Luis áfram í keppnisbanni
Alþjóða íþróttadómstóllinn kvað upp þann úrskurð í gær að fjögurra mánaða keppnisbann sem Úrúgvæinn Luis Suárez var dæmdur í fyrir að bíta mótherja sinn í öxlina á HM í sumar standi. Banndómnum var áfrýjað af Knattspyrnusambandi Úrúgvæ en niðurstaðan er sem sagt sú að Luis má ekki spila opinbera kappleiki næstu fjóra mánuði.
Dómurinn breytti þó einu frá úrskurðinum í sumar. Breytingin er sú að Luis má æfa knattspyrnu með félagi sínu og honum er nú heimilt að taka þátt í æfingaleikjum. Hann getur því hafið æfingar með Barcelona og hann má spila í æfingaleikjum. Alvöruleikir eru þó ekki í boði fyrr en í lok sláturtíðar en bannið rennur út síðustu dagana í október.
Þetta allt skiptir auðvitað engu máli fyrir Liverpool en það er rétt að greina frá þessu.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna