| Sf. Gutt
TIL BAKA
Vonar að Liverpool verði meistari!
Sam Allardyce framkvæmdastjóri West Ham United segir að hann vilji að Liverpool verði meistari og Steven Gerrard taki við Englandsbikarnum. Það gerist ekki nema með hjálp West Ham sem þarf að vinna útisigur á Manchester City en reyndar þarf Liverpool að vinna Newcastle líka! Sam vill sem sagt hjálpa Liverpool á morgun.
,,Allir leikmennirnir geta sýnt sitt besta því við vitum að við erum öruggir í Úrvalsdeildinni. Við skulum því mæta til leiks og spilla veislunni hjá City. Ég held að núna langi alla hlutlausa til að sjá Liverpool vinna þetta. Sjálfur myndi ég vilja að Steven Gerrard ynni titilinn. Þetta er það síðasta sem hann hefur ekki alveg náð hjá Liverpool. En þeir hafa auðvitað misst þetta úr sínum eigin höndum. Miðað við hvernig þeir hafa verið að spila og stöðu þeirra þá er Man City líklegra liðið."
Þessi orð Sam Allardyce koma kannski stuðningsmönnum Liveprool á óvart enda hefur Sam sjaldan lagt Liverpool gott til. En það er hið besta mál að hann hafi áhuga á að spilla fyrirhugaðri meistaraveislu Manchester City. Eins sýna þessi orð í hversu miklu áliti Steven Gerrard er í knattspyrnuheiminum. Við sjáum hvað úr verður og vonum það besta!
,,Allir leikmennirnir geta sýnt sitt besta því við vitum að við erum öruggir í Úrvalsdeildinni. Við skulum því mæta til leiks og spilla veislunni hjá City. Ég held að núna langi alla hlutlausa til að sjá Liverpool vinna þetta. Sjálfur myndi ég vilja að Steven Gerrard ynni titilinn. Þetta er það síðasta sem hann hefur ekki alveg náð hjá Liverpool. En þeir hafa auðvitað misst þetta úr sínum eigin höndum. Miðað við hvernig þeir hafa verið að spila og stöðu þeirra þá er Man City líklegra liðið."
Þessi orð Sam Allardyce koma kannski stuðningsmönnum Liveprool á óvart enda hefur Sam sjaldan lagt Liverpool gott til. En það er hið besta mál að hann hafi áhuga á að spilla fyrirhugaðri meistaraveislu Manchester City. Eins sýna þessi orð í hversu miklu áliti Steven Gerrard er í knattspyrnuheiminum. Við sjáum hvað úr verður og vonum það besta!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan