| Sf. Gutt
Luis er núna heima í Úrúgvæ en þangað fór hann fyrir leik landsliðs síns á móti Kólumbíu í 16 liða úrslitum HM. Úrúgvæ tapaði 2:0 og það er spurning hvernig Luis leið á meðan hann horfði á leikinn! Luis var annars tekið með kostum og kynjum í heimalandi sínu og landar hans hafa hver í kapp við annan lýst stuðningi sínum við hann. Þar í landi er talað um ofsóknir og ósanngirni í sambandi við leikbannið. Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefur áfrýjað dómi FIFA en ólíklegt er talið að bannið verði stytt.
Ýmsir hafa tjáð sig um málið og sýnist sitt hverjum. Ítalinn Giorgio Chiellini, sem varð fyrir atlögu Luis, segir það sína skoðun að bannið sé of langt. Hann sagist ekki bera neinn kala til Luis.
Alþjóðlegt samband knattspyrnuleikmanna, FifPro, telur bannið of langt og það brjóti á rétti leikmanns til að stunda vinnu sína. Í yfirlýsingu segir að það sé alvarlegt hversu bannið komi niður á Liverpool.
TIL BAKA
Staða Luis Suarez
Luis er núna heima í Úrúgvæ en þangað fór hann fyrir leik landsliðs síns á móti Kólumbíu í 16 liða úrslitum HM. Úrúgvæ tapaði 2:0 og það er spurning hvernig Luis leið á meðan hann horfði á leikinn! Luis var annars tekið með kostum og kynjum í heimalandi sínu og landar hans hafa hver í kapp við annan lýst stuðningi sínum við hann. Þar í landi er talað um ofsóknir og ósanngirni í sambandi við leikbannið. Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefur áfrýjað dómi FIFA en ólíklegt er talið að bannið verði stytt.
Ýmsir hafa tjáð sig um málið og sýnist sitt hverjum. Ítalinn Giorgio Chiellini, sem varð fyrir atlögu Luis, segir það sína skoðun að bannið sé of langt. Hann sagist ekki bera neinn kala til Luis.
Alþjóðlegt samband knattspyrnuleikmanna, FifPro, telur bannið of langt og það brjóti á rétti leikmanns til að stunda vinnu sína. Í yfirlýsingu segir að það sé alvarlegt hversu bannið komi niður á Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan