| Heimir Eyvindarson

Rodgers óánægður með meðhöndlun Sturridge

Brendan Rodgers gagnrýnir starfsaðferðir enska landsliðsins í viðtali við Talksport í dag. Hann vill meina að koma hefði mátt í veg fyrir meiðsli Daniel Sturridge.

,,Meiðsli Daniels eru mikil vonbrigði fyrir okkur. Hann var mjög frískur í síðasta leik og hefur verið í góðu standi. Við töldum hann vera í góðu líkamlegu ástandi og það er okkar skoðun að það hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir þessi meiðsli."

,,Ég verð að setja spurningamerki við starfsaðferðir enska landsliðsins. Það er mín tilfinning að almennt búi félögin betur að sínum mönnum en gert er þar á bæ."

,,Við förum yfir þarfir og ástand hvers og eins leikmanns og metum hvaða æfingar henta best hverju sinni. Við sendum ekki bara allan hópinn á þrekæfingu eða í hlaup, umhugsunarlaust."

,,Fljótir leikmenn, sem búa yfir sprengikrafti eins og Sturridge, Sterling eða Welbeck þurfa einfaldlega meiri tíma til að jafna sig eftir leiki en aðrir. Það þarf þá að aðlaga æfingaprógrammið að þeim þörfum. Það virðist ekki vera gert hjá landsliðinu."

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan