| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ekkert kraftaverk en annað sætið tryggt!
Því miður var ekki kraftaverk í boði í dag! Liverpool endaði magnað keppnistímabil með því að leggja Newcastle United að velli 2:1 á Anfield. Englandsmeistaratitilinn náðist ekki en Liverpool gerði harða atlögu að honum. Það voru auðvitað vonbrigði að ná ekki titlinum en árangur Liverpool á leiktíðinni var samt framar vonum flestra.
Brendan Rodgers gerði tvær breytingar á liði sínu fyrir þennan síðasta leik leiktíðarinnar. Jordan Henderson var laus úr leikbanninu og kom inn í liðið með varafyrirliðanum Daniel Agger. Dæmið var einfalt. Liverpool varð að vinna og vonast eftir því að West Ham United myndi vinna útisigur á Manchester City.
Leikurinn var rólegur lengi framan af og það var ekki fyrr en á 10. mínútu að Liverpool náði að ógna þegar Raheem Sterling komst í færi en Tim Krul kom vel á móti og bjargaði. Um níu mínútum síðar þurfti Tim á hinn bóginn að horfa á eftir boltanum í markið. Luis Suarez fékk boltann úti á hægri kanti þar sem brotið var á honum. Um leið og dæmt var sendi hann boltann með glæsilegu bogaskoti yfir Tim. Rauðliðar fögnuðu en dómarinn batt endi á fögnuðinn og krafðist þess að fá að flauta. Merkilegt því oft má taka aukaspyrnur vel frá marki án þess að dómari flauti!
Newcastle skoraði svo í næstu sókn. Hröð sókn endaði með því að Yoan Gouffran kom fram vinstra megin og sendi fyrir markið. Martin Skrtel fór í boltann en það tókst ekki betur til en svo að hann stýrði boltanum í eigið mark! Þetta kom eins og köld vatsgusa fram í Rauðliða en ekkert hægt að gera nema að reyna að jafna leikinn.
Fyrsta alvöru atlagan að jöfunarmarki var gerð á 24. mínútu þegar Daniel Agger átti skalla hornspyrnu Steven Gerrard frá hægri en Tim varði. Þremur mínútum seinna mátti engu muna að staða Liverpool versnaði enn meira. Eftir gott spil slapp Yoan í gegn en Simon kom vel út á móti og varði vel. Leikmenn Liverpool voru greinilega slegnir út af laginu en á 34. mínútu gerði Luis vel í að leika á tvo varnarmenn og komast inn í vítateiginn en skot hans var því miður laust og Tim varði auðveldlega.
Fimm mínútum fyrir leikhlé tók Jordan Henderson góða rispu og sendi fyrir frá hægri þar sem Daniel Sturridge fékk upplagt skallafæri en hann náði ekki að reka höfuðið nógu fast í boltann og hann fór framhjá. Þarna átti Daniel að skora. Um svipað leyti bárust tíðindi frá Manchester þess efnis að heimamenn væru komnir yfir. Illt í efni og í leikhléi höfðu ekki komið fleiri mörk í þessum tveimur leikjum.
Aly Cissokho kom inn á í hálfleik fyrir Jon Flanagan sem sennilega var meiddur. Manchester City bætti við marki snemma í síðari hálfleik og þar með fjarlægðist sá litli möguleiki sem Liverpool átti enn frekar. Liverpool jafnaði þó leika á 63. mínútu og það mark kom eiginlega upp úr þurru. Liverpool fékk aukaspyrnu út frá hægra vítateigshorninu. Steven tók aukaspyrnuna og sendi fasta sendingu yfir á fjærstöng og þar náði Daniel Agger einhvern veginn að teygja sig í boltann á lofti og stýra honum í markið. Vel gert hjá Dananum og kannski hefði hann átt að vera í liðinu í síðustu leikjum.
Tveimur mínútum seinna fékk Liverpool aftur aukaspyrnu svo til á sama stað. Steven endurtók leikinn og sendi á sama punktinn og þar stýrði Daniel boltanum í markið. Nú var það reyndar Sturridge sem var að verki. Algjört ljósrit af fyrra markinu og nú tóku stuðningsmenn Liverpool vel við sér!
Newcastle fékk að sjálfsögðu miðju eftir markið en áður en miðjan var tekinn var Shola Ameobi rekinn út af. Hann mótmælti einhverju og fékk gult spjald. Hann lét sér ekki segjast og átti annað orð við dómarinn sem sýndi honum þá aftur gult spjald og svo rautt! Furðulegt atvik svo ekki sé meira sagt!
Þegar ellefu mínútur voru eftir átti Daniel Agger aftur að skora. Steven sendi aftur frábæra aukaspyrnu fyrir frá hægri en Daniel hitti ekki boltann nógu vel og boltinn smaug framhjá.
Ólíkt leiknum á mánudagkvöldið hélt Liverpool fengnum hlut og gaf mótherjunum enga möguleika á að komast aftur inn í leikinn. Það hjálpaði reyndar til að þremur mínútum fyrir leikslok fækkaði enn í liði Newcastle þegar Paul Dummett var rekinn af velli fyrir að sparka Luis niður. Reyndar hefði nú gult spjald kannski dugað en dómarinn lét hann fjúka. Liverpool hafði sigur sem tryggði annað sætið í deildinni. Það var meira í boði en Englandsmeistaratitillinn átti greinilega ekki að koma aftur til Liverpool þetta árið!
Leikmenn Liverpool voru hylltir í leikslok og stuðningsmenn Liverpool sýndu að þeim þótti liðið sitt hafa staðið sig vel og rúmlega það á leiktíðinni. Frábær árangur þótt vonbrigði væru í aðra röndina en líklega hefðu allir tekið öðru sæti deildarinnar ef það hefði verið boðið áður en þessi leiktíð hófst! Nú þarf bara að lyfta sér upp um eitt sæti. Það er meira en að segja það en ekki dugar annað en að stefna á toppinn!
Liverpool: Mignolet; Johnson, Skrtel, Agger, Flanagan (Cissokho 46. mín.); Gerrard; Henderson, Sterling, Allen (Coutinho 59. mín.); Suarez og Sturridge (Leiva 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Aspas og Sakho.
Mörk Liverpool: Daniel Agger (63. mín.) og Daniel Sturridge (65. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Newcastle United: Krul; Debuchy, Taylor (de Jong 72. mín.), Williamson, Coloccini, Haidara; Sissoko, Anita, Tiote (Dummett 82. mín.), Gouffran (Sammy Ameobi 78. mín.) og Shola Ameobi. Ónotaðir varamenn: Santon, Yanga-Mbiwa, Elliot og Satka.
Mark Newcastle: Martin Skrtel, sm., (20. mín.).
Gul spjöld: Mathieu Debuchy, Vurnon Anita, Yoan Gouffran og Shola Ameobi.
Rauð spjöld: Shola Ameobi og Paul Dummett.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.724.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn var frábær að venju og skóp sigur Liverpool með því að leggja upp bæði mörkin. Fyrir utan það hélt hann spilinu gangandi og barðist vel. Sem sagt venjulegur dagur hjá meistaranum!
Brendan Rodgers: Þetta hefur verið dásamleg leiktíð. Liðið hefur vaxið mikið og þróast. Það magnaða við okkur er að við eigum eftir að taka framförum og við verðum betri á næsta keppnistímabili. Liðshópurinn er ungur, við eigum eftir að bæta í hann og verðum tilbúnir í slaginn aftur. Núna erum við komnir með meiri trú á okkur.
Fróðleikur
- Liverpool endaði leiktíðina í öðru sæti deildarinnar.
- Sá árangur tryggir Liverpool sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
- Luis Suarez varð markakóngur deildarinnar með 31 mark.
- Hann jafnaði þar með markamet sem Alan Shearer, Newcastle United, og Cristiano Ronaldo, Manchester United, áttu í 38 leikja deild.
- Liverpool skoraði 101 mark og er það í fyrsta sinn sem liðið gerir það í efstu deild í sögunni.
- Liverpool fékk á sig 50 mörk. Það hefur ekki gerst í 38. leikja deild frá því á leiktíðinni 1914/15 .
- Daniel Agger skoraði annað mark sitt á sparktíðinni.
- Nafni hans Sturridge skoraði í 24. sinn.
- Daniel Sturridge skoraði fyrsta og síðasta markið á leiktíðinni.
- Bæði mörkin voru sigurmörk gegn Stoke og svo á móti Newcastle.
- Simon Mignolet lék sinn 40. leik með Liverpool.
