Brendan vill breytingu á Old Trafford!
Liverpool hefur tapað síðustu sex leikjum sínum á Old Trafford og nú vill Brendan Rodgers að breyting verði á gengi Liverpool þar. Liverpool vann síðast á Old Trafford á útmánuðum árið 2009 þegar liðið vann frækinn 1:4 sigur. Liverpool hefur náð að breyta slæmu gengi sínu á nokkrum erfiðum útivöllum á leiktíðinni og ekki hefur gengið verið burðugt á heimvelli United. Brendan telur að Liverpool geti unnið sigur á morgun!
,,Það yrði annar áfangasigur fyrir okkur. Við erum búnir að breyta svona tölfræði nokkrum sinnum á leiktíðinni. Við höfðum ekki unnið útileik á móti Tottenham í nokkurn tíma og náðum að spila vel þar. Við höfðum ekki unnið í Southampton, sem er erfiður útivöllur, í 11 ár en náðum að vinna. Við ætlum okkur að fara með sama hugarfari í þennan leik."
,,Við vitum að þetta verður erfiður leikur því mótherjinn er ekkert lamb að leika sér við. En við förum til leiks í sóknarhug og með sjálfstraust og trú á að við getum skapað hvaða mótherja sem er vandræði."
Stuðningsmenn Liverpool muna vel eftir 1:4 sigrinum 2009 og vona að nú sé komið að langþráðum sigri á Old Trafford.
,,Liðið lék stórvel 2009 en núna er liðshópurinn breyttur, hugarfarið er breytt og komnir aðrir framkvæmdastjórar. Það breytist ekkert að við förum til leiks með trú á að við getum unnið. Ekkert mun hræða okkur þannig að við missum tiltrú á það. Við verðum tilbúnir í slaginn."
Sem fyrr segir hefur Liverpool tapað sex síðustu leikjum sínum á Old Trafford í öllum keppnum. Reyndar hafa allir leikirnir tapast naumlega með einu marki! Fyrr á leiktíðinni tapaði Liverpool þar 1:0 í Deildarbikarnum en vann 1:0 á Anfield Road í fyrri deildarleiknum. Það hlýtur að fara að koma að öðru en heimasigri á Old Trafford í leik þessara knattspyrnurisa. Það styttist jú alltaf í breytingu á öllu svona gengi!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!