| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Einn af þremur bestu!
Steven Gerrard segir að leikurinn gegn Arsenal á laugardaginn sé einn af þremur bestu leikjum sem hann hefur tekið þátt í á löngum ferli sínum hjá Liverpool.
,,Þessi leikur er einn sá allra besti sem ég hef tekið þátt í. Þegar ég hugsa til baka þá eru þetta kannski einn eða tveir Meistaradeildarleikir sem eru jafn góðir, en leikirnir verða ekki mikið betri en þetta!", segir Gerrard í viðtali við Liverpool Echo.
,,Við tókum á móti toppliði deildarinnar, með leikmenn í heimsklassa. Leikmenn sem kosta 42 milljónir punda. Þar á meðal er ein helsta vonarstjarna Englands, Jack Wilshere, og spænskur heimsmeistari, Santi Cazorla. Við tókum þetta lið algjörlega í nefið, frá fyrstu mínútu."
,,Ef maður sýnir Arsenal of mikla virðingu og leyfir þeim að spila sinn bolta þá er ekki von á góðu. Samleikur liðsins er mjög góður. Þeir völtuðu yfir okkur í haust, af því að við leyfðum þeim að leika sinn leik. Við sýndum þeim enga virðingu á laugardaginn."
,,Brendan er þannig týpa að hann vill að við látum kné fylgja kviði. Í hálfleiknum vildi hann að við héldum áfram að sækja og gerðum endanlega út af við þá. Við gerðum það reyndar ekki, enda kannski ómögulegt að spila fullar 90 mínútur af sama krafti og við spiluðum fyrri hálfleikinn, en við vorum búnir að klára leikinn í fyrri hálfleik. Það var mjög jákvætt."
Stærsti sigur Liverpool á Arsenal í hálfa öld gerir það að verkum að liðið er einungis sex stigum á eftir toppliði Chelsea. Fyrirliðinn vill samt ekki leiða hugann að sigri í deildinni.
,,Brendan er þeirrar skoðunar að við séum ekki með í titilbaráttunni. Við tökum einn leik fyrir í einu og sjáum hverju það skilar okkur þegar upp er staðið. Markmiðið er sem fyrr að enda á topp 4. Brendan er okkar leiðtogi og ef leiðtoginn segir að við eigum ekki að hugsa um stóra titilinn, þá gerum við það ekki. Það er svo einfalt."
Á miðvikudag mætir Liverpool Fulham á Craven Cottage. Gerrard segir mikilvægt að menn mæti fullir einbeitingar í þann leik.
,,Nú er spurningin hvort okkur tekst að spila jafnvel gegn Fulham og gegn Arsenal. Það hefur stundum reynst okkur erfitt að fylgja svo góðum sigrum eftir, samanber leikinn gegn WBA um daginn. Við spiluðum frábærlega gegn Everton, en náðum svo ekki að klára næsta leik. Það má ekki gerast á miðvikudaginn."
,,Ég á kannski ekki von á því að við spilum jafnvel og á laugardaginn, en við hreinlega verðum að standa okkur betur en gegn WBA. Það er klárt. Ef við náum ekki að enda í topp fjórum í vor, þá skiptir Arsenal leikurinn ekki nokkru máli."
,,Þessi leikur er einn sá allra besti sem ég hef tekið þátt í. Þegar ég hugsa til baka þá eru þetta kannski einn eða tveir Meistaradeildarleikir sem eru jafn góðir, en leikirnir verða ekki mikið betri en þetta!", segir Gerrard í viðtali við Liverpool Echo.
,,Við tókum á móti toppliði deildarinnar, með leikmenn í heimsklassa. Leikmenn sem kosta 42 milljónir punda. Þar á meðal er ein helsta vonarstjarna Englands, Jack Wilshere, og spænskur heimsmeistari, Santi Cazorla. Við tókum þetta lið algjörlega í nefið, frá fyrstu mínútu."
,,Ef maður sýnir Arsenal of mikla virðingu og leyfir þeim að spila sinn bolta þá er ekki von á góðu. Samleikur liðsins er mjög góður. Þeir völtuðu yfir okkur í haust, af því að við leyfðum þeim að leika sinn leik. Við sýndum þeim enga virðingu á laugardaginn."
,,Brendan er þannig týpa að hann vill að við látum kné fylgja kviði. Í hálfleiknum vildi hann að við héldum áfram að sækja og gerðum endanlega út af við þá. Við gerðum það reyndar ekki, enda kannski ómögulegt að spila fullar 90 mínútur af sama krafti og við spiluðum fyrri hálfleikinn, en við vorum búnir að klára leikinn í fyrri hálfleik. Það var mjög jákvætt."
Stærsti sigur Liverpool á Arsenal í hálfa öld gerir það að verkum að liðið er einungis sex stigum á eftir toppliði Chelsea. Fyrirliðinn vill samt ekki leiða hugann að sigri í deildinni.
,,Brendan er þeirrar skoðunar að við séum ekki með í titilbaráttunni. Við tökum einn leik fyrir í einu og sjáum hverju það skilar okkur þegar upp er staðið. Markmiðið er sem fyrr að enda á topp 4. Brendan er okkar leiðtogi og ef leiðtoginn segir að við eigum ekki að hugsa um stóra titilinn, þá gerum við það ekki. Það er svo einfalt."
Á miðvikudag mætir Liverpool Fulham á Craven Cottage. Gerrard segir mikilvægt að menn mæti fullir einbeitingar í þann leik.
,,Nú er spurningin hvort okkur tekst að spila jafnvel gegn Fulham og gegn Arsenal. Það hefur stundum reynst okkur erfitt að fylgja svo góðum sigrum eftir, samanber leikinn gegn WBA um daginn. Við spiluðum frábærlega gegn Everton, en náðum svo ekki að klára næsta leik. Það má ekki gerast á miðvikudaginn."
,,Ég á kannski ekki von á því að við spilum jafnvel og á laugardaginn, en við hreinlega verðum að standa okkur betur en gegn WBA. Það er klárt. Ef við náum ekki að enda í topp fjórum í vor, þá skiptir Arsenal leikurinn ekki nokkru máli."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan