| Sf. Gutt
Vörn Liverpool er heldur þunnskipuð um þessar mundir og það á eftir að reyna á hana gegn Everton í kvöld. Sóknarmenn Liverpool, Luis Suarez og Daniel Sturridge, eru líklegir til að skora en Kolo Toure segir að vörnin verði líka að standa sig svo sigur geti unnist.
,,Ég hef engar áhyggjur af sókninni. Með þessa tvo í sókninni þá er ekki neinn vafi á því að við getum skorað hvenær sem er. Þannig að ef við náum að hafa vörnina þétta þá munu þeir sjá um málið. Það stendur upp á okkur í vörninni og á miðjunni að verjast vel svo við fáum ekki mörk á okkur. Það má ekkert út af bera og smæstu mistök geta skipt sköpum. Úrslitin ráðast af því hverjir eru einbeittari og vilja leggja meira á sig."
Kolo Toure er þrautreyndur varnarmaður og hefur leikið í grannarimmum í London, milli Arsenal og Tottenham, og milli liðanna í Manchester. Nú bætist Liverpool slagur í reynslubankann.
,,Ég hef ekki reynslu af Liverpool rimmu en vonandi fæ ég tækifæri núna. Ef ég fæ að spila get ég borið þessa rimmu saman við aðra ,,derby" leiki sem ég hef spilað í og séð hver er best."
Kolo Toure er aðeins farinn að reskjast. En reynsla hans gæti skipt miklu máli í kvöld og vonandi á hann eftir að binda vörnina vel saman og stjórna félögum sínum í vörninni svo að vel gangi.
TIL BAKA
Við þurfum líka að standa okkur!

,,Ég hef engar áhyggjur af sókninni. Með þessa tvo í sókninni þá er ekki neinn vafi á því að við getum skorað hvenær sem er. Þannig að ef við náum að hafa vörnina þétta þá munu þeir sjá um málið. Það stendur upp á okkur í vörninni og á miðjunni að verjast vel svo við fáum ekki mörk á okkur. Það má ekkert út af bera og smæstu mistök geta skipt sköpum. Úrslitin ráðast af því hverjir eru einbeittari og vilja leggja meira á sig."
Kolo Toure er þrautreyndur varnarmaður og hefur leikið í grannarimmum í London, milli Arsenal og Tottenham, og milli liðanna í Manchester. Nú bætist Liverpool slagur í reynslubankann.
,,Ég hef ekki reynslu af Liverpool rimmu en vonandi fæ ég tækifæri núna. Ef ég fæ að spila get ég borið þessa rimmu saman við aðra ,,derby" leiki sem ég hef spilað í og séð hver er best."
Kolo Toure er aðeins farinn að reskjast. En reynsla hans gæti skipt miklu máli í kvöld og vonandi á hann eftir að binda vörnina vel saman og stjórna félögum sínum í vörninni svo að vel gangi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan