| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool getur orðið meistari!
Robbie Fowler segir að Liverpool eigi góða möguleika á að verða Englandsmeistari. Hann hafði þetta að segja, við fréttaritara Liverpool.is, á dögunum þegar hann var hér á landi.
,,Auðvitað á Liverpool góða möguleika á að vinna titilinn. Það er verst að þurfa að treysta á að tvö til þrjú önnur lið þurfi að misstíga sig. Það væri betra að þurfa aðeins að hafa áhyggjur af einu. Sóknarleikur liðsins er mjög góður en það er svolítið út af honum sem liðið fær mörk á sig. Liðið á sannarlega möguleika. Það er auðvitað ekki víst að liðið vinni titilinn að þessu sinni. En það styttist í að hann vinnist!"
,,Það er mikil samstaða í liðinu og Brendan á hrós skilið fyrir að ná henni. Ég held líka að liðið eigi eftir að verða enn betra. Luis Suarez og Daniel Sturridge hafa verið frábærir. Steven er líka búinn að vera magnaður. Hann er orðinn einn sá besti í sögu Liverpool og er í flokki með Kenny Dalglish hvað það varðar."
Nú er að sjá hvort Robbie Fowler hefur rétt fyrir sér með að Liverpool verði Englandsmeistari. Möguleikarnir eru að minnsta kosti vel fyrir hendi!
Hér má sjá viðtal sem tekið var við Robbie á Ruv.is.
,,Auðvitað á Liverpool góða möguleika á að vinna titilinn. Það er verst að þurfa að treysta á að tvö til þrjú önnur lið þurfi að misstíga sig. Það væri betra að þurfa aðeins að hafa áhyggjur af einu. Sóknarleikur liðsins er mjög góður en það er svolítið út af honum sem liðið fær mörk á sig. Liðið á sannarlega möguleika. Það er auðvitað ekki víst að liðið vinni titilinn að þessu sinni. En það styttist í að hann vinnist!"
,,Það er mikil samstaða í liðinu og Brendan á hrós skilið fyrir að ná henni. Ég held líka að liðið eigi eftir að verða enn betra. Luis Suarez og Daniel Sturridge hafa verið frábærir. Steven er líka búinn að vera magnaður. Hann er orðinn einn sá besti í sögu Liverpool og er í flokki með Kenny Dalglish hvað það varðar."
Nú er að sjá hvort Robbie Fowler hefur rétt fyrir sér með að Liverpool verði Englandsmeistari. Möguleikarnir eru að minnsta kosti vel fyrir hendi!
Hér má sjá viðtal sem tekið var við Robbie á Ruv.is.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan