Spáð í spilin
Liverpool getur orðið Englandsmeistari á morgun í 19. sinn! En til að draumur okkar stuðningsmanna Liverpool geti orðið að veruleika þarf ýmislegt að gerast. Í fyrsta lagi þarf Liverpool að vinna Newcastle United á Anfield Road. Í annan stað þarf Manchester City að tapa fyrir West Ham United á heimavelli sínum. Svo einfalt er þetta nú og svo er reyndar möguleiki á að Liverpool vinni titilinn með því að vinna Newcastle svona eins og 13:0 og Manchester City geri jafntefli.
Við höfum þó þrjá fyrrum leikmenn okkar í röðum Liverpool og þeir munu alveg örugglega leggja sig alla fram verði þeir valdir í liðið hjá West Ham. Joe Cole, Stewart Downing og Andy Carroll verða okkar menn og ekki má gleyma Kevin Nolan, fyrirliða West Ham, sem oft hefur gert Liverpool erfitt fyrir. Hann er þó fæddur í Liverpool og er grjótharður stuðningsmaður Rauða hersins. Það geta allir verið vissir um að hann vill að Liverpool vinni titilinn!
YNWA
Svona upp á gamlan kunningsskap þá látum við spá Mark Lawrenson fylgja með. Þetta er jú síðasta umferðin á leiktíðinni.
Newcastle marði sigur á Cardiff í síðustu viku. Þeir unnu 3:0 en tvö mörk undir lokin gerðu sigurinn meira sannfærandi en hann í raun var. Ég held að sigurinn sem endaði sex leikja taphrinu þýði ekki að vandamál þeirra séu að baki. Skjórarnir geta ekki beðið eftir að leiktíðin endi en sumarið verður áhugavert vegna þess að framtíð eigandans Mike Ashley og framkvæmdastjórans Alan Pardew er á mikilli huldu.
Titilatlaga Liverpool hefur runnið út í sandinn í síðustu tveimur leikjum en þrátt fyrir það þá hefur liðið átt framúrskarandi leiktíð því í ágúst átti enginn von á því að það kæmist svona nærri því að vinna deildina. Fólk segir að Brendan Rodgers hafi bara eina leikaðferð en hann er ekki með nógu marga leikmenn til að breyta liðinu og leikaðferð þess. Brendan þarf núna að byggja ofan á þennan árangur með því að styrkja liðshópinn sinn.
Það er góð stemmning í kringum allt hjá Liverpool núna. Það á að stækka Anfield og eina blikan sem ég sé á lofti er sú ef Real Madrid myndi ákveða að selja Karim Benzema í sumar. Ef þeir gera það þá hef ég á tilfinningunni að þeir muni gera atlögu að því að kaupa herra Luis Suarez í hans stað. Ég vona þó að ég hafi rangt fyrir mér.
Úrskurður: 3:0.
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn