Fylgst með titilatlögunni á Liverpool.is!
Verður Liverpool Englandsmeistari í dag? Hér á Liverpool.is munum við fylgjast með titilatlögu Liverpool í dag. Reglulega verða settar inn fréttir af gangi mála allt frá veðurfregnum til frétta af mörkum!
16:30. Liverpool gerði harða atlögu að Englandsmeistaratitlinum. Titillinn náðist ekki en nú er að halda áfram á sömu braut á næstu árum, vera með í baráttunni og binda endi á biðina!
16:00. Leikjum lokið. Liverpool vann Newcastle 2:1 en það dugði ekki til því Manchester City lagði West Ham að velli 2:0 á sama tíma. Manchester City vinnur Englandsmeistaratitilinn í fjórða sinn. Liðið vann líka Deildarbikarinn. Liverpool endaði í öðru sæti í deildinni.
Liverpool : Newcastle U. 2:1. (65. mín.) - Daniel Sturridge. Endurtekning af fyrra markinu.
Liverpool : Newcastle U. 1:1. (63. mín.) - Daniel Agger. Aukaspyrna frá hægri sem Daniel stýrði í markið við fjærstöngina.
Manchester C : West Ham United. 2:0. (49. mín.) - Vincent Kompany.
Hálfleikur. Meistaratitilinn er enn fjarlægari en þegar flautað var til leiks klukkan tvö.
Manchester C : West Ham United. 1:0. (39. mín.) - Samir Nasri.
Liverpool : Newcastle U. 0:1. (20. mín.) - Martin Skrtel, sjálfsmark. Þetta er fjórða sjálfsmark Slóvakans á leiktíðinni.
14:00. Leikirnir hefjast.
13:50. Það er allt að verða vitlaust á Anfield. Stemmningin er einfaldlega ótrúleg. Þjóðsöngurinn verður sunginn hvað úr hverju!!!
12:30. Austurríki vann Sönguvakeppni Evrópu í gærkvöldi. Síðast vann Austurríki keppnina 1966 og þá varð Liverpool Englandsmeistari. Árið áður var Liverpool í sjöunda sæti. Endurtekur sagan sig?
12:00. Andy Carroll segist ætla að gera sitt besta til að skora á móti Manchester City og hjálpa Liverpool til að verða Englandsmeistari. Kevin Nolan, fyrirliði West Ham United, segir að hann vilji sjá Liverpool vinna deildina. Kevin er fæddur í Liverpool og æfði með unglingaliðum Liverpool!
11:30. Stuðningsmenn Liverpool tóku á móti liðsrútu Liverpool á sama hátt og fyrir síðustu heimaleiki. Vegurinn heim að Anfield var þéttskipaður fólki sem söng og veifaði fánum. Já, það vantar ekki stuðninginn!
10:30. Coleen Rooney eiginkona Wayne, sem er frá Liverpool, er búin að gera stuðningsmenn Manchester United reiða í morgunsárið. Hún skrifaði þetta á Twitter síðu sína. ,,Óska Liverpool góðs gengis í dag!! Frábær leiktíð hjá þeim!! Krossa fingur!!" Vinaleg kveðja frá Manchester:)
10:15. Veðurspáin hljóðar upp á skýjað veður en það gæti aðeins sést til sólar seinni partinn. Svo gætu fallið nokkrir rigningardropar. Hiti um 12 stig eða svo.
10:00. Liverpool getur orðið Englandsmeistari í dag í 19. sinn með því að vinna Newcastle United á Anfield Road. Á sama tíma verður West Ham United að vinna Manchester City á Etihad leikvanginum í Manchester!
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna