| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Við eigum enn langt í land
Brendan Rodgers er himinlifandi yfir frammistöðu liðsins gegn Arsenal á laugardaginn. Hann varar stuðningsmenn samt við of mikilli bjartsýni.
,,Leikurinn á laugardaginn var ánægjulegur á alla vegu, en að mínu mati eigum við þó enn langt í land með að ná allra bestu liðunum", segir Brendan í viðtali við Liverpoolfc.com.
,,Við erum með ungan hóp og frekar lítinn. Við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi, eins og sannaðist á laugardaginn, en breiddin hjá okkur er mun minni en hjá stærstu liðunum. Við erum hinsvegar í góðri og stöðugri framför og þegar liðið spilar eins og á laugardaginn þá er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hversu langt við getum náð."
,,Það er ómögulegt að svara því. Við erum fimm stigum á eftir Arsenal eftir sigurinn á laugardaginn og sex stigum á eftir toppliðinu. Ég hef áður sagt að okkar markmið er að ná einu af fjórum efstu sætunum. Ég tel ekki raunhæft að gæla við titilinn að svo stöddu. Ég er ennþá þeirrar skoðunar."
,,Leikurinn á laugardaginn var ánægjulegur á alla vegu, en að mínu mati eigum við þó enn langt í land með að ná allra bestu liðunum", segir Brendan í viðtali við Liverpoolfc.com.
,,Við erum með ungan hóp og frekar lítinn. Við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi, eins og sannaðist á laugardaginn, en breiddin hjá okkur er mun minni en hjá stærstu liðunum. Við erum hinsvegar í góðri og stöðugri framför og þegar liðið spilar eins og á laugardaginn þá er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hversu langt við getum náð."
,,Það er ómögulegt að svara því. Við erum fimm stigum á eftir Arsenal eftir sigurinn á laugardaginn og sex stigum á eftir toppliðinu. Ég hef áður sagt að okkar markmið er að ná einu af fjórum efstu sætunum. Ég tel ekki raunhæft að gæla við titilinn að svo stöddu. Ég er ennþá þeirrar skoðunar."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan