| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Slæmt tap í London
Liverpool tapaði illa fyrir West Ham á Boylen Ground í London í dag. Lokatölur urðu 3-1 fyrir heimamenn.
Brendan Rodgers gerði þrjár breytingar á liðinu frá því í síðasta leik. Martin Skrtel kom inn í liðið eftir að hafa verið frá vegna meiðsla og tók stöðu Mamadou Sakho í vörninni. Lucas Leiva og Fabio Borini komu einnig inn í byrjunarliðið, á kostnað Lallana og Coutinho. Coutinho var ekki einu sinni í hóp í dag, en ekki er á þessari stundu vitað hvort það var vegna meiðsla.
Það er óhætt að segja að heimaliðið hafi byrjað með miklum látum. Strax á 2. mínútu var Winston Reid búinn að koma boltanum í mark okkar manna. Markið kom eins og stundum áður eftir hrikalega slappa varnarvinnu Liverpool. Staðan 1-0.
Einungis 5 mínútum síðar var West Ham síðan komið í 2-0. Diafra Sakho skoraði þá ótrúlegt mark með hálfgerðri vippu utan úr teig, yfir illa staðsettan Mignolet í marki Liverpool. Staðan orðin 2-0 og leikurinn rétt farinn af stað. Algjört kjaftshögg fyrir Liverpool.
Fram í miðjan fyrri hálfleik höfðu leikmenn West Ham undirtökin á vellinum. Þeir pressuðu okkar menn hátt og voru einfaldlega mun ákveðnari í öllum aðgerðum. Á 22. mínútu brást Brendan Rodgers við og gerði taktíska breytingu. Hann tók Manquillo út af og setti Sakho inná og skipti yfir í 3-5-2. Þessi breyting virkaði vel, í það minnsta komst Liverpool liðið smátt og smátt inn í leikinn eftir breytingarnar.
Á 26. mínútu skoraði Raheem Sterling glæsilegt mark og minnkaði muninn í 2-1. Henderson sendi þá góða sendingu inn í teig á Balotelli sem tók glæsilega á móti boltanum og skaut að marki West Ham. Varnarmaður heimamanna varð fyrir föstu skoti Ítalans og boltinn hrökk út í teig þar sem Sterling kom á fleygiferð og hamraði boltanum í fjærhornið. Stórkostleg afgreiðsla.
Á 35. mínútu skullu Lovren og Sakho harkalega saman og Króatinn lá óvígur eftir. Gera þurfti 5 mínútna hlé á leiknum til þess að huga að meiðslum Lovrens og tjasla honum saman. Að lokum stóð hann upp og hélt áfram leik með heljarinnar umbúðir á hausnum.
Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins og óhætt að segja að Liverpool liðið hafi litið talsvert betur út seinni hluta hálfleiksins en á fyrstu 20 mínútunum.
Í síðari hálfleik voru okkar menn sterkara liðið á vellinum nær allan tímann. