Luis Suarez farinn til Barcelona!
Í dag kom tilkynning úr herbúðum Barcelona F.C. þess efnis að Luis Suarez væri orðinn leikmaður félagsins. Þessi magnaði leikmaður hefur þar með yfirgefið Liverpool. Þessi vistaskipti hafa legið í loftinu upp á síðkastið en nú eru þau staðfest. Kaupverðið er talið 75 milljónir sterlingspunda.
Liverpool keypti Luis Suarez frá Ajax í janúar 2011 fyrir 22,8 milljónir punda. Hann lék 133 leiki með Liverpool og skoraði 82 mörk. Luis varð Deildarbikarmeistari með Liverpool leiktíðina 2011/12.
Luis var kjörinn knattspyrnumaður árins fyrir síðustu leiktíð bæði af leikmönnum og blaðamönnum. Hann var líka kjörinn besti leikmaður Úrvalsdeildarinnar auk þess að vera markakóngur hennar með 31 mark.
Það er ekki mörgum blöðum um það að fletta að Luis Suarez er einn allra besti leikmaður heims um þessar mundir. Það er því grátlegt að hann skuli ekki hafa viljað vera aðeins lengur hjá Liverpool. Aðdráttarafl Barcelona og Real Madrid er þó gríðarlega mikið fyrir leikmenn sem fæddir eru í suðurhluta Evrópu og Suður Ameríku. Luis kom inn á það í kveðjuorðum sínum til stuðningsmanna Liverpool að hann hafi lengi dreymt um að spila á Spáni og þá helst í Barcelona. Nú er komið að þeim kafla á ferli hans en reyndar ekki alveg strax því hann er í leikbanni út október. Leikbannið fékk hann auðvitað fyrir bitatlögu sína á HM en gölluð hegðun hans hefur reglulega skyggt á snilli hans inni á knattspyrnuvellinum.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Luis fyrir magnað framlag sitt til Liverpool og óskar honum góðs gengis.
Hér má lesa allt það helsta um feril Luis á LFChistory.net.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni