| Heimir Eyvindarson
Brendan Rodgers segir að Liverpool hafi gert allt til þess að halda Luis Suarez innan sinna raða, en því miður sé niðurstaðan sú að hann sé horfinn á braut.
Eins og við höfum greint frá hér á síðunni staðfesti Liverpool í morgun að Luis Suarez sé genginn í raðir Barcelona. Þetta hefur legið í loftinu í nokkra daga, en var endanlega staðfest í morgun. Brendan segir að það sé mikil eftirsjá að hinum litríka Úrugvæa.
,,Luis er einstaklega hæfileikaríkur leikmaður og ég vil byrja á því að þakka honum fyrir tímann sem við höfum átt saman hér hjá Liverpool", segir Brendan í viðtali við Liverpoolfc.com.
,,Ég held að hann verði fyrstur manna til að viðurkenna það að hann hafi tekið miklum framförum hér í Liverpool. Hann hefur notið góðs af dvöl sinni hérna, rétt eins og félagið hefur notið góðs af því að hafa hann í sínum herbúðum."
,,Félagið hefur gert allt sem í þess valdi stendur til þess að halda honum, en eftir langar og strangar viðræður varð það úr að fallast á þá ósk hans að flytja sig um set til Spánar. Þar mætir hann nýju umhverfi og nýjum áskorunum og við óskum honum og fjölskyldu hans að sjálfsögðu velfarnaðar á nýjum vígstöðvum. Við munum alltaf líta á þau öll sem vini okkar."
,,Ef það er eitthvað sem við getum lært af hinni stórkostlegu sögu Liverpool þá er það sú staðreynd að það er enginn einstaklingur stærri en félagið. Ég vona að stuðningsmenn okkar haldi áfram að láta sig dreyma um nýja og betri tíma. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að uppfylla þá drauma. Við erum á réttri leið."
,,Sem fyrr erum við með hugann við framtíðina. Við viljum halda áfram að byggja ofan á þann góða árangur sem náðist á síðustu leiktíð og það góða jafnvægi sem er smátt og smátt að komast á liðið. Ég trúi því að við höldum áfram að bæta okkur. Við munum keppa á fjórum vígstöðvum í vetur þannig að við þurfum að styrkja hópinn, við erum að vinna í þeim málum. Það verður gott fyrir hópinn að taka þátt í Meistaradeildinni á ný, það er einhver stórkostlegasta keppni sem fyrirfinnst."
TIL BAKA
Mikil eftirsjá að Luis Suarez
Brendan Rodgers segir að Liverpool hafi gert allt til þess að halda Luis Suarez innan sinna raða, en því miður sé niðurstaðan sú að hann sé horfinn á braut.
Eins og við höfum greint frá hér á síðunni staðfesti Liverpool í morgun að Luis Suarez sé genginn í raðir Barcelona. Þetta hefur legið í loftinu í nokkra daga, en var endanlega staðfest í morgun. Brendan segir að það sé mikil eftirsjá að hinum litríka Úrugvæa.
,,Luis er einstaklega hæfileikaríkur leikmaður og ég vil byrja á því að þakka honum fyrir tímann sem við höfum átt saman hér hjá Liverpool", segir Brendan í viðtali við Liverpoolfc.com.
,,Ég held að hann verði fyrstur manna til að viðurkenna það að hann hafi tekið miklum framförum hér í Liverpool. Hann hefur notið góðs af dvöl sinni hérna, rétt eins og félagið hefur notið góðs af því að hafa hann í sínum herbúðum."
,,Félagið hefur gert allt sem í þess valdi stendur til þess að halda honum, en eftir langar og strangar viðræður varð það úr að fallast á þá ósk hans að flytja sig um set til Spánar. Þar mætir hann nýju umhverfi og nýjum áskorunum og við óskum honum og fjölskyldu hans að sjálfsögðu velfarnaðar á nýjum vígstöðvum. Við munum alltaf líta á þau öll sem vini okkar."
,,Ef það er eitthvað sem við getum lært af hinni stórkostlegu sögu Liverpool þá er það sú staðreynd að það er enginn einstaklingur stærri en félagið. Ég vona að stuðningsmenn okkar haldi áfram að láta sig dreyma um nýja og betri tíma. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að uppfylla þá drauma. Við erum á réttri leið."
,,Sem fyrr erum við með hugann við framtíðina. Við viljum halda áfram að byggja ofan á þann góða árangur sem náðist á síðustu leiktíð og það góða jafnvægi sem er smátt og smátt að komast á liðið. Ég trúi því að við höldum áfram að bæta okkur. Við munum keppa á fjórum vígstöðvum í vetur þannig að við þurfum að styrkja hópinn, við erum að vinna í þeim málum. Það verður gott fyrir hópinn að taka þátt í Meistaradeildinni á ný, það er einhver stórkostlegasta keppni sem fyrirfinnst."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan