| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Borini verður uppi í stúku í kvöld
Fabio Borini verður að gera sér að góðu að fylgjast með leik Liverpool og Sunderland úr stúkunni á Anfield, en lánssamningur hans leyfir ekki að hann taki þátt í leikjum gegn Liverpool.
Hinn 22 ára Ítali hefur verið á láni hjá Sunderland síðan í byrjun september og gengið ágætlega, þótt liðinu hafi kannski ekki gengið sem skyldi. Borini hefur komið við sögu í 31 leik liðsins í vetur og skorað 6 mörk. Meðal annars bæði í undanúrslitum og úrslitum deildabikarsins, gegn sitthvoru Manchester liðinu.
„Þetta hefur verið ágætis tímabil hjá mér. Það hefur að vísu gengið upp og ofan hjá liðinu, en við komumst þó í úrslit deildabikarsins á Wembley. Það var stór stund. Okkar aðal markmið er auðvitað að halda okkur í deildinni. Vonandi tekst okkur það", segir Borini.
„Ég er vanur því að vera hjá stórum liðum þar sem alltaf er gerð krafa um sigur. Hjá Sunderland snýst baráttan frekar um að reyna að hala inn einhver stig. Það er öðruvísi, en mikilvæg reynsla."
„Það verður skrýtið og dálítið erfitt að fylgjast með leiknum í kvöld. Þegar maður er heill þá vill maður auðvitað spila, en eðlilega má ég ekki taka þátt í þessum leik. En ég verð uppi í stúku og reyni að hafa gaman af leiknum."
„Ég reikna með að Liverpool byrji af krafti og reyni að pressa stíft fyrstu mínúturnar, eins og liðið gerir yfirleitt. Liðið er mjög sterkt sóknarlega og það verður ábyggilega mikið álag á varnarmenn Sunderland í kvöld."
Hinn 22 ára Ítali hefur verið á láni hjá Sunderland síðan í byrjun september og gengið ágætlega, þótt liðinu hafi kannski ekki gengið sem skyldi. Borini hefur komið við sögu í 31 leik liðsins í vetur og skorað 6 mörk. Meðal annars bæði í undanúrslitum og úrslitum deildabikarsins, gegn sitthvoru Manchester liðinu.
„Þetta hefur verið ágætis tímabil hjá mér. Það hefur að vísu gengið upp og ofan hjá liðinu, en við komumst þó í úrslit deildabikarsins á Wembley. Það var stór stund. Okkar aðal markmið er auðvitað að halda okkur í deildinni. Vonandi tekst okkur það", segir Borini.
„Ég er vanur því að vera hjá stórum liðum þar sem alltaf er gerð krafa um sigur. Hjá Sunderland snýst baráttan frekar um að reyna að hala inn einhver stig. Það er öðruvísi, en mikilvæg reynsla."
„Það verður skrýtið og dálítið erfitt að fylgjast með leiknum í kvöld. Þegar maður er heill þá vill maður auðvitað spila, en eðlilega má ég ekki taka þátt í þessum leik. En ég verð uppi í stúku og reyni að hafa gaman af leiknum."
„Ég reikna með að Liverpool byrji af krafti og reyni að pressa stíft fyrstu mínúturnar, eins og liðið gerir yfirleitt. Liðið er mjög sterkt sóknarlega og það verður ábyggilega mikið álag á varnarmenn Sunderland í kvöld."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan