| Sf. Gutt
Það er við hæfi á 20 ára afmælisdegi Liverpool klúbbsins á Íslandi að liðið okkar skuli spila. Ekki spillir fyrir að leikurinn er mikilvægur í toppbaráttunni. Það vill reyndar svo til að Liverpool hefur ekki spilað 26. mars frá því á stofndeginum sjálfum. Merkileg tilviljun!
Liverpool fær Sunderland í heimsókn annað kvöld á Anfield Road en svo vill til að þetta verður fyrsti heimaleikur Liverpool í mánuð. Síðast heima á Anfield vann Liverpool 4:3 sigur á Swansea í miklum spennuleik. Þá stóðu fyrir dyrum þrír erfiðir útileikir sem gátu fyrirfram farið alla vega að mati margra stuðningsmanna Liverpool. Svo fór að Liverpool vann þá alla og skoraði 12 mörk! Eftir þessa þrjá leiki er Liverpool sannarlega í toppbaráttunni og hver leikur til loka leiktíðar skiptir einfaldlega öllu. Meistaradeildarsæti þokast nær en er þó ekki í höfn og Englandsmeistaratitilinn gæti komið í hús ef allt fellur með Liverpool. Já, sjálfur Englandsmeistaratitilinn er í boði!
Þessi þrír útileikir, í Southampton, Manchester og Cardiff, gengu eins og best varð á kosið og nú eru næstu tveir leikir heima í Liverpool. Sá fyrri er við Sunderland sem er í harðri botnbaráttu og svo kemur Tottenham í heimsókn á sunnudaginn. Það er ekki neinn hroki í þeirri fullyrðingu að Liverpool á að vinna Sunderland á heimavelli. En til þess þarf Liverpool að spila mjög vel og halda fullri einbeitingu. Sunderland er auðvitað í vondum málum við botninn og liðið sló bæði Evrópudeildarmeistara Chelsea og Englandsmeistara Manchester United út úr Deildarbikarnum. Í úrslitaleiknum sjálfum stóð Sunderland rækilega í stórliði Manchester City þannig að leikmenn Liverpool geta ekki leyft sér neitt kæruleysi.
Sóknarleikur Liverpool blómstrar og varnarmenn Sunderland jafnt og annarra liða hljóta að hafa áhyggjur af Luis Suarez, Daniel Sturridge og félögum þeirra. Cardiff skoraði þrívegis á móti Liverpool á laugardaginn en Liverpool svaraði einfaldlega með sex mörkum! Það má reikna með því að ekki verði alltaf jafn auðvelt að skora og því þarf varnarleikurinn líka að vera í lagi. Það er ekki tryggt að alltaf sé hægt að skora fleiri mörk þegar andstæðingurinn skorar þrjú mörk eða svo!
Brendan Rodgers hefur ákallað stuðningsmenn Liverpool fyrir heimsókn Sunderland. Hann og leikmenn Liverpool vita að þessi leiktíð getur gefið titil af sér en til þess má ekkert út af bera. Önnur lið hafa fleiri stig og geta náð fleiri stigum en Liverpool. Málið er þó einfalt. Liverpool þarf að halda áfram að vinna og sjá til hvað gefst! Stuðningur The Kop á heimaleikjunum getur skipt miklu máli og gæti jafnvel verið talinn í mörkum og stigum áður en yfir lýkur.
Liverpool hóf síðasta ár með 3:0 heimasigri á Sunderland og vann svo aftur 1:3 í Sunderland í haust. Það má alveg segja að mikil markaskorun Liverpool hafi svolítið byrjað í leik liðanna á Anfield í fyrra þegar Simon Mignolet var til varnar í marki Sunderland. Ég spái því að Liverpool endurtaki leikinn annað kvöld og vinni 3:0. Sigur yrði aukalega sætur fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool á Íslandi á afmæli klúbbsins okkar:) Daniel Sturridge skorar tvö mörk og Luis Suarez eitt. Nú verður allt að ganga upp!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er við hæfi á 20 ára afmælisdegi Liverpool klúbbsins á Íslandi að liðið okkar skuli spila. Ekki spillir fyrir að leikurinn er mikilvægur í toppbaráttunni. Það vill reyndar svo til að Liverpool hefur ekki spilað 26. mars frá því á stofndeginum sjálfum. Merkileg tilviljun!
Liverpool fær Sunderland í heimsókn annað kvöld á Anfield Road en svo vill til að þetta verður fyrsti heimaleikur Liverpool í mánuð. Síðast heima á Anfield vann Liverpool 4:3 sigur á Swansea í miklum spennuleik. Þá stóðu fyrir dyrum þrír erfiðir útileikir sem gátu fyrirfram farið alla vega að mati margra stuðningsmanna Liverpool. Svo fór að Liverpool vann þá alla og skoraði 12 mörk! Eftir þessa þrjá leiki er Liverpool sannarlega í toppbaráttunni og hver leikur til loka leiktíðar skiptir einfaldlega öllu. Meistaradeildarsæti þokast nær en er þó ekki í höfn og Englandsmeistaratitilinn gæti komið í hús ef allt fellur með Liverpool. Já, sjálfur Englandsmeistaratitilinn er í boði!
Þessi þrír útileikir, í Southampton, Manchester og Cardiff, gengu eins og best varð á kosið og nú eru næstu tveir leikir heima í Liverpool. Sá fyrri er við Sunderland sem er í harðri botnbaráttu og svo kemur Tottenham í heimsókn á sunnudaginn. Það er ekki neinn hroki í þeirri fullyrðingu að Liverpool á að vinna Sunderland á heimavelli. En til þess þarf Liverpool að spila mjög vel og halda fullri einbeitingu. Sunderland er auðvitað í vondum málum við botninn og liðið sló bæði Evrópudeildarmeistara Chelsea og Englandsmeistara Manchester United út úr Deildarbikarnum. Í úrslitaleiknum sjálfum stóð Sunderland rækilega í stórliði Manchester City þannig að leikmenn Liverpool geta ekki leyft sér neitt kæruleysi.
Sóknarleikur Liverpool blómstrar og varnarmenn Sunderland jafnt og annarra liða hljóta að hafa áhyggjur af Luis Suarez, Daniel Sturridge og félögum þeirra. Cardiff skoraði þrívegis á móti Liverpool á laugardaginn en Liverpool svaraði einfaldlega með sex mörkum! Það má reikna með því að ekki verði alltaf jafn auðvelt að skora og því þarf varnarleikurinn líka að vera í lagi. Það er ekki tryggt að alltaf sé hægt að skora fleiri mörk þegar andstæðingurinn skorar þrjú mörk eða svo!
Brendan Rodgers hefur ákallað stuðningsmenn Liverpool fyrir heimsókn Sunderland. Hann og leikmenn Liverpool vita að þessi leiktíð getur gefið titil af sér en til þess má ekkert út af bera. Önnur lið hafa fleiri stig og geta náð fleiri stigum en Liverpool. Málið er þó einfalt. Liverpool þarf að halda áfram að vinna og sjá til hvað gefst! Stuðningur The Kop á heimaleikjunum getur skipt miklu máli og gæti jafnvel verið talinn í mörkum og stigum áður en yfir lýkur.
Liverpool hóf síðasta ár með 3:0 heimasigri á Sunderland og vann svo aftur 1:3 í Sunderland í haust. Það má alveg segja að mikil markaskorun Liverpool hafi svolítið byrjað í leik liðanna á Anfield í fyrra þegar Simon Mignolet var til varnar í marki Sunderland. Ég spái því að Liverpool endurtaki leikinn annað kvöld og vinni 3:0. Sigur yrði aukalega sætur fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool á Íslandi á afmæli klúbbsins okkar:) Daniel Sturridge skorar tvö mörk og Luis Suarez eitt. Nú verður allt að ganga upp!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan