| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir West Ham á útivelli í síðasta leik laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert nema sigur kemur til greina fyrir okkar menn.
Liverpool vann báðar viðureignir sínar við West Ham á síðustu leiktíð. 4-1 á Anfield og 2-1 á Upton Park. Liðið hefur reyndar ekki tapað fyrir West Ham í deildinni síðan í febrúar 2011 þegar Hamrarnir skelltu Liverpool liði Kenny Dalglish 3-1 í London.
Liverpool liðið hefur hikstað dálítið í upphafi leiktíðar. Liðið hefur unnið tvo leiki í deildinni og tapað tveimur og raunar einungis leikið einn góðan leik það sem af er leiktíðar, gegn Tottenham. Liðið er í 8. sæti Úrvalsdeildar með 50% vinningshlutfall, 6 stig eftir 4 leiki.
Liverpool liðið hefur hikstað dálítið í upphafi leiktíðar. Liðið hefur unnið tvo leiki í deildinni og tapað tveimur og raunar einungis leikið einn góðan leik það sem af er leiktíðar, gegn Tottenham. Liðið er í 8. sæti Úrvalsdeildar með 50% vinningshlutfall, 6 stig eftir 4 leiki.
West Ham liðið hefur byrjað enn verr en okkar menn og er í neðri hluta deildarinnar með 4 stig eftir 4 leiki. Sam Allardyce er nú þegar orðinn valtur í sessi og stuðningsmenn liðsins bíða óþreyjufullir eftir fyrsta heimasigri leiktíðarinnar, en Hamrarnir hafa tapað fyrir bæði Southampton og Tottenham á heimavelli nú í haust.
Nokkur meiðsli eru í herbúðum West Ham, meðal annars er Andy Carroll frá þannig að hann mun ekki stríða fyrrum félögum sínum í Liverpool á morgun. Hið sama er uppi á teningnum hjá Liverpool, nokkrir lykilmenn eru frá vegna meiðsla og munar þar mest um Daniel Sturridge sem verður ekki orðinn leikfær á morgun. Brendan Rodgers hefur hinsvegar gefið það nokkuð sterklega í skyn á blaðamannafundum að Martin Skrtel verði í hópnum á morgun. Jafnvel í byrjunarliðinu. Auk Sturridge eru Joe Allen, Emre Can, Jon Flanagan og Glen Johnson allir meiddir.
Það er nokkuð stíft prógramm hjá okkar mönnum þessa dagana. Einungis þremur dögum eftir leikinn við West Ham mætir liðið Middlesborough í deildabikarnum og um næstu helgi er síðan nágrannaslagur í bítlaborginni á dagskrá, þegar Everton mætir á Anfield. Brendan Rodgers mun því örugglega þurfa að hvíla einhverja byrjunarliðsmenn annað hvort á morgun eða á þriðjudaginn.
Rodgers fékk bágt fyrir að hvíla Raheem Sterling gegn Aston Villa um síðustu helgi, þannig að væntanlega mun hann frekar freista þess að hvíla hann gegn Middlesborough. Síðan er spurning hvenær fyrirliðinn fær hvíld. Það verður þó vonandi ekki á morgun því það er gríðarlega mikilvægt að landa sigri gegn West ham til þess að missa ekki algjörlega af lestinni í deildinni strax á fyrstu metrunum.
Ég hugsa að Brendan Rodgers stilli upp sínu sterkasta liði á morgun og leggi allt í sölurnar til þess að næla í 3 stig. Vonandi nær liðið að sýna klærnar og landa sigri í höfuðborginni. Ég leyfi mér að spá 1-0 sigri. Adam Lallana kemur inn á sem varamaður og gerir sigurmarkið.
YNWA.
Það er nokkuð stíft prógramm hjá okkar mönnum þessa dagana. Einungis þremur dögum eftir leikinn við West Ham mætir liðið Middlesborough í deildabikarnum og um næstu helgi er síðan nágrannaslagur í bítlaborginni á dagskrá, þegar Everton mætir á Anfield. Brendan Rodgers mun því örugglega þurfa að hvíla einhverja byrjunarliðsmenn annað hvort á morgun eða á þriðjudaginn.
Rodgers fékk bágt fyrir að hvíla Raheem Sterling gegn Aston Villa um síðustu helgi, þannig að væntanlega mun hann frekar freista þess að hvíla hann gegn Middlesborough. Síðan er spurning hvenær fyrirliðinn fær hvíld. Það verður þó vonandi ekki á morgun því það er gríðarlega mikilvægt að landa sigri gegn West ham til þess að missa ekki algjörlega af lestinni í deildinni strax á fyrstu metrunum.
Ég hugsa að Brendan Rodgers stilli upp sínu sterkasta liði á morgun og leggi allt í sölurnar til þess að næla í 3 stig. Vonandi nær liðið að sýna klærnar og landa sigri í höfuðborginni. Ég leyfi mér að spá 1-0 sigri. Adam Lallana kemur inn á sem varamaður og gerir sigurmarkið.
YNWA.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan