| Sf. Gutt
,,Þeir sjá um öll hlaupin fyrir mig og vonandi halda þeir því sem lengst áfram! Ég held að lykillinn hjá þessu knattspyrnufélagi sé sá að vera alltaf með reynda topp leikmenn sem hafi þekkingu á að líta eftir ungum leikmönnum. Mér finnst að þeir Sterling, Allen, Henderson, Flanagan, til að nefna nokkra, hafi verið stórgóðir. Við eigum líka aðra unga leikmenn sem eru um það bil að fara að sýna hvað í þeim býr. Við erum með mjög góða blöndu af ungum og eldri mönnum."
,,Ég er núna sá elsti í hópnum. Þeir halda mér ungum og fá mig til að leggja hart að mér. Ég vona innilega að mér takist að leiða þá svo að við náum að eiga vel heppnað keppnistímabil."
Ungliðarnir sem Steven Gerrard nefnir hafa verið magnaðir á þessu keppnistímabili og það mætti nefna fleiri því ekki er nú Daniel Sturridge gamall. Það er ekki nokkur vafi á því að reynsla Steven Gerrard og leiðtogahæfileikar hans hafa gert þessum strákum gott og þeir hafa leikið enn betur fyrir vikið!
TIL BAKA
Þeir halda mér ungum!
,,Þeir sjá um öll hlaupin fyrir mig og vonandi halda þeir því sem lengst áfram! Ég held að lykillinn hjá þessu knattspyrnufélagi sé sá að vera alltaf með reynda topp leikmenn sem hafi þekkingu á að líta eftir ungum leikmönnum. Mér finnst að þeir Sterling, Allen, Henderson, Flanagan, til að nefna nokkra, hafi verið stórgóðir. Við eigum líka aðra unga leikmenn sem eru um það bil að fara að sýna hvað í þeim býr. Við erum með mjög góða blöndu af ungum og eldri mönnum."
,,Ég er núna sá elsti í hópnum. Þeir halda mér ungum og fá mig til að leggja hart að mér. Ég vona innilega að mér takist að leiða þá svo að við náum að eiga vel heppnað keppnistímabil."
Ungliðarnir sem Steven Gerrard nefnir hafa verið magnaðir á þessu keppnistímabili og það mætti nefna fleiri því ekki er nú Daniel Sturridge gamall. Það er ekki nokkur vafi á því að reynsla Steven Gerrard og leiðtogahæfileikar hans hafa gert þessum strákum gott og þeir hafa leikið enn betur fyrir vikið!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan