| Sf. Gutt
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, dæmdi Luis Suarez í dag í fjögurra mánaða bann frá allri knattspyrnuiðkun. Þetta er þyngsti dómur sem knattspyrnumaður hefur fengið fyrir brot innan vallar.
Luis má ekki spila næstu níu leiki með landsliði sínu og því er Heimsmeistarakeppnin búin hjá honum. Hann þurfti líka að greiða 12 og hálfa milljón í sekt. Knattspyrnusamband Úrúgvæ ætlar að áfrýja dómi FIFA.
Bannið setur heldur betur strik í reikinga Liverpool en Luis má ekki spila með liðinu sínu fyrr en í lok október! Það þýðir að hann missir allt upp í 13 leiki með Liverpool og er það auðvitað mikið áfall fyrir Brendan Rodgers og lið hans. Það sem meira er þá mun honum heldur ekki vera leyfilegt að æfa með Liverpool. Það má þó selja hann milli félaga á þessum tíma.
Liverpool Football Club sendi í kjölfar dómsins frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að ekki yrði tjáð sig um dóminn, af hálfu félagsins, fyrr en dómurinn hafi verið skoðaður betur. Leikbannið tekur gildi frá og með deginum í dag.
TIL BAKA
Luis dæmdur í fjögurra mánaða bann!

Luis má ekki spila næstu níu leiki með landsliði sínu og því er Heimsmeistarakeppnin búin hjá honum. Hann þurfti líka að greiða 12 og hálfa milljón í sekt. Knattspyrnusamband Úrúgvæ ætlar að áfrýja dómi FIFA.
Bannið setur heldur betur strik í reikinga Liverpool en Luis má ekki spila með liðinu sínu fyrr en í lok október! Það þýðir að hann missir allt upp í 13 leiki með Liverpool og er það auðvitað mikið áfall fyrir Brendan Rodgers og lið hans. Það sem meira er þá mun honum heldur ekki vera leyfilegt að æfa með Liverpool. Það má þó selja hann milli félaga á þessum tíma.
Liverpool Football Club sendi í kjölfar dómsins frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að ekki yrði tjáð sig um dóminn, af hálfu félagsins, fyrr en dómurinn hafi verið skoðaður betur. Leikbannið tekur gildi frá og með deginum í dag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan