| Heimir Eyvindarson
Hinn verðandi Íslandsvinur Robbie Fowler segir að Liverpool liðið eigi rétt eins góða möguleika og keppinautar þeirra á að vinna deildina í vor.
Eins og lesendur síðunnar ættu að vera búnir að átta sig verður Robbie Fowler heiðursgestur á árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi núna um helgina. Kappinn, sem er í guðatölu meðal stuðningsmanna félagsins, hefur mikla trú á sínu gamla liði og sér fram á spennandi tíma næstu vikurnar.
„Í upphafi tímabilsins var markmið Liverpool að komast í Meistaradeildarsæti. Nú er félagið komið með annan fótinn þangað og á bullandi möguleika á að vinna deildina."
„Það bjuggust allir við því að það yrði erfitt að komast á topp 4. Hópurinn hjá Liverpool er talsvert þynnri en hjá stærstu liðunum, en ég vona að ég sé ekki að segja einhverja vitleysu þegar ég held því fram að sæti í Meistaradeild á næstu leiktíð sé nokkurn veginn í höfn. Það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að það klikki úr þessu."
„Liðið er sem stendur í 2. sæti deildarinnar og það er þar vegna þess að liðið hefur verið að spila mjög vel. Það er engin tilviljun eða heppni sem ræður því að liðið er á þessum stað. Liverpool spilar skemmtilegan og árangursríkan fótbolta og á skilið að vera í toppbaráttunni."
„Auðvitað verður þetta erfið barátta. Arsenal, Chelsea og Manchester City hafa öll stóra og sterka leikmannahópa og eru mjög góð lið. En Liverpool liðið er á góðri siglingu og er að spila mjög vel. Það getur allt gerst. Ég sé í rauninni enga ástæðu til þess að halda því fram að Liverpool geti ekki unnið deildina í vor."
TIL BAKA
Liverpool getur unnið deildina

Eins og lesendur síðunnar ættu að vera búnir að átta sig verður Robbie Fowler heiðursgestur á árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi núna um helgina. Kappinn, sem er í guðatölu meðal stuðningsmanna félagsins, hefur mikla trú á sínu gamla liði og sér fram á spennandi tíma næstu vikurnar.
„Í upphafi tímabilsins var markmið Liverpool að komast í Meistaradeildarsæti. Nú er félagið komið með annan fótinn þangað og á bullandi möguleika á að vinna deildina."
„Það bjuggust allir við því að það yrði erfitt að komast á topp 4. Hópurinn hjá Liverpool er talsvert þynnri en hjá stærstu liðunum, en ég vona að ég sé ekki að segja einhverja vitleysu þegar ég held því fram að sæti í Meistaradeild á næstu leiktíð sé nokkurn veginn í höfn. Það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að það klikki úr þessu."
„Liðið er sem stendur í 2. sæti deildarinnar og það er þar vegna þess að liðið hefur verið að spila mjög vel. Það er engin tilviljun eða heppni sem ræður því að liðið er á þessum stað. Liverpool spilar skemmtilegan og árangursríkan fótbolta og á skilið að vera í toppbaráttunni."
„Auðvitað verður þetta erfið barátta. Arsenal, Chelsea og Manchester City hafa öll stóra og sterka leikmannahópa og eru mjög góð lið. En Liverpool liðið er á góðri siglingu og er að spila mjög vel. Það getur allt gerst. Ég sé í rauninni enga ástæðu til þess að halda því fram að Liverpool geti ekki unnið deildina í vor."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París? -
| Heimir Eyvindarson
Risaleikur í París í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag
Fréttageymslan