- Philippe Coutinho lék sinn 50. leik. Hann hefur skorað átta mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir af heiðurshring leikmanna Liverpool eftir leikinn.
Hér er myndband af heiðurhringnum.
Hér er viðtal sem tekið var við Brendan Rodgers eftir leikinn.
Brendan Rodgers gerði tvær breytingar á liði sínu fyrir þennan síðasta leik leiktíðarinnar. Jordan Henderson var laus úr leikbanninu og kom inn í liðið með varafyrirliðanum Daniel Agger. Dæmið var einfalt. Liverpool varð að vinna og vonast eftir því að West Ham United myndi vinna útisigur á Manchester City.
Leikurinn var rólegur lengi framan af og það var ekki fyrr en á 10. mínútu að Liverpool náði að ógna þegar Raheem Sterling komst í færi en Tim Krul kom vel á móti og bjargaði. Um níu mínútum síðar þurfti Tim á hinn bóginn að horfa á eftir boltanum í markið. Luis Suarez fékk boltann úti á hægri kanti þar sem brotið var á honum. Um leið og dæmt var sendi hann boltann með glæsilegu bogaskoti yfir Tim. Rauðliðar fögnuðu en dómarinn batt endi á fögnuðinn og krafðist þess að fá að flauta. Merkilegt því oft má taka aukaspyrnur vel frá marki án þess að dómari flauti!
Newcastle skoraði svo í næstu sókn. Hröð sókn endaði með því að Yoan Gouffran kom fram vinstra megin og sendi fyrir markið. Martin Skrtel fór í boltann en það tókst ekki betur til en svo að hann stýrði boltanum í eigið mark! Þetta kom eins og köld vatsgusa fram í Rauðliða en ekkert hægt að gera nema að reyna að jafna leikinn.
Fyrsta alvöru atlagan að jöfunarmarki var gerð á 24. mínútu þegar Daniel Agger átti skalla hornspyrnu Steven Gerrard frá hægri en Tim varði. Þremur mínútum seinna mátti engu muna að staða Liverpool versnaði enn meira. Eftir gott spil slapp Yoan í gegn en Simon kom vel út á móti og varði vel. Leikmenn Liverpool voru greinilega slegnir út af laginu en á 34. mínútu gerði Luis vel í að leika á tvo varnarmenn og komast inn í vítateiginn en skot hans var því miður laust og Tim varði auðveldlega.
Fimm mínútum fyrir leikhlé tók Jordan Henderson góða rispu og sendi fyrir frá hægri þar sem Daniel Sturridge fékk upplagt skallafæri en hann náði ekki að reka höfuðið nógu fast í boltann og hann fór framhjá. Þarna átti Daniel að skora. Um svipað leyti bárust tíðindi frá Manchester þess efnis að heimamenn væru komnir yfir. Illt í efni og í leikhléi höfðu ekki komið fleiri mörk í þessum tveimur leikjum.
Aly Cissokho kom inn á í hálfleik fyrir Jon Flanagan sem sennilega var meiddur. Manchester City bætti við marki snemma í síðari hálfleik og þar með fjarlægðist sá litli möguleiki sem Liverpool átti enn frekar. Liverpool jafnaði þó leika á 63. mínútu og það mark kom eiginlega upp úr þurru. Liverpool fékk aukaspyrnu út frá hægra vítateigshorninu. Steven tók aukaspyrnuna og sendi fasta sendingu yfir á fjærstöng og þar náði Daniel Agger einhvern veginn að teygja sig í boltann á lofti og stýra honum í markið. Vel gert hjá Dananum og kannski hefði hann átt að vera í liðinu í síðustu leikjum.
Tveimur mínútum seinna fékk Liverpool aftur aukaspyrnu svo til á sama stað. Steven endurtók leikinn og sendi á sama punktinn og þar stýrði Daniel boltanum í markið. Nú var það reyndar Sturridge sem var að verki. Algjört ljósrit af fyrra markinu og nú tóku stuðningsmenn Liverpool vel við sér!
Newcastle fékk að sjálfsögðu miðju eftir markið en áður en miðjan var tekinn var Shola Ameobi rekinn út af. Hann mótmælti einhverju og fékk gult spjald. Hann lét sér ekki segjast og átti annað orð við dómarinn sem sýndi honum þá aftur gult spjald og svo rautt! Furðulegt atvik svo ekki sé meira sagt!
Þegar ellefu mínútur voru eftir átti Daniel Agger aftur að skora. Steven sendi aftur frábæra aukaspyrnu fyrir frá hægri en Daniel hitti ekki boltann nógu vel og boltinn smaug framhjá.
Ólíkt leiknum á mánudagkvöldið hélt Liverpool fengnum hlut og gaf mótherjunum enga möguleika á að komast aftur inn í leikinn. Það hjálpaði reyndar til að þremur mínútum fyrir leikslok fækkaði enn í liði Newcastle þegar Paul Dummett var rekinn af velli fyrir að sparka Luis niður. Reyndar hefði nú gult spjald kannski dugað en dómarinn lét hann fjúka. Liverpool hafði sigur sem tryggði annað sætið í deildinni. Það var meira í boði en Englandsmeistaratitillinn átti greinilega ekki að koma aftur til Liverpool þetta árið!
Leikmenn Liverpool voru hylltir í leikslok og stuðningsmenn Liverpool sýndu að þeim þótti liðið sitt hafa staðið sig vel og rúmlega það á leiktíðinni. Frábær árangur þótt vonbrigði væru í aðra röndina en líklega hefðu allir tekið öðru sæti deildarinnar ef það hefði verið boðið áður en þessi leiktíð hófst! Nú þarf bara að lyfta sér upp um eitt sæti. Það er meira en að segja það en ekki dugar annað en að stefna á toppinn!
Liverpool: Mignolet; Johnson, Skrtel, Agger, Flanagan (Cissokho 46. mín.); Gerrard; Henderson, Sterling, Allen (Coutinho 59. mín.); Suarez og Sturridge (Leiva 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Aspas og Sakho.
Mörk Liverpool: Daniel Agger (63. mín.) og Daniel Sturridge (65. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Newcastle United: Krul; Debuchy, Taylor (de Jong 72. mín.), Williamson, Coloccini, Haidara; Sissoko, Anita, Tiote (Dummett 82. mín.), Gouffran (Sammy Ameobi 78. mín.) og Shola Ameobi. Ónotaðir varamenn: Santon, Yanga-Mbiwa, Elliot og Satka.
Mark Newcastle: Martin Skrtel, sm., (20. mín.).
Gul spjöld: Mathieu Debuchy, Vurnon Anita, Yoan Gouffran og Shola Ameobi.
Rauð spjöld: Shola Ameobi og Paul Dummett.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.724.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn var frábær að venju og skóp sigur Liverpool með því að leggja upp bæði mörkin. Fyrir utan það hélt hann spilinu gangandi og barðist vel. Sem sagt venjulegur dagur hjá meistaranum!
Brendan Rodgers: Þetta hefur verið dásamleg leiktíð. Liðið hefur vaxið mikið og þróast. Það magnaða við okkur er að við eigum eftir að taka framförum og við verðum betri á næsta keppnistímabili. Liðshópurinn er ungur, við eigum eftir að bæta í hann og verðum tilbúnir í slaginn aftur. Núna erum við komnir með meiri trú á okkur.
Fróðleikur
- Liverpool endaði leiktíðina í öðru sæti deildarinnar.
- Sá árangur tryggir Liverpool sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
- Luis Suarez varð markakóngur deildarinnar með 31 mark.
- Hann jafnaði þar með markamet sem Alan Shearer, Newcastle United, og Cristiano Ronaldo, Manchester United, áttu í 38 leikja deild.
- Liverpool skoraði 101 mark og er það í fyrsta sinn sem liðið gerir það í efstu deild í sögunni.
- Liverpool fékk á sig 50 mörk. Það hefur ekki gerst í 38. leikja deild frá því á leiktíðinni 1914/15 .
- Daniel Agger skoraði annað mark sitt á sparktíðinni.
- Nafni hans Sturridge skoraði í 24. sinn.
- Daniel Sturridge skoraði fyrsta og síðasta markið á leiktíðinni.
- Bæði mörkin voru sigurmörk gegn Stoke og svo á móti Newcastle.
- Simon Mignolet lék sinn 40. leik með Liverpool.
- Philippe Coutinho lék sinn 50. leik. Hann hefur skorað átta mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir af heiðurshring leikmanna Liverpool eftir leikinn.
Hér er myndband af heiðurhringnum.
Hér er viðtal sem tekið var við Brendan Rodgers eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan