| Sf. Gutt
Mario Balotelli er tilbúinn í slaginn og bíður eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Ítalski landsliðsmaðurinn er búinn að æfa af krafti frá því hann kom í herbúðir Liverpool á mánudaginn.
Hermt er að Mario hafi lagt mjög hart að sér á æfingum til að komast í byrjunarliðið hjá Brendan Rodgers á White Hart Lane gegn Tottenham í dag.
Mario mun koma mjög ákveðinn til Liverpool þar sem hann telur að þetta sé kannski hans síðasta tækifæri til að koma sér almennilega á blað hjá stórliði. Umboðsmaður hans áréttaði einmitt þetta í viðtali við fjölmiðla eftir að Mario var búinn að ganga frá sínum málum við Liverpool.
Það er nú svo sem ekki þannig að Mario hafi ekki látið að sér kveða á ferlinum hingað til. Hann hefur jú unnið fjölda titla með Inter Milan og Manchester City. En margir telja að Mario hafi enn ekki náð að uppfylla hæfileika sína til fulls og nú sé komið að því að leggja allt rugl til hliðar og taka á því. Við vonum að Liverpool fái það besta út úr ítalska sóknarmanninum.
TIL BAKA
Mario Balotelli tilbúinn í slaginn

Hermt er að Mario hafi lagt mjög hart að sér á æfingum til að komast í byrjunarliðið hjá Brendan Rodgers á White Hart Lane gegn Tottenham í dag.
Mario mun koma mjög ákveðinn til Liverpool þar sem hann telur að þetta sé kannski hans síðasta tækifæri til að koma sér almennilega á blað hjá stórliði. Umboðsmaður hans áréttaði einmitt þetta í viðtali við fjölmiðla eftir að Mario var búinn að ganga frá sínum málum við Liverpool.
Það er nú svo sem ekki þannig að Mario hafi ekki látið að sér kveða á ferlinum hingað til. Hann hefur jú unnið fjölda titla með Inter Milan og Manchester City. En margir telja að Mario hafi enn ekki náð að uppfylla hæfileika sína til fulls og nú sé komið að því að leggja allt rugl til hliðar og taka á því. Við vonum að Liverpool fái það besta út úr ítalska sóknarmanninum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan