meiðsla, en Joe Allen kom inn í hópinn eftir meiðsli og settist á bekkinn í upphafi leiks.
Það er skemmst frá því að segja að Liverpool liðið var skelfilega lélegt í fyrri hálfleik. Strax á fyrstu mínútu komst Agbonlahor einn innfyrir vörn okkar manna, en til allrar hamingju setti hann tuðruna rétt fram hjá. Og svona hélt leikurinn áfram. Feilsendingar og einbeitingarleysi leikmanna komu okkur hvað eftir annað í vandræði gegn spræku Villa liði.
Á 16. mínútu átti Ashley Westwood hörkuskot að marki heimamanna, en Mignolet varði vel. Tveimur mínútum síðar skaut Andreas Weimann síðan upp í efri hlutann á Kop stúkunni, eftir þriðju stórhættulega feilsendingu Steven Gerrard á eigin vallarhelmingi. Fyrirliðinn ótrúlega sofandi í fyrri hálfleik, rétt eins og flestir félagar hans í dag.
Á 24. mínútu skallaði Ciaran Clark boltann í stöngina, eftir horn sem Kolo Toure gaf gestunum. Það þarf varla að taka það fram að Clark fékk algjörlega frían skalla og þurfti ekki einu sinni að hoppa upp til að ná til boltans, slíkt var slenið á leikmönnum Liverpool. Fyrri hálfleikur rúmlega hálfnaður og okkar menn stálheppnir að vera ekki búnir að fá á sig 2-3 mörk.
Mínútu síðar kom svo markið sem hafði legið í loftinu frá fyrstu mínútu. Það skoraði Weimann eftir góðan undirbúning Agbonlahor og slaka varnarvinnu Steven Gerrard, sem var engan veginn klár í það verkefni að spila aftastur á miðjunni í dag.
Á 36. mínútu skoraði síðan Christian nokkur Benteke annað mark leiksins, eftir að Mignolet hafði slegið boltann í höfuð hans. Úthlaupið hálf skrýtið hjá Mignolet, ekki síður en varnarvinnan hjá Glen Johnson sem þóttist vera að passa belgíska tröllið. Staðan 0-2 á Anfield og forysta gestanna fyllilega verðskulduð.
Í uppbótartíma leit fyrsta almennilega sókn Liverpool í leiknum dagsins ljós. Henni lauk með því að Daniel Sturridge skoraði fallegt mark með hægri fæti, eftir laglega hælsendingu frá Henderson. Staðan 1-2 í leikhléi og örlítil von kviknuð í brjóstum stuðningsmanna Liverpool.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Toure, Skrtel, Cissokho, Henderson, Gerrard, Coutinho (Leiva á 46. mín. (Allen á 66. mín.)), Sterling, Sturridge og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Aspas, Moses, Kelly og Alberto.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge á 46. mín. og Steven Gerrard, víti, á 53. mín.
Aston Villa: Guzan, Lowton, Vlaar, El Ahmadi (Sylla á 62. mín.), Clark, Bertrand (Luna á 81. mín.), Bacuna, Westwood, Weimann, Agbonlahor (Holt á 49. mín.) og Benteke. Ónotaðir varamenn: Gardner, Albrighton, Holt, Sylla, Luna, Steer og Helenius.
Mörk Aston Villa: Andreas Weimann á 25. mín. og Christian Benteke á 36. mín.
Gul spjöld: Leandro Bacuna, Ryan Bertrand, Ciaran Clark og Karim El Ahmadi.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.737.
Maður leiksins: Raheem Sterling. Valið í dag stóð á milli Sterling og Henderson. Þeir voru í raun einu leikmenn Liverpool, hugsanlega að Sturridge frátöldum, sem voru ekki meira og minna hrikalega lélegir í dag. En Sterling er gríðarlega vaxandi leikmaður og er smátt og smátt að þróast í að verða alvöru karlmaður inni á vellinum.
Brendan Rodgers: Við sýndum ekki okkar bestu hliðar í dag, en eftir erfiða byrjun var mikilvægt að ná stigi út úr leiknum. Framherjar Aston Villa voru okkur mjög erfiðir og það var ekki fyrr en við settum aukamann á miðjuna í hálfleik að okkar spil fór að ganga. Frammistaðan í fyrri hálfleiknum var alls ekki nægilega góð. Í rauninni kom mark Sturridge eftir einu almennilegu sókn okkar í öllum hálfleiknum. En markið var glæsilegt.
- Þetta var 11. leikurinn í röð sem hinn ungi Raheem Sterling byrjar fyrir Liverpool.
- Daniel Sturridge skoraði í 13. sinn á sparktíðinni.
- Steven Gerrard skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Steven hefur nú skorað 12 mörk gegn Aston Villa á ferlinum, fleiri en gegn nokkru öðru liði.
- Aston Villa heldur áfram að stríða okkar mönnum á Anfield. Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm heimaleikjum sínum gegn Villa.
- Síðast þegar Liverpool vann Aston Villa á Anfield var Roy Hodgson stjóri Liverpool og Gerard Houllier var stjóri Aston Villa.
Hér má sjá viðbrögð Brendan Rodgers.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Brendan Rodgers gerði einungis eina breytingu á byrjunarliðinu frá því í leiknum við Stoke um liðna helgi. Lucas Leiva varð að gera sér að góðu að byrja á bekknum á kostnað Daniel Sturridge, sem byrjaði sinn fyrsta leik síðan 9. nóvember. Þetta þýddi að Stevan Gerrard var aftasti maður á miðjunni í dag.
Daniel Agger, Jon Flanagan, Mamadou Sakho og Jose Enrique eru enn fjarverandi vegna meiðsla, en Joe Allen kom inn í hópinn eftir meiðsli og settist á bekkinn í upphafi leiks.
Það er skemmst frá því að segja að Liverpool liðið var skelfilega lélegt í fyrri hálfleik. Strax á fyrstu mínútu komst Agbonlahor einn innfyrir vörn okkar manna, en til allrar hamingju setti hann tuðruna rétt fram hjá. Og svona hélt leikurinn áfram. Feilsendingar og einbeitingarleysi leikmanna komu okkur hvað eftir annað í vandræði gegn spræku Villa liði.
Á 16. mínútu átti Ashley Westwood hörkuskot að marki heimamanna, en Mignolet varði vel. Tveimur mínútum síðar skaut Andreas Weimann síðan upp í efri hlutann á Kop stúkunni, eftir þriðju stórhættulega feilsendingu Steven Gerrard á eigin vallarhelmingi. Fyrirliðinn ótrúlega sofandi í fyrri hálfleik, rétt eins og flestir félagar hans í dag.
Á 24. mínútu skallaði Ciaran Clark boltann í stöngina, eftir horn sem Kolo Toure gaf gestunum. Það þarf varla að taka það fram að Clark fékk algjörlega frían skalla og þurfti ekki einu sinni að hoppa upp til að ná til boltans, slíkt var slenið á leikmönnum Liverpool. Fyrri hálfleikur rúmlega hálfnaður og okkar menn stálheppnir að vera ekki búnir að fá á sig 2-3 mörk.
Mínútu síðar kom svo markið sem hafði legið í loftinu frá fyrstu mínútu. Það skoraði Weimann eftir góðan undirbúning Agbonlahor og slaka varnarvinnu Steven Gerrard, sem var engan veginn klár í það verkefni að spila aftastur á miðjunni í dag.
Á 36. mínútu skoraði síðan Christian nokkur Benteke annað mark leiksins, eftir að Mignolet hafði slegið boltann í höfuð hans. Úthlaupið hálf skrýtið hjá Mignolet, ekki síður en varnarvinnan hjá Glen Johnson sem þóttist vera að passa belgíska tröllið. Staðan 0-2 á Anfield og forysta gestanna fyllilega verðskulduð.
Í uppbótartíma leit fyrsta almennilega sókn Liverpool í leiknum dagsins ljós. Henni lauk með því að Daniel Sturridge skoraði fallegt mark með hægri fæti, eftir laglega hælsendingu frá Henderson. Staðan 1-2 í leikhléi og örlítil von kviknuð í brjóstum stuðningsmanna Liverpool.
Eitthvað hlýtur Brendan Rodgers að hafa lesið yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik því það var allt annað sjá til Liverpool liðsins eftir hlé. Lucas Leiva kom inn í staðinn fyrir arfaslakan Coutinho og við þær breytingar færði Steven Gerrard sig framar á völlinn, þar sem hann nýttist mun betur en í hlutverki varnartengiliðs. Því miður staldraði Lucas reyndar ekki lengi við því á 66. mínútu meiddist hann á hné og varð að yfirgefa völlinn. Joe Allen kom í hans stað.
Á 53. mínútu kom jöfnunarmarkið. Þar var Gerrard að verki, en hann skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir að Brad Guzan markvörður Villa hafði fellt Suarez inni í teig. Guzan fór reyndar í rétt horn í vítinu, en spyrna fyrirliðans var of föst og of hnitmiðuð fyrir hann. Staðan orðin 2-2 og okkar menn farnir að sjá til sólar.
En þrátt fyrir að Liverpool hafi náð tökum á leiknum í síðari hálfleik og náð að skapa sér nokkur ágæt færi tókst okkar mönnum ekki að bæta við fleiri mörkum. Á 77. mínútu átti Henderson gott skot að marki Villa, en Guzan varði vel og fáeinum mínútum síðar skaut Suarez rétt framhjá vinklinum úr aukaspyrnu.
Niðurstaðan á Anfield í dag 2-2 jafntefli í afar kaflaskiptum leik, sem okkar menn hljóta að skammast sín fyrir. Það verður að gera þá kröfu á liðið að það mæti tilbúið til leiks í alla leiki. Ekki síst þegar andstæðingurinn er lið sem hefur óþolandi oft gert okkur skráveifu á Anfield hin síðari ár.
Á 53. mínútu kom jöfnunarmarkið. Þar var Gerrard að verki, en hann skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir að Brad Guzan markvörður Villa hafði fellt Suarez inni í teig. Guzan fór reyndar í rétt horn í vítinu, en spyrna fyrirliðans var of föst og of hnitmiðuð fyrir hann. Staðan orðin 2-2 og okkar menn farnir að sjá til sólar.
En þrátt fyrir að Liverpool hafi náð tökum á leiknum í síðari hálfleik og náð að skapa sér nokkur ágæt færi tókst okkar mönnum ekki að bæta við fleiri mörkum. Á 77. mínútu átti Henderson gott skot að marki Villa, en Guzan varði vel og fáeinum mínútum síðar skaut Suarez rétt framhjá vinklinum úr aukaspyrnu.
Niðurstaðan á Anfield í dag 2-2 jafntefli í afar kaflaskiptum leik, sem okkar menn hljóta að skammast sín fyrir. Það verður að gera þá kröfu á liðið að það mæti tilbúið til leiks í alla leiki. Ekki síst þegar andstæðingurinn er lið sem hefur óþolandi oft gert okkur skráveifu á Anfield hin síðari ár.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Toure, Skrtel, Cissokho, Henderson, Gerrard, Coutinho (Leiva á 46. mín. (Allen á 66. mín.)), Sterling, Sturridge og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Aspas, Moses, Kelly og Alberto.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge á 46. mín. og Steven Gerrard, víti, á 53. mín.
Aston Villa: Guzan, Lowton, Vlaar, El Ahmadi (Sylla á 62. mín.), Clark, Bertrand (Luna á 81. mín.), Bacuna, Westwood, Weimann, Agbonlahor (Holt á 49. mín.) og Benteke. Ónotaðir varamenn: Gardner, Albrighton, Holt, Sylla, Luna, Steer og Helenius.
Mörk Aston Villa: Andreas Weimann á 25. mín. og Christian Benteke á 36. mín.
Gul spjöld: Leandro Bacuna, Ryan Bertrand, Ciaran Clark og Karim El Ahmadi.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.737.
Maður leiksins: Raheem Sterling. Valið í dag stóð á milli Sterling og Henderson. Þeir voru í raun einu leikmenn Liverpool, hugsanlega að Sturridge frátöldum, sem voru ekki meira og minna hrikalega lélegir í dag. En Sterling er gríðarlega vaxandi leikmaður og er smátt og smátt að þróast í að verða alvöru karlmaður inni á vellinum.
Brendan Rodgers: Við sýndum ekki okkar bestu hliðar í dag, en eftir erfiða byrjun var mikilvægt að ná stigi út úr leiknum. Framherjar Aston Villa voru okkur mjög erfiðir og það var ekki fyrr en við settum aukamann á miðjuna í hálfleik að okkar spil fór að ganga. Frammistaðan í fyrri hálfleiknum var alls ekki nægilega góð. Í rauninni kom mark Sturridge eftir einu almennilegu sókn okkar í öllum hálfleiknum. En markið var glæsilegt.
Fróðleikur:
- Þetta var 11. leikurinn í röð sem hinn ungi Raheem Sterling byrjar fyrir Liverpool.
- Daniel Sturridge skoraði í 13. sinn á sparktíðinni.
- Steven Gerrard skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Steven hefur nú skorað 12 mörk gegn Aston Villa á ferlinum, fleiri en gegn nokkru öðru liði.
- Aston Villa heldur áfram að stríða okkar mönnum á Anfield. Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm heimaleikjum sínum gegn Villa.
- Síðast þegar Liverpool vann Aston Villa á Anfield var Roy Hodgson stjóri Liverpool og Gerard Houllier var stjóri Aston Villa.
Hér má sjá viðbrögð Brendan Rodgers.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan