Steven með tvö met með einu marki!
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sló tvær flugur í einu höggi eða öllu heldur tvö met með einu sparki þegar hann skoraði úr vítinu á móti Tottenham í dag.
Í fyrsta lagi sló Steven Gerrard félagsmet sem Jan Mölby átti í skoruðum vítaspyrnum. Þetta var 43. vítaspyrnan sem Steven skorar út fyrir Liverpool. Jan hefur átt gamla metið, 42 víti, frá árinu 1995. Í annan stað sló Steven met sem goðsögnin Billy Liddell hefur átt frá miðri siðustu öld. Um leið og boltinn hafnaði í marki Tottenham var Steven búinn að skora 16 keppnistímabil í röð.Billy Liddell skoraði eitt eða fleiri mörk fyrir Liverpool frá leiktíðinni 1945/45 til 1959/60. Alls skoraði Billy 228 mörk fyrir Liverpool í 534 leikjum. Steven er búinn að skora minnsta kosti eitt mark frá leiktíðinni 1999/2000 eða frá því á síðustu öld! Steven er búinn að skora 174 mörk á ferli sínum.
Steven Gerrard hefur slegið hvert félagsmetið á fætur öðru á síðustu árum og þessi stórkostlegi leikmaður er örugglega ekki búinn að segja sitt síðasta orð á ferli sínum og í sögu Liverpool Football Club!
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!