| Sf. Gutt
TIL BAKA
Steven Gerrard með 650 leiki!
Steven Gerrard heldur áfram að ná merkum áföngum. Á móti Stoke City um daginn, þegar Liverpool vann 3:5 á Britannia leikvanginum, lék hann 650. leik sinn fyrir hönd Liverpool. Steven lék sinn fyrsta leik með Liverpool í nóvember 1998 og ferill hans hjá aðalliðinu er nú á sextánda ári. Steven hefur nú leikið jafn marga leiki og bakvörðurinn frægi Phil Neal. Aðeins fimm leikmenn hafa leikið fleiri leiki með Liverpool.
Það kom varla nokkrum manni á óvart að Steven Gerrard skyldi skora í leiknum enda hefur hann oft gert það í tímamótaleikjum sínum. Þetta var 163. mark hans fyrir Liverpool. Steven er nú sjöundi markahæsti leikmaður félagsins.
Það kom varla nokkrum manni á óvart að Steven Gerrard skyldi skora í leiknum enda hefur hann oft gert það í tímamótaleikjum sínum. Þetta var 163. mark hans fyrir Liverpool. Steven er nú sjöundi markahæsti leikmaður félagsins.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan