| Sf. Gutt
TIL BAKA
Með bestu byrjunum í sögunni!
Leifturstríðsbyrjun Liverpool á móti Arsenal þegar liðið vann 5:1 var með hreinum ólíkindum. Miðvörðurinn Martin Skrtel skoraði á 1. og 10. mínútu áður en Raheem Sterling kom Liverpool í 3:0 á 16. mínútu. Fjórar mínútur liðu og Daniel Sturridge skoraði. Liverpool hafði þar með skorað fjögur mörk á 20 mínútum. Þessi byrjun var auðvitað algjörlega mögnuð en hún var samt ekki sú besta í sögu félagsins eins og einhverjum hefði kannski dottið í hug!
Þann 21. september 1968 kom Leicester City í heimsókn á Anfield Road. Liverpool fékk óskabyrjun og miðvörðurinn Ron Yeats skoraði á 2. mínútu. Tommy Smith skoraði úr víti eftir fjórar mínútur. Áfram hélt stórsókn Liverpool. Alun Evans skoraði í sínum fyrsta leik á 10. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Ian Callaghan Liverpool í 4:0. Staðan var sem sagt 4:0 fyrir Liverpool eftir 12. mínútur og 48.375 áhorfendur á Anfield, það er þeir sem studdu Liverpool, höfðu varla við að fagna mörkunum! Það merkilega var að fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og Liverpool vann 4:0!
Þessi stórskotahríð á móti Leicester er sem sagt besta byrjun Liverpool í sögunni sé miðað við skoruð mörk frá upphafi leiks. Leifturstríðið á móti Arsenal var þó besta byrjun Liverpool á seinni árum og verður lengi í minnum höfð.
Hér má lesa allt um leik Liverpool og Leicester á Lfchistory.net og hér er allt um Liverpool og Arsenal af sömu síðu.
Þann 21. september 1968 kom Leicester City í heimsókn á Anfield Road. Liverpool fékk óskabyrjun og miðvörðurinn Ron Yeats skoraði á 2. mínútu. Tommy Smith skoraði úr víti eftir fjórar mínútur. Áfram hélt stórsókn Liverpool. Alun Evans skoraði í sínum fyrsta leik á 10. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Ian Callaghan Liverpool í 4:0. Staðan var sem sagt 4:0 fyrir Liverpool eftir 12. mínútur og 48.375 áhorfendur á Anfield, það er þeir sem studdu Liverpool, höfðu varla við að fagna mörkunum! Það merkilega var að fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og Liverpool vann 4:0!
Þessi stórskotahríð á móti Leicester er sem sagt besta byrjun Liverpool í sögunni sé miðað við skoruð mörk frá upphafi leiks. Leifturstríðið á móti Arsenal var þó besta byrjun Liverpool á seinni árum og verður lengi í minnum höfð.
Hér má lesa allt um leik Liverpool og Leicester á Lfchistory.net og hér er allt um Liverpool og Arsenal af sömu síðu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan