| Sf. Gutt
Simon Mignolet kom að sjálfsögðu í markið eftir bikarleikinn um helgina og líkt og búist var við var Jon Flanagan settur í stöðu vinstri bakvarðar. Philippe Coutinho kom líka inn í liðið. Það var ljóst frá fyrstu andartökum þessa leiks að það yrði ekkert gefið eftir. Ekki að nokkrum kæmi það til hugar!
Everton átti fyrstu marktilraunina eftir mínútu þegar hinn efnilegi Ross Barkley tók ripsu fram völlinn en fast langskot hans fór rétt yfir. Liverpool svaraði og Jordan Henderson tók boltann á lofti utan vítateigs en Tim Howard sló boltann frá. Á 8. mínútu hrökk boltinn til Luis Suarez utan við vítateiginn en Tim varði skot hans í horn. Eftir hornið sendi Steven Gerrard á Jordan en hann mokaði boltanum yfir úr góðri skotstöðu. Svipað hjá honum og á móti Bournemouth um helgina.
Boltinn gekk hratt um allan völl og Bláliðar voru ekki síður baráttuglaðir en þeir Rauðu. Á 18. mínútu sendi Daniel Sturridge frábæra sendingu inn fyrir vörn Everton. Hann komst einn á móti Tim en Bandaríkjamaðurinn varði með góðu úthlaupi. Á 21. mínútu braut Liverpool ísinn í rigningunni. Luis tók horn frá vinstri. Hann sendi fasta spyrnu fyrir á nærstöngina og þar stökk Steven Gerrard manna hæst og stangaði boltann í markið af miklum krafti. Algjörlega magnað mark og fyrirliðinn svo og allir aðrir Rauðliðar gengu af göflunum. Snilldin ein! Um leið og markinu var fagnað var Romelu Lukaku borinn af velli og miðað við markaskorun hans á móti Liverpool þá var það til bóta.
Á 27. mínútu átti Daniel Sturridge gott bogaskot við vítateiginn vinstra megin sem fór rétt yfir fjærhornið. Everton náði í kjölfarið nokkrum hörðum sóknum. Kevin Mirallas tók rispu inn í vítateiginn og kom boltanum á Phil Jagielka sem náði góðu skoti úr miðjum vítateig en Simon Mignolet var vandanum vaxinn og varði. Gareth Barry fylgdi á eftir en skot hans fór víðsfjarri. Litlu síðar átti Kevin skot við vítateiginn sem smaug framhjá. Eftir þetta átti Everton ekki möguleika!
Á 33. mínútu náði Liverpool snöggri sókn. Við miðjuna átti Philippe Coutinho frábæra sendingu inn fyrir vörn Everton á Daniel Sturridge sem slapp einn í gegn. Þessi magnaði framherji gerði engin mistök og smellti boltanum framhjá Tim þegar hann var kominn inn í vítateiginn. Mögnuð afgreiðsla og fögnuðurinn mikill. Fögnuðurinn var vart búinn þegar Daniel skoraði aftur! Kolo Toure sendi langa sendingu fram völlinn, Daniel elti og eftir að boltinn hafði skoppað við vítateigslínuna lyfti hann boltanum meistaralega yfir Tim sem var kominn lengst út úr markinu. Algjörlega ótrúleg afgreiðsla og nú var Liverpool heldur betur með undirtökin eftir tvö mörk á þremur mínútum. Staðan var því aldeilis góð í leikhléinu!
Everton reyndi að bæta úr og koma í veg fyrir enn stærra tap en Liverpool hefði allt í höndum sér. Hver einasti leikmaður Liverpool hélt áfram á fullu og það gáfust færi á fleiri mörkum. Eftir 60. mínútur fékk Philippe boltann eftir horn en skot hans úr þröngu færi vinstra megin strauk stöngina framhjá. Á 70. mínútu komst Daniel inn í vítateiginn eftir magnað upphlaup en hann missti boltann og hefði átt að gefa á Luis sem var í dauðafæri. Luis var heldur ekki ánægður en skiljanlegt var að Daniel vildi ná þrennunni! Daniel fór eftir þetta af velli og þó hann hefði misnotað tvö góð færi var ekki annað hægt en að dást af mörkunum hans tveimur sem fóru svo langt með að skapa sigurinn.
Mörkin urðu ekki fleiri og Everton slapp við enn stærra tap. Líklega hefur þeim Bláu þótt nóg um 4:0 tap sem hefði vel getað verið stærra. Stuðningsmenn Liverpool skemmtu sér konunglega þar til leikurinn var flautaður af og þjóðsögnurinn var sunginn af miklum þrótti undir lokin. Þetta var einfaldlega besti leikur Liverpool á leiktíðinni og þessi sigur á Everton fer í annála. Algjör snilld innan vallar sem utan og þessi kvöldstund í Musterinu verður lengi í minnum höfð. Betra gerist það ekki og nú er að halda áfram á sömu braut!!!
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (21. mín.), Daniel Sturridge (33. og 35. mín.) og Luis Suarez (50. mín.).
Everton: Howard; Stones, Alcaraz, Jagielka, Baines; McCarthy, Barry; Mirallas, Barkley (McGeady 76. mín.), Pienaar (Osman 46. mín.) og Lukaku (Naismith 25. mín.). Ónotaðir varamenn: Robles, Hibbert, Gueye, Osman og Garbutt.
Gul spjöld: Steven Pienaar, Gareth Barry og Kevin Mirallas.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.450.
Brendan Rodgers: Ég er í skýjunum fyrir hönd leikmannanna og auðvitað stuðningsmannanna. Ég veit að það eru miklar tilfinningar í spilinu hér á Merseyside fyrir grannaleikina. Liðið lék frábærlega. Vörnin var góð, skyndisóknar okkar voru snilldarlegar og við höfðum góða stjórn á öllu.
Fróðleikur.
- Þetta var 222. leikur Liverpool og Everton í öllum keppnum.
- Liverpool hefur unnið 88 leiki, Everton 66 og jafnteflin eru 68.
- Þetta var stærsti sigur Liverpool á Everton frá því í nóvember 1982. Liverpool vann þá 0:5 á Goodison Park.
- Liverpool vann síðast svona stóran sigur á Everton á Anfield Road í mars 1972. Sama markatala var þá uppi á teningnum.
- Everton hefur ekki unnið á Anfield Road á þessari öld!
- Steven Gerrard skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
- Hann lék sinn 31. leik á móti Everton og skoraði í níunda sinn.
- Daniel Sturridge er nú kominn með 16 mörk á keppnistímabilinu.
- Luis Suarez skoraði sitt 23. mark á sparktíðinni.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Everton eftir að Brendan Rodgers tók við. Jafntefli hafði orðið í fyrstu þremur leikjunum undir hans stjórn.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Metro.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers.
TIL BAKA
Rauði herinn sýndi mátt sinn!
Simon Mignolet kom að sjálfsögðu í markið eftir bikarleikinn um helgina og líkt og búist var við var Jon Flanagan settur í stöðu vinstri bakvarðar. Philippe Coutinho kom líka inn í liðið. Það var ljóst frá fyrstu andartökum þessa leiks að það yrði ekkert gefið eftir. Ekki að nokkrum kæmi það til hugar!
Everton átti fyrstu marktilraunina eftir mínútu þegar hinn efnilegi Ross Barkley tók ripsu fram völlinn en fast langskot hans fór rétt yfir. Liverpool svaraði og Jordan Henderson tók boltann á lofti utan vítateigs en Tim Howard sló boltann frá. Á 8. mínútu hrökk boltinn til Luis Suarez utan við vítateiginn en Tim varði skot hans í horn. Eftir hornið sendi Steven Gerrard á Jordan en hann mokaði boltanum yfir úr góðri skotstöðu. Svipað hjá honum og á móti Bournemouth um helgina.
Boltinn gekk hratt um allan völl og Bláliðar voru ekki síður baráttuglaðir en þeir Rauðu. Á 18. mínútu sendi Daniel Sturridge frábæra sendingu inn fyrir vörn Everton. Hann komst einn á móti Tim en Bandaríkjamaðurinn varði með góðu úthlaupi. Á 21. mínútu braut Liverpool ísinn í rigningunni. Luis tók horn frá vinstri. Hann sendi fasta spyrnu fyrir á nærstöngina og þar stökk Steven Gerrard manna hæst og stangaði boltann í markið af miklum krafti. Algjörlega magnað mark og fyrirliðinn svo og allir aðrir Rauðliðar gengu af göflunum. Snilldin ein! Um leið og markinu var fagnað var Romelu Lukaku borinn af velli og miðað við markaskorun hans á móti Liverpool þá var það til bóta.
Á 27. mínútu átti Daniel Sturridge gott bogaskot við vítateiginn vinstra megin sem fór rétt yfir fjærhornið. Everton náði í kjölfarið nokkrum hörðum sóknum. Kevin Mirallas tók rispu inn í vítateiginn og kom boltanum á Phil Jagielka sem náði góðu skoti úr miðjum vítateig en Simon Mignolet var vandanum vaxinn og varði. Gareth Barry fylgdi á eftir en skot hans fór víðsfjarri. Litlu síðar átti Kevin skot við vítateiginn sem smaug framhjá. Eftir þetta átti Everton ekki möguleika!
Á 33. mínútu náði Liverpool snöggri sókn. Við miðjuna átti Philippe Coutinho frábæra sendingu inn fyrir vörn Everton á Daniel Sturridge sem slapp einn í gegn. Þessi magnaði framherji gerði engin mistök og smellti boltanum framhjá Tim þegar hann var kominn inn í vítateiginn. Mögnuð afgreiðsla og fögnuðurinn mikill. Fögnuðurinn var vart búinn þegar Daniel skoraði aftur! Kolo Toure sendi langa sendingu fram völlinn, Daniel elti og eftir að boltinn hafði skoppað við vítateigslínuna lyfti hann boltanum meistaralega yfir Tim sem var kominn lengst út úr markinu. Algjörlega ótrúleg afgreiðsla og nú var Liverpool heldur betur með undirtökin eftir tvö mörk á þremur mínútum. Staðan var því aldeilis góð í leikhléinu!
Everton reyndi að bæta úr og koma í veg fyrir enn stærra tap en Liverpool hefði allt í höndum sér. Hver einasti leikmaður Liverpool hélt áfram á fullu og það gáfust færi á fleiri mörkum. Eftir 60. mínútur fékk Philippe boltann eftir horn en skot hans úr þröngu færi vinstra megin strauk stöngina framhjá. Á 70. mínútu komst Daniel inn í vítateiginn eftir magnað upphlaup en hann missti boltann og hefði átt að gefa á Luis sem var í dauðafæri. Luis var heldur ekki ánægður en skiljanlegt var að Daniel vildi ná þrennunni! Daniel fór eftir þetta af velli og þó hann hefði misnotað tvö góð færi var ekki annað hægt en að dást af mörkunum hans tveimur sem fóru svo langt með að skapa sigurinn.
Mörkin urðu ekki fleiri og Everton slapp við enn stærra tap. Líklega hefur þeim Bláu þótt nóg um 4:0 tap sem hefði vel getað verið stærra. Stuðningsmenn Liverpool skemmtu sér konunglega þar til leikurinn var flautaður af og þjóðsögnurinn var sunginn af miklum þrótti undir lokin. Þetta var einfaldlega besti leikur Liverpool á leiktíðinni og þessi sigur á Everton fer í annála. Algjör snilld innan vallar sem utan og þessi kvöldstund í Musterinu verður lengi í minnum höfð. Betra gerist það ekki og nú er að halda áfram á sömu braut!!!
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (21. mín.), Daniel Sturridge (33. og 35. mín.) og Luis Suarez (50. mín.).
Everton: Howard; Stones, Alcaraz, Jagielka, Baines; McCarthy, Barry; Mirallas, Barkley (McGeady 76. mín.), Pienaar (Osman 46. mín.) og Lukaku (Naismith 25. mín.). Ónotaðir varamenn: Robles, Hibbert, Gueye, Osman og Garbutt.
Gul spjöld: Steven Pienaar, Gareth Barry og Kevin Mirallas.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.450.
Brendan Rodgers: Ég er í skýjunum fyrir hönd leikmannanna og auðvitað stuðningsmannanna. Ég veit að það eru miklar tilfinningar í spilinu hér á Merseyside fyrir grannaleikina. Liðið lék frábærlega. Vörnin var góð, skyndisóknar okkar voru snilldarlegar og við höfðum góða stjórn á öllu.
Fróðleikur.
- Þetta var 222. leikur Liverpool og Everton í öllum keppnum.
- Liverpool hefur unnið 88 leiki, Everton 66 og jafnteflin eru 68.
- Þetta var stærsti sigur Liverpool á Everton frá því í nóvember 1982. Liverpool vann þá 0:5 á Goodison Park.
- Liverpool vann síðast svona stóran sigur á Everton á Anfield Road í mars 1972. Sama markatala var þá uppi á teningnum.
- Everton hefur ekki unnið á Anfield Road á þessari öld!
- Steven Gerrard skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
- Hann lék sinn 31. leik á móti Everton og skoraði í níunda sinn.
- Daniel Sturridge er nú kominn með 16 mörk á keppnistímabilinu.
- Luis Suarez skoraði sitt 23. mark á sparktíðinni.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Everton eftir að Brendan Rodgers tók við. Jafntefli hafði orðið í fyrstu þremur leikjunum undir hans stjórn.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Metro.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan