| Sf. Gutt
TIL BAKA
Besti sóknarmaður í heimi!
Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, dregur ekki úr því og fullyrðir með rökum að Luis Suarez sé besti sóknarmaður í heimi. Hann segist ekki áður hafa séð sóknarmann eins og Luis og það sé mjög erfitt að skilgreina hann. Michael hafði meðal annars þetta að segja í pistli í The Telegraph.
,,Suarez er ekki svona gamaldags númer 9 sóknarmaður en samt hefur hann síðustu árin raðað inn mörkum í betra hlutfalli en nokkur sóknarmaður hefur áður gert hjá Liverpool. Það er býsna mikið afrek ef tekið er tillit til þess að sumir af þeim bestu sóknarmönnum sem hafa komið fram hafa spilað fyrir hönd félagsins. Hann skorar líka alls konar mörk hvort sem hann er stutt eða langt frá markinu."
,,Það er heldur alls ekki hægt að segja að Luis sé dæmigerður númer 10 leikmaður. En hann var samt með næst flestar stoðsendingar fyrir sitt félag í Úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og lagði upp mörk fyrir Daniel Sturridge og aðra félaga sína. Stundum hefur Suarez verið beðinn um að spila úti á köntunum og koma þaðan inn á miðjuna. Mörgum sóknarmönnum finnst það erfitt og ég hefði sjálfur ekki átt auðvelt með slíkt. Svo er hann stundum á sínum eigin vallarhelmingi að reyna að ná boltanum."
,,Þegar allt þetta er lagt saman þá kemur út besti alhliða sóknarmaður í heimi. Það er enginn á þessu heimsmeistaramóti betri en Suarez í sinni stöðu á vellinum."
Svo mörg voru þau orð!
,,Suarez er ekki svona gamaldags númer 9 sóknarmaður en samt hefur hann síðustu árin raðað inn mörkum í betra hlutfalli en nokkur sóknarmaður hefur áður gert hjá Liverpool. Það er býsna mikið afrek ef tekið er tillit til þess að sumir af þeim bestu sóknarmönnum sem hafa komið fram hafa spilað fyrir hönd félagsins. Hann skorar líka alls konar mörk hvort sem hann er stutt eða langt frá markinu."
,,Það er heldur alls ekki hægt að segja að Luis sé dæmigerður númer 10 leikmaður. En hann var samt með næst flestar stoðsendingar fyrir sitt félag í Úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og lagði upp mörk fyrir Daniel Sturridge og aðra félaga sína. Stundum hefur Suarez verið beðinn um að spila úti á köntunum og koma þaðan inn á miðjuna. Mörgum sóknarmönnum finnst það erfitt og ég hefði sjálfur ekki átt auðvelt með slíkt. Svo er hann stundum á sínum eigin vallarhelmingi að reyna að ná boltanum."
,,Þegar allt þetta er lagt saman þá kemur út besti alhliða sóknarmaður í heimi. Það er enginn á þessu heimsmeistaramóti betri en Suarez í sinni stöðu á vellinum."
Svo mörg voru þau orð!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan