| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Ótrúlegur sigur á toppliðinu !
Arsenal grýlan, eins og svo margar aðrar á þessu tímabili, var heldur betur jörðuð er Skytturnar komu í heimsókn á Anfield. Heimsókn sem þeir vildu helst hafa sleppt eftir aðeins 20 mínútna leik.
Fyrir leikinn var minning Tony Hately heiðruð en hann lést í vikunni. Tony lék með Liverpool frá 1967 til 1968. Hann spilaði 56 leiki og skoraði 28 mörk. Brendan Rodgers stillti upp óbreyttu liði þriðja leikinn í röð og virðist hann vera kominn með góða trú á það skipulag sem komið er á liðið með þessari uppstillingu.
Líkt og gegn Everton í síðasta heimaleik byrjuðu leikmenn Liverpool með miklum látum. Eftir aðeins mínútu skoraði Martin Skrtel með hnénu rétt við markteiginn eftir aukaspyrnu Steven Gerrard frá vinstri kanti. Óskabyrjun gegn toppliðinu heldur betur.
Arsenal menn tóku miðju og reyndu að spila sinn leik en fengu hreinlega engan frið fyrir frábærri pressu heimamanna. Þeir náðu þó að komast inní vítateig skömmu síðar og var Giroud í ágætri stöðu gegn Skrtel en Slóvakinn gerði vel og tók af honum boltann. Á 5. mínútu vannst boltinn á eigin vallarhelmingi og hröð sókn hófst sem endaði með skoti frá Sturridge sem var varið. Gestirnir fengu hornspyrnu á 8. mínútu eftir misskilning Mignolet og Flanagan en engin hætta skapaðist. Tveim mínútum síðar lá boltinn aftur í netinu hjá gestunum og aftur var Skrtel að verki eftir sendingu frá Gerrard. Að þessu sinni var það hornspyrna frá hægri sem fyrirliðinn tók. Skallinn hjá Skrtel var glæsilegur, boltinn fór í boga upp í fjærhornið óverjandi fyrir varnarmanninn sem stóð á línunni sem og markvörðinn. Aðdragandinn að hornspyrnunni var skemmtilegur, Jon Flanagan var kominn inní vítateig og í ágætt en þröngt skotfæri og skot hans var varið.
Þrátt fyrir að vera komnir í 2-0 slökuðu menn ekkert á. Skömmu síðar hefði Sturridge átt að skora er boltinn vannst á miðjunni, sending barst fram á Suarez sem sendi hann í fyrsta innfyrir á Sturridge sem var kominn einn í gegn og Szczesny langt út á móti. Daniel lyfti boltanum en því miður hitti hann ekki á markið. Mínútu síðar var aftur gríðarleg hætta er Sterling komst upp að endamörkum vinstra megin, sending hans fyrir markið var svo bjargað í horn. Sem fyrr tók Gerrard hornspyrnuna og sendi hann boltann beint út á miðjan vítateiginn þar sem Suarez tók við boltanum með einni snertingu og þrumaði svo að marki í þeirri næstu. Boltinn endaði í stönginni og skaust út í teiginn þar sem Kolo Toure var ekki alveg nógu fljótur að bregðast við, boltinn fór í hann en svo framhjá tómu markinu. Ótrúlegur leikur heimamanna og eitthvað hlaut undan að láta þó svo að staðan væri 2-0.
Þriðja markið var ekki langt undan, frábær pressa hjá Henderson á miðjunni gegn Özil varð til þess að Þjóðverjinn missti boltann. Henderson skeiðaði í átt að marki, sendi boltann út til hægri á Suarez sem sendi hann strax innfyrir. Á fjærstönginni voru Sterling og Sturridge mættir og Sterling var fyrri til, sendi boltann auðveldlega í markið og staðan orðin 3-0 eftir aðeins 17 mínútur.
Nú væri rétt að skrifa að að heimamenn hafi eitthvað slakað aðeins á en það var nú aldeilis ekki, maður man bara ekki eftir að hafa skrifað svona leiksksýrslu áður. Á 20. mínútu komst Coutinho inní sendingu frá Özil og hann var ekkert að tvínóna við hlutina, hljóp aðeins framávið og sendi svo ótrúlega sendingu innfyrir á Sturridge sem var kominn einn í gegn. Nú klikkaði hann ekki og sendi boltann rakleiðis í fjærhornið. Stöldrum aðeins við og kíkjum á stöðuna eftir 20 mínútna leik gegn toppliði deildarinnar. Staðan var 4-0 og í raun voru gestirnir heppnir að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig.
Loksins leyfðu Liverpool menn sér aðeins að anda rólega og það sem eftir lifði hálfleiks var fremur tíðindalítið og staðan því 4-0 í hálfleik. Liðin komu óbreytt til leiks í síðari hálfleik og nú hlytu gestirnir að sýna hvað í þeim býr. Þeir voru þó ekki fyrstir til að skora því Raheem Sterling skoraði gott mark á 51. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá Kolo Toure innfyrir, náði valdi á boltanum með tánni, leik lengra inní vítateig og skaut að marki. Szczesny varði en boltinn fór beint fyrir fætur Sterling sem átti þá auðvelt verk fyrir höndum að skora. Staðan orðin 5-0 og áfram héldu stuðningsmenn Liverpool vart að trúa sínum eigin augum.
Arsenal menn náðu nú loksins aðeins að sýna hvað þeir geta og þurfti Mignolet að gera vel er Wilshere skaut að marki. Hinu megin þurfti Szczesny í marki Arsenal að vera vel á verði er Suarez skaut að marki langt utan af velli. Einhverjum mínútum síðar komst Henderson í góða stöðu hægra megin í teignum eftir hreint ótrúlega sendingu frá Coutinho sem hafði þá rétt áður fíflað þrjá leikmenn Arsenal á miðjunni. Henderson skaut framhjá er það hefði kannski verið skynsamlegra að senda fyrir markið þar sem Suarez kom aðvífandi. Gestirnir fengu svo vítaspyrnu á 69. mínútu er Gerrard braut á Oxlade-Chamberlain í teignum. Á punktinn fór Arteta og skoraði hann örugglega framhjá Mignolet. Þeir stuðningsmenn Arsenal sem ekki enn voru farnir heim á leið fögnuðu markinu gríðarlega og hófu nú söngva um að þeir myndu vinna leikinn 6-5. Sú varð auðvitað ekki raunin og besta færi það sem eftir lifði leiks féll Sterling í skaut en hann setti boltann framhjá markinu þegar Aspas var í ágætu færi inná miðjum teig. Ungliðinn vildi hins vegar ólmur reyna að ná þrennunni og er það vel skiljanlegt.
Skömmu síðar voru þrautir Arsenal manna á enda er dómarinn flautaði til leiksloka. Hreint út sagt stórkostlegur leikur okkar manna og undirritaður man varla eftir öðrum eins yfirburðum gegn liði sem sat á toppi deildarinnar þegar það mætti til leiks. Auk þess hafði þetta ágæta lið haft gott tak á okkar mönnum hingað til.
Liverpool: Mignolet, Flanagan, Skrtel, Toure, Cissokho, Gerrard (Ibe, 76. mín.), Henderson, Coutinho, Sterling, Sturridge (Allen, 66. mín.) og Suarez (Aspas, 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Kelly, Alberto og Moses.
Mörk Liverpool: Martin Skrtel (1. og 10. mín.), Raheem Sterling (16. og 52. mín.) og Daniel Sturridge (20. mín.).
Gult spjald: Jordan Henderson.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Koscielny, Monreal (Gibbs, 61. mín.), Arteta, Wilshere, Özil (Rosicky, 61. mín.), Oxlade-Chamberlain, Cazorla og Giroud (Podolski, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Fabianski, Jenkinson, Bendtner og Gnabry.
Mark Arsenal: Mikel Arteta, víti, (69. mín.).
Gul spjöld: Olivier Giroud og Jack Wilshere.
Áhorfendur á Anfield: 44.701.
Maður leiksins: Hvern á að velja þegar liðið allt spilar svona frábærlega ? Það er erfitt en Raheem Sterling hlýtur nafnbótina að þessu sinni þar sem hann skoraði jú tvö mörk og var ógnandi allan leikinn. Reyndar eins og flestir leikmenn liðsins. En einhver verður að vera fyrir valinu og Sterling sem hefur vaxið gríðarlega á þessu tímabili, aðallega sem leikmaður en ekki á hæðina, er maður leiksins.
Brendan Rodgers: ,,Í dag spiluðum við gegn liði sem er mjög reynslumikið og hefur leitt deildina mestan part tímabilsins. Við vorum frábærir í dag, glæsileg frammistaða í svo mikilvægum leik milli þessara tveggja liða. Við vinnum gríðarlega vinnu í okkar pressu. Mér finnst alltaf að þegar við pressum vel þá getum við einnig sent boltann vel á milli manna. Að spila svona leik, og ná ekki bara svona úrslitum, heldur sú frammistaða sem var sýnd hér í dag var í raun út úr þessum heimi. Ég er virkilega ánægður og þetta er enn eitt merkið um að við erum að verða betri og erum sífellt að bæta okkur."
- Þetta var stærsti sigur á Arsenal á Anfield síðan árið 1964 er 5-0 sigur vannst. Síðast vannst 5-1 sigur á Skyttunum árið 1910 !
- Daniel Sturridge hefur skorað 15 mörk í 17 leikjum í Úrvalsdeildinni á tímabilinu. Alls hefur hann skorað 18 mörk í öllum keppnum.
- Martin Skrtel hefur skorað 4 mörk á tímabilinu og hafa öll komið í deildinni.
- Raheem Sterling er kominn með 5 mörk í deildinni. Í allt hefur hann skorað 6 mörk á sparktíðinni.
- Liðið hefur skorað 63 mörk í 25 leikjum það sem af er tímabils !
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool á Arsenal á heimavelli frá því á leiktíðinni 2006/07. Liverpool vann þá 4:1.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Hér má sjá Tony Hately minnst fyrir leikinn.
Fyrir leikinn var minning Tony Hately heiðruð en hann lést í vikunni. Tony lék með Liverpool frá 1967 til 1968. Hann spilaði 56 leiki og skoraði 28 mörk. Brendan Rodgers stillti upp óbreyttu liði þriðja leikinn í röð og virðist hann vera kominn með góða trú á það skipulag sem komið er á liðið með þessari uppstillingu.
Líkt og gegn Everton í síðasta heimaleik byrjuðu leikmenn Liverpool með miklum látum. Eftir aðeins mínútu skoraði Martin Skrtel með hnénu rétt við markteiginn eftir aukaspyrnu Steven Gerrard frá vinstri kanti. Óskabyrjun gegn toppliðinu heldur betur.
Arsenal menn tóku miðju og reyndu að spila sinn leik en fengu hreinlega engan frið fyrir frábærri pressu heimamanna. Þeir náðu þó að komast inní vítateig skömmu síðar og var Giroud í ágætri stöðu gegn Skrtel en Slóvakinn gerði vel og tók af honum boltann. Á 5. mínútu vannst boltinn á eigin vallarhelmingi og hröð sókn hófst sem endaði með skoti frá Sturridge sem var varið. Gestirnir fengu hornspyrnu á 8. mínútu eftir misskilning Mignolet og Flanagan en engin hætta skapaðist. Tveim mínútum síðar lá boltinn aftur í netinu hjá gestunum og aftur var Skrtel að verki eftir sendingu frá Gerrard. Að þessu sinni var það hornspyrna frá hægri sem fyrirliðinn tók. Skallinn hjá Skrtel var glæsilegur, boltinn fór í boga upp í fjærhornið óverjandi fyrir varnarmanninn sem stóð á línunni sem og markvörðinn. Aðdragandinn að hornspyrnunni var skemmtilegur, Jon Flanagan var kominn inní vítateig og í ágætt en þröngt skotfæri og skot hans var varið.
Þrátt fyrir að vera komnir í 2-0 slökuðu menn ekkert á. Skömmu síðar hefði Sturridge átt að skora er boltinn vannst á miðjunni, sending barst fram á Suarez sem sendi hann í fyrsta innfyrir á Sturridge sem var kominn einn í gegn og Szczesny langt út á móti. Daniel lyfti boltanum en því miður hitti hann ekki á markið. Mínútu síðar var aftur gríðarleg hætta er Sterling komst upp að endamörkum vinstra megin, sending hans fyrir markið var svo bjargað í horn. Sem fyrr tók Gerrard hornspyrnuna og sendi hann boltann beint út á miðjan vítateiginn þar sem Suarez tók við boltanum með einni snertingu og þrumaði svo að marki í þeirri næstu. Boltinn endaði í stönginni og skaust út í teiginn þar sem Kolo Toure var ekki alveg nógu fljótur að bregðast við, boltinn fór í hann en svo framhjá tómu markinu. Ótrúlegur leikur heimamanna og eitthvað hlaut undan að láta þó svo að staðan væri 2-0.
Þriðja markið var ekki langt undan, frábær pressa hjá Henderson á miðjunni gegn Özil varð til þess að Þjóðverjinn missti boltann. Henderson skeiðaði í átt að marki, sendi boltann út til hægri á Suarez sem sendi hann strax innfyrir. Á fjærstönginni voru Sterling og Sturridge mættir og Sterling var fyrri til, sendi boltann auðveldlega í markið og staðan orðin 3-0 eftir aðeins 17 mínútur.
Nú væri rétt að skrifa að að heimamenn hafi eitthvað slakað aðeins á en það var nú aldeilis ekki, maður man bara ekki eftir að hafa skrifað svona leiksksýrslu áður. Á 20. mínútu komst Coutinho inní sendingu frá Özil og hann var ekkert að tvínóna við hlutina, hljóp aðeins framávið og sendi svo ótrúlega sendingu innfyrir á Sturridge sem var kominn einn í gegn. Nú klikkaði hann ekki og sendi boltann rakleiðis í fjærhornið. Stöldrum aðeins við og kíkjum á stöðuna eftir 20 mínútna leik gegn toppliði deildarinnar. Staðan var 4-0 og í raun voru gestirnir heppnir að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig.
Loksins leyfðu Liverpool menn sér aðeins að anda rólega og það sem eftir lifði hálfleiks var fremur tíðindalítið og staðan því 4-0 í hálfleik. Liðin komu óbreytt til leiks í síðari hálfleik og nú hlytu gestirnir að sýna hvað í þeim býr. Þeir voru þó ekki fyrstir til að skora því Raheem Sterling skoraði gott mark á 51. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá Kolo Toure innfyrir, náði valdi á boltanum með tánni, leik lengra inní vítateig og skaut að marki. Szczesny varði en boltinn fór beint fyrir fætur Sterling sem átti þá auðvelt verk fyrir höndum að skora. Staðan orðin 5-0 og áfram héldu stuðningsmenn Liverpool vart að trúa sínum eigin augum.
Arsenal menn náðu nú loksins aðeins að sýna hvað þeir geta og þurfti Mignolet að gera vel er Wilshere skaut að marki. Hinu megin þurfti Szczesny í marki Arsenal að vera vel á verði er Suarez skaut að marki langt utan af velli. Einhverjum mínútum síðar komst Henderson í góða stöðu hægra megin í teignum eftir hreint ótrúlega sendingu frá Coutinho sem hafði þá rétt áður fíflað þrjá leikmenn Arsenal á miðjunni. Henderson skaut framhjá er það hefði kannski verið skynsamlegra að senda fyrir markið þar sem Suarez kom aðvífandi. Gestirnir fengu svo vítaspyrnu á 69. mínútu er Gerrard braut á Oxlade-Chamberlain í teignum. Á punktinn fór Arteta og skoraði hann örugglega framhjá Mignolet. Þeir stuðningsmenn Arsenal sem ekki enn voru farnir heim á leið fögnuðu markinu gríðarlega og hófu nú söngva um að þeir myndu vinna leikinn 6-5. Sú varð auðvitað ekki raunin og besta færi það sem eftir lifði leiks féll Sterling í skaut en hann setti boltann framhjá markinu þegar Aspas var í ágætu færi inná miðjum teig. Ungliðinn vildi hins vegar ólmur reyna að ná þrennunni og er það vel skiljanlegt.
Skömmu síðar voru þrautir Arsenal manna á enda er dómarinn flautaði til leiksloka. Hreint út sagt stórkostlegur leikur okkar manna og undirritaður man varla eftir öðrum eins yfirburðum gegn liði sem sat á toppi deildarinnar þegar það mætti til leiks. Auk þess hafði þetta ágæta lið haft gott tak á okkar mönnum hingað til.
Liverpool: Mignolet, Flanagan, Skrtel, Toure, Cissokho, Gerrard (Ibe, 76. mín.), Henderson, Coutinho, Sterling, Sturridge (Allen, 66. mín.) og Suarez (Aspas, 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Kelly, Alberto og Moses.
Mörk Liverpool: Martin Skrtel (1. og 10. mín.), Raheem Sterling (16. og 52. mín.) og Daniel Sturridge (20. mín.).
Gult spjald: Jordan Henderson.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Koscielny, Monreal (Gibbs, 61. mín.), Arteta, Wilshere, Özil (Rosicky, 61. mín.), Oxlade-Chamberlain, Cazorla og Giroud (Podolski, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Fabianski, Jenkinson, Bendtner og Gnabry.
Mark Arsenal: Mikel Arteta, víti, (69. mín.).
Gul spjöld: Olivier Giroud og Jack Wilshere.
Áhorfendur á Anfield: 44.701.
Maður leiksins: Hvern á að velja þegar liðið allt spilar svona frábærlega ? Það er erfitt en Raheem Sterling hlýtur nafnbótina að þessu sinni þar sem hann skoraði jú tvö mörk og var ógnandi allan leikinn. Reyndar eins og flestir leikmenn liðsins. En einhver verður að vera fyrir valinu og Sterling sem hefur vaxið gríðarlega á þessu tímabili, aðallega sem leikmaður en ekki á hæðina, er maður leiksins.
Brendan Rodgers: ,,Í dag spiluðum við gegn liði sem er mjög reynslumikið og hefur leitt deildina mestan part tímabilsins. Við vorum frábærir í dag, glæsileg frammistaða í svo mikilvægum leik milli þessara tveggja liða. Við vinnum gríðarlega vinnu í okkar pressu. Mér finnst alltaf að þegar við pressum vel þá getum við einnig sent boltann vel á milli manna. Að spila svona leik, og ná ekki bara svona úrslitum, heldur sú frammistaða sem var sýnd hér í dag var í raun út úr þessum heimi. Ég er virkilega ánægður og þetta er enn eitt merkið um að við erum að verða betri og erum sífellt að bæta okkur."
Fróðleikur:
- Þetta var stærsti sigur á Arsenal á Anfield síðan árið 1964 er 5-0 sigur vannst. Síðast vannst 5-1 sigur á Skyttunum árið 1910 !
- Daniel Sturridge hefur skorað 15 mörk í 17 leikjum í Úrvalsdeildinni á tímabilinu. Alls hefur hann skorað 18 mörk í öllum keppnum.
- Martin Skrtel hefur skorað 4 mörk á tímabilinu og hafa öll komið í deildinni.
- Raheem Sterling er kominn með 5 mörk í deildinni. Í allt hefur hann skorað 6 mörk á sparktíðinni.
- Liðið hefur skorað 63 mörk í 25 leikjum það sem af er tímabils !
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool á Arsenal á heimavelli frá því á leiktíðinni 2006/07. Liverpool vann þá 4:1.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Hér má sjá Tony Hately minnst fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan