Fylgst með titilatlögunni á Liverpool.is!
Verður Liverpool Englandsmeistari í dag? Hér á Liverpool.is munum við fylgjast með titilatlögu Liverpool í dag. Reglulega verða settar inn fréttir af gangi mála allt frá veðurfregnum til frétta af mörkum!
16:30. Liverpool gerði harða atlögu að Englandsmeistaratitlinum. Titillinn náðist ekki en nú er að halda áfram á sömu braut á næstu árum, vera með í baráttunni og binda endi á biðina!
16:00. Leikjum lokið. Liverpool vann Newcastle 2:1 en það dugði ekki til því Manchester City lagði West Ham að velli 2:0 á sama tíma. Manchester City vinnur Englandsmeistaratitilinn í fjórða sinn. Liðið vann líka Deildarbikarinn. Liverpool endaði í öðru sæti í deildinni.
Liverpool : Newcastle U. 2:1. (65. mín.) - Daniel Sturridge. Endurtekning af fyrra markinu.
Liverpool : Newcastle U. 1:1. (63. mín.) - Daniel Agger. Aukaspyrna frá hægri sem Daniel stýrði í markið við fjærstöngina.
Manchester C : West Ham United. 2:0. (49. mín.) - Vincent Kompany.
Hálfleikur. Meistaratitilinn er enn fjarlægari en þegar flautað var til leiks klukkan tvö.
Manchester C : West Ham United. 1:0. (39. mín.) - Samir Nasri.
Liverpool : Newcastle U. 0:1. (20. mín.) - Martin Skrtel, sjálfsmark. Þetta er fjórða sjálfsmark Slóvakans á leiktíðinni.
14:00. Leikirnir hefjast.
13:50. Það er allt að verða vitlaust á Anfield. Stemmningin er einfaldlega ótrúleg. Þjóðsöngurinn verður sunginn hvað úr hverju!!!
13:30. Sólin hefur aðeins sýnt sig og stuðningsmenn Liverpool eru farnir að tínast inn í Musterið. Aðrir eru að syngja liðinu sínu til heiðurs og hvatningar á kránum í kringum Anfield.
13:15. Brendan Rodgers er búinn að velja byrjunarlið Liverpool. Þetta eru Rauðliðar dagsins! Simon Mignolet, Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger, Jon Flanagan, Jordan Henderson, Steven Gerrard, Joe Allen, Raheem Sterling, Luis Suarez og Daniel Sturridge. Varamenn: Brad Jones, Kolo Toure, Mamadou Sakho, Aly Cissokho, Lucas Leiva, Philippe Coutinho og Iago Aspas.
12:30. Austurríki vann Sönguvakeppni Evrópu í gærkvöldi. Síðast vann Austurríki keppnina 1966 og þá varð Liverpool Englandsmeistari. Árið áður var Liverpool í sjöunda sæti. Endurtekur sagan sig?
12:00. Andy Carroll segist ætla að gera sitt besta til að skora á móti Manchester City og hjálpa Liverpool til að verða Englandsmeistari. Kevin Nolan, fyrirliði West Ham United, segir að hann vilji sjá Liverpool vinna deildina. Kevin er fæddur í Liverpool og æfði með unglingaliðum Liverpool!
11:30. Stuðningsmenn Liverpool tóku á móti liðsrútu Liverpool á sama hátt og fyrir síðustu heimaleiki. Vegurinn heim að Anfield var þéttskipaður fólki sem söng og veifaði fánum. Já, það vantar ekki stuðninginn!
11:00. Steven Gerrard er ekki búinn að gefa upp alla von. Hann skrifaði þetta í leikskrá Liverpool. ,,Hjá þessu félagi vitum við að það er aldrei neitt vonlaust. Olympiakos, Istanbúl, úrslitaleikurinn í F.A. bikarnum á móti West Ham árið 2006. Það hefur oft gerst að öll sund virtust lokuð en við höfum barist og uppskorið sigur. Þess vegna munum við, á meðan nokkur von er til að við verðum meistarar, leggja okkur alla fram þar til flautað verður til leiksloka í dag."
10:30. Coleen Rooney eiginkona Wayne, sem er frá Liverpool, er búin að gera stuðningsmenn Manchester United reiða í morgunsárið. Hún skrifaði þetta á Twitter síðu sína. ,,Óska Liverpool góðs gengis í dag!! Frábær leiktíð hjá þeim!! Krossa fingur!!" Vinaleg kveðja frá Manchester:)
10:15. Veðurspáin hljóðar upp á skýjað veður en það gæti aðeins sést til sólar seinni partinn. Svo gætu fallið nokkrir rigningardropar. Hiti um 12 stig eða svo.
10:00. Liverpool getur orðið Englandsmeistari í dag í 19. sinn með því að vinna Newcastle United á Anfield Road. Á sama tíma verður West Ham United að vinna Manchester City á Etihad leikvanginum í Manchester!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni