| Sf. Gutt
TIL BAKA
Upp í annað sætið!
Liverpool komst yfir erfiðan hjalla með gríðarlega mikilvægum 0:3 útisigri í Southampton. Sigurinn kom Liverpool upp í annað sæti deildarinnar. Það styttist til vors og Liverpool hefur ekki verið í betri stöðu í deildinni í áraraðir. Það fer ekkert á milli mála að Liverpool er í baráttu um enska meistaratitilinn!
Brendan Rodgers gerði eina breytingu á byrjunarliðinu frá leiknum við Swansea um síðustu helgi. Joe Allen kom inn í liðið og Raheem Sterling sat á bekknum. Daniel Agger sem var tekinn út af á móti Svönunum var í byrjunarliðinu.
Liverpool hóf leikinn býsna vel og fékk fyrsta færið á 7. mínútu. Joe Allen, sem var mjög góður, sendi fram á Daniel Sturridge sem lék fram hægri kantinn og var kominn í mögulegt skotfæri en hann ákvað að gefa á Luis Suarez sem var vel staðsettur. Það tókst því miður ekki, varnarmaður komst fyrir og bjargaði í horn.
Liverpool hefur gengið hroðalega í síðustu heimsóknum sínum til Southampton og því milvægt að skora fyrsta markið. Það tókst á 16. mínútu. Þeir Daniel og Luis reyndu að spila saman rétt við vítateig heimamanna. Það tókst ekki alveg en boltinn hrökk af varnarmanni fyrir fætur Luis sem þakkaði gott boð og renndi boltanum örugglega viðstöðulaust neðst í markhornið. Þarna féllu hlutirnir með Liverpool en það þarf að nota slíkt og Luis gerði það! Hann fagnaði ógurlega enda ekki skorað í fimm leikjum!
Liverpool hafði nú góð tök á leiknum en smá saman náðu heimamenn takti. Þeir fóru að ná hættulegum sóknum og á 32. mínútu mátti engu muna. Eftir gott spil skallaði Rickie Lambert á Adam Lallana sem átti skot í stöng. Dýrlingarnir voru harðskeyttir til leikhlés og varnarmenn Liverpool máttu hafa sig alla við og halda einbeitingunni. Auðvitað urðu allir að verjast og það gerðu menn mun betur en um síðustu helgi.
Southampton fékk eitt upplagt færi þegar tvær mínútur voru til leikhlés. Luke Shaw sendi fyrir frá vinstri og Jay Rodriguez fékk boltann við markteiginn og náði skoti sem stefndi í markið en Simon Mignolet henti sér niður og varði meistaralega. Alveg magnað hjá Belganum og hann varði þar með hálfleiksforystu Liverpool!
Heimamenn héldu áfram á svipaðri braut framan af síðari hálfleik og Liverpool var í vandræðum. Brendan Rodgers og aðstoðarmönnum hans leist ekki á blikuna og ákváðu að gera eitthvað í málinu. Á 57. mínútu var Philippe Coutinho, sem ekki hafði náð sér á strik, tekinn af velli og Raheem Sterling var sendur til leiks. Mínútu síðar skoraði hann með sinn fyrstu snertingu! Steven sendi boltann fram á Luis sem sneri varnarmann af sér, lék inn í vítateiginn renndi boltanum svo þvert fyrir á Raheem sem skoraði af öryggi með sínu fyrsta sparki. Algjörlega mögnuð skipting sem skilaði sér á punktinum!
Eftir þetta var allur vindur úr heimamönnum og Liverpool réði gangi mála til leiksloka. Um tíu mínútum eftir markið missti varnarmaður Southampton boltann, Luis náði honum og gaf á Daniel en hann var kominn í of þrönga stöðu og skot hans fór í innkast. Á 72. mínútu náði Luis boltanum af varnarmanni, hann lenti þó í þrengingum og kom boltanum ekki á markið. Sóknin hélt þó áfram og Jordan Henderson fékk boltann en skaut yfir úr góðu færi. Hann var ekki jafn hittinn og um síðustu helgi!
Liverpool gerði harða hríð að marki heimamanna á næstu mínútum. Steven átti langskot sem stefndi neðst í hægra hornið en Artur Boruc náði að verja í horn. Luis tók hornið og skaut að marki úr því! Artur varði naumlega, boltinn hrökk frá og í varnarmann og af honum í horn. Ótrúleg atburðarás! Luis náði svo boltanum enn einu sinni af varnarmanni en skot hans fór framhjá.
Luis var þó ekki búinn að segja sitt síðasta orð því á lokaandartökum viðbótartímans gerði hann enn einu sinni, hálfhaltur þó, árás inn í vítateiginn og nú var hann felldur af Jose Fonte. Dómarinn dæmdi víti og Steven Gerrard tók það að sjálfsögðu. Fyrirliðinn þrumaði boltanum upp í hægra hornið og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu af enn meiri krafti en nokkurn tíma fyrr. Heimamenn fengu að taka miðju en svo var leik lokið. Fögnuður stuðningsmanna Liverpool yfir marki fyrirliðans stóð enn þegar dómarinn flautaði af og gríðarlega mikilvægur sigur var tryggður!
,,Við munum vinna deildina" sungu stuðningsmenn Liverpool af og til á St. Mary´s þar sem allt hefur gengið á afturfótunum í síðustu heimsóknum og ekki má gleyma heimatapi fyrir Southampton í haust. Það er mikið eftir enn og ómögulegt að segja hverjir verða Englandsmeistarar. En Liverpool þarf að halda sér í efstu fjórum sætunum. Það efsta er jafnt í boði og önnur en það er býsna langt til vors. Lið Liverpool er þó miklu, miklu betra en um langt árabil og það er sannarlega gleðiefni!
Southampton: Boruc; Chambers, Lovren, Fonte, Shaw; Schneiderlin, Cork (Wanyama 77. mín.); Rodriguez, Davis (Ramirez 46. mín.), Lallana og Lambert (Gallagher 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Gazzaniga, Clyne, Yoshida og Ward-Prowse.
Gult spjald: Victor Wanyama.
Liverpool: Mignolet; Flanagan, Skrtel, Agger, Johnson; Henderson, Gerrard, Allen; Coutinho (Sterling 57. mín.); Suarez og Sturridge (Aspas 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Moses, Cissokho og Teixeira.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (16. mín.), Raheem Sterling (58. mín.) og Steven Gerrard, víti, (90. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson og Steven Gerrard.
Áhorfendur á St Mary´s: 31.659.
Maður leiksins: Martin Skrtel. Liverpool skoraði þrjú mörk og Luis Suarez kom við sögu í þeim öllum og var alveg magnaður. En Martin var alveg frábær í vörninni og bjargaði hvað eftir annað á meðan Liverpool varði fyrsta mark leiksins og var í vandræðum. Slóvakinn hefur gert sín mistök á leiktíðinni en heilt yfir hefur hann verið magnaður og hann var það í dag.
Brendan Rodgers: Við sýndum framúrskarandi leik hér í dag. Það skipti öllu að við skyldum spila svona vel á móti stórgóðu liði sem er með fínan framkvæmdastjóra. Leikmenn okkar spiluðu leikkerfið mjög vel í dag, héldu hreinu sem liðsheild og skoruðu þrjú mörk.
Fróðleikur
- Luis Suarez skoraði í 24. skipti á leiktíðinni.
- Hann hafði leikið fimm leiki í röð án þess að skora fyrir þennan.
- Luis hefur fyrir utan mörkin 24 lagt upp 10 mörk.
- Raheem Sterling skoraði sjöunda mark sitt á sparktíðinni.
- Steven Gerrard skoraði níunda mark sitt.
- Daniel Sturridge skoraði ekki en hann var búinn að skora í átta deildarleikjum í röð.
- Liverpool hélt hreinu í fyrsta sinn í fimm síðustu leikjum.
- Philippe Coutinho lék sinn 30. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- Níu enskir landsliðsmenn voru á svæðinu! Roy Hodgson valdi fimm leikmenn Liverpool og fjóra frá Southampton núna í vikunni.
- Þetta var aðeins í annað sinn í sögunni sem Liverpool vinnur á St Mary´s leikvanginum.
- Liverpool hafði tapað þremur síðustu leikjum sínum þar.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Brendan Rodgers gerði eina breytingu á byrjunarliðinu frá leiknum við Swansea um síðustu helgi. Joe Allen kom inn í liðið og Raheem Sterling sat á bekknum. Daniel Agger sem var tekinn út af á móti Svönunum var í byrjunarliðinu.
Liverpool hóf leikinn býsna vel og fékk fyrsta færið á 7. mínútu. Joe Allen, sem var mjög góður, sendi fram á Daniel Sturridge sem lék fram hægri kantinn og var kominn í mögulegt skotfæri en hann ákvað að gefa á Luis Suarez sem var vel staðsettur. Það tókst því miður ekki, varnarmaður komst fyrir og bjargaði í horn.
Liverpool hefur gengið hroðalega í síðustu heimsóknum sínum til Southampton og því milvægt að skora fyrsta markið. Það tókst á 16. mínútu. Þeir Daniel og Luis reyndu að spila saman rétt við vítateig heimamanna. Það tókst ekki alveg en boltinn hrökk af varnarmanni fyrir fætur Luis sem þakkaði gott boð og renndi boltanum örugglega viðstöðulaust neðst í markhornið. Þarna féllu hlutirnir með Liverpool en það þarf að nota slíkt og Luis gerði það! Hann fagnaði ógurlega enda ekki skorað í fimm leikjum!
Liverpool hafði nú góð tök á leiknum en smá saman náðu heimamenn takti. Þeir fóru að ná hættulegum sóknum og á 32. mínútu mátti engu muna. Eftir gott spil skallaði Rickie Lambert á Adam Lallana sem átti skot í stöng. Dýrlingarnir voru harðskeyttir til leikhlés og varnarmenn Liverpool máttu hafa sig alla við og halda einbeitingunni. Auðvitað urðu allir að verjast og það gerðu menn mun betur en um síðustu helgi.
Southampton fékk eitt upplagt færi þegar tvær mínútur voru til leikhlés. Luke Shaw sendi fyrir frá vinstri og Jay Rodriguez fékk boltann við markteiginn og náði skoti sem stefndi í markið en Simon Mignolet henti sér niður og varði meistaralega. Alveg magnað hjá Belganum og hann varði þar með hálfleiksforystu Liverpool!
Heimamenn héldu áfram á svipaðri braut framan af síðari hálfleik og Liverpool var í vandræðum. Brendan Rodgers og aðstoðarmönnum hans leist ekki á blikuna og ákváðu að gera eitthvað í málinu. Á 57. mínútu var Philippe Coutinho, sem ekki hafði náð sér á strik, tekinn af velli og Raheem Sterling var sendur til leiks. Mínútu síðar skoraði hann með sinn fyrstu snertingu! Steven sendi boltann fram á Luis sem sneri varnarmann af sér, lék inn í vítateiginn renndi boltanum svo þvert fyrir á Raheem sem skoraði af öryggi með sínu fyrsta sparki. Algjörlega mögnuð skipting sem skilaði sér á punktinum!
Eftir þetta var allur vindur úr heimamönnum og Liverpool réði gangi mála til leiksloka. Um tíu mínútum eftir markið missti varnarmaður Southampton boltann, Luis náði honum og gaf á Daniel en hann var kominn í of þrönga stöðu og skot hans fór í innkast. Á 72. mínútu náði Luis boltanum af varnarmanni, hann lenti þó í þrengingum og kom boltanum ekki á markið. Sóknin hélt þó áfram og Jordan Henderson fékk boltann en skaut yfir úr góðu færi. Hann var ekki jafn hittinn og um síðustu helgi!
Liverpool gerði harða hríð að marki heimamanna á næstu mínútum. Steven átti langskot sem stefndi neðst í hægra hornið en Artur Boruc náði að verja í horn. Luis tók hornið og skaut að marki úr því! Artur varði naumlega, boltinn hrökk frá og í varnarmann og af honum í horn. Ótrúleg atburðarás! Luis náði svo boltanum enn einu sinni af varnarmanni en skot hans fór framhjá.
Luis var þó ekki búinn að segja sitt síðasta orð því á lokaandartökum viðbótartímans gerði hann enn einu sinni, hálfhaltur þó, árás inn í vítateiginn og nú var hann felldur af Jose Fonte. Dómarinn dæmdi víti og Steven Gerrard tók það að sjálfsögðu. Fyrirliðinn þrumaði boltanum upp í hægra hornið og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu af enn meiri krafti en nokkurn tíma fyrr. Heimamenn fengu að taka miðju en svo var leik lokið. Fögnuður stuðningsmanna Liverpool yfir marki fyrirliðans stóð enn þegar dómarinn flautaði af og gríðarlega mikilvægur sigur var tryggður!
,,Við munum vinna deildina" sungu stuðningsmenn Liverpool af og til á St. Mary´s þar sem allt hefur gengið á afturfótunum í síðustu heimsóknum og ekki má gleyma heimatapi fyrir Southampton í haust. Það er mikið eftir enn og ómögulegt að segja hverjir verða Englandsmeistarar. En Liverpool þarf að halda sér í efstu fjórum sætunum. Það efsta er jafnt í boði og önnur en það er býsna langt til vors. Lið Liverpool er þó miklu, miklu betra en um langt árabil og það er sannarlega gleðiefni!
Southampton: Boruc; Chambers, Lovren, Fonte, Shaw; Schneiderlin, Cork (Wanyama 77. mín.); Rodriguez, Davis (Ramirez 46. mín.), Lallana og Lambert (Gallagher 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Gazzaniga, Clyne, Yoshida og Ward-Prowse.
Gult spjald: Victor Wanyama.
Liverpool: Mignolet; Flanagan, Skrtel, Agger, Johnson; Henderson, Gerrard, Allen; Coutinho (Sterling 57. mín.); Suarez og Sturridge (Aspas 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Moses, Cissokho og Teixeira.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (16. mín.), Raheem Sterling (58. mín.) og Steven Gerrard, víti, (90. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson og Steven Gerrard.
Áhorfendur á St Mary´s: 31.659.
Maður leiksins: Martin Skrtel. Liverpool skoraði þrjú mörk og Luis Suarez kom við sögu í þeim öllum og var alveg magnaður. En Martin var alveg frábær í vörninni og bjargaði hvað eftir annað á meðan Liverpool varði fyrsta mark leiksins og var í vandræðum. Slóvakinn hefur gert sín mistök á leiktíðinni en heilt yfir hefur hann verið magnaður og hann var það í dag.
Brendan Rodgers: Við sýndum framúrskarandi leik hér í dag. Það skipti öllu að við skyldum spila svona vel á móti stórgóðu liði sem er með fínan framkvæmdastjóra. Leikmenn okkar spiluðu leikkerfið mjög vel í dag, héldu hreinu sem liðsheild og skoruðu þrjú mörk.
Fróðleikur
- Luis Suarez skoraði í 24. skipti á leiktíðinni.
- Hann hafði leikið fimm leiki í röð án þess að skora fyrir þennan.
- Luis hefur fyrir utan mörkin 24 lagt upp 10 mörk.
- Raheem Sterling skoraði sjöunda mark sitt á sparktíðinni.
- Steven Gerrard skoraði níunda mark sitt.
- Daniel Sturridge skoraði ekki en hann var búinn að skora í átta deildarleikjum í röð.
- Liverpool hélt hreinu í fyrsta sinn í fimm síðustu leikjum.
- Philippe Coutinho lék sinn 30. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- Níu enskir landsliðsmenn voru á svæðinu! Roy Hodgson valdi fimm leikmenn Liverpool og fjóra frá Southampton núna í vikunni.
- Þetta var aðeins í annað sinn í sögunni sem Liverpool vinnur á St Mary´s leikvanginum.
- Liverpool hafði tapað þremur síðustu leikjum sínum þar.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan