Svona er staðan!
Staðan
- Manchester City er í efsta sæti þegar ein umferð er eftir með 83 stig. Markahlutfall City er hægstætt um 63 mörk og liðið hefur skorað 100 mörk. Manchester City getur náð 86 stigum.
- Liverpool er í öðru sæti með 81 stig. Markahlutfall Liverpool er hagstætt sem nemur 50 mörkum og liðið hefur skorað 99 mörk. Liverpool getur náð 84 stigum.
Leikirnir
- Liverpool leikur á morgun við Newcastle United á Anfield Road.
- Manchester City leikur á sama tíma við West Ham United á heimavelli sínum í Mancheseter.
Hvað getur gerst?
- Liverpool og Manchester City geta bæði orðið Englandsmeistarar.
Hvað gerðist síðast?
- Liverpool tapaði dýrmætum stigum á mánudagskvöldið þegar liðið gerði jafntefli 3:3 við Crystal Palace í London.
- Manchester City vann öruggan 4:0 heimasigur á Aston Villa á miðvikudagskvöldið.
Hvað segja framkvæmdastjórarnir?
- Brendan Rodgers sagði eftir leik Liverpool og Crystal Palace að möguleikar Liverpool á Englandsmeistaratitlinum væru svo til úr sögunni. Hann sagði þó að sínir menn myndu berjast til loka.
- Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, sagði eftir sigurinn á Aston Villa að hann ætti von á því að lið sitt myndi vinna titilinn.
Hvernig getur Liverpool orðið Englandsmeistari?
- Liverpool verður ekki enskur meistari nema liðið vinni Newcastle United og Manchester City tapi fyrir West Ham United.
- Reyndar er stærðfræðilegur möguleiki ef Liverpool vinnur sinn leik og City gerir jafntefli. En Liverpool yrði þá að vinna Newcastle með þrettán mörkum!
Niðurstaða
- Liverpool á vissulega minni möguleika en Manchester City en kraftaverk gerast af og til. Við stuðningsmenn Liverpool verðum að vona að kraftaverk gerist á morgun. Annars getur allt gerst í knattspyrnunni eins og oft hefur sýnt sig í langri sögu hennar!
Hér má sjá sparkspekinga BBC ræða um titilbaráttuna.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni