| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fowler áritar í ReAct á laugardaginn
Eins og við höfum kynnt kyrfilega hér á vefnum er Robbie Fowler, öðru nafni ,,Guð", að koma hingað til lands um næstu helgi og verður heiðursgestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins á laugardagskvöld.
En þó að færri hafi komist að en vildu á árshátíðina sjálfa munu gefast önnur tækifæri til að heilsa upp á kappann.
Á laugardaginn milli kl. 11 og 13 mætir Fowler í ReAct, Bæjarlind 4 í Kópavogi, þar sem hann mun árita treyjur, myndir og hvaðeina sem fólk vill að hann kroti á.
Þar gæti jafnvel verið tækifæri til að fá að mynda sig með kappanum. Við hvetjum fólk til að mæta tímanlega því búast má við töluverðri örtröð.
En þó að færri hafi komist að en vildu á árshátíðina sjálfa munu gefast önnur tækifæri til að heilsa upp á kappann.
Á laugardaginn milli kl. 11 og 13 mætir Fowler í ReAct, Bæjarlind 4 í Kópavogi, þar sem hann mun árita treyjur, myndir og hvaðeina sem fólk vill að hann kroti á.
Þar gæti jafnvel verið tækifæri til að fá að mynda sig með kappanum. Við hvetjum fólk til að mæta tímanlega því búast má við töluverðri örtröð.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan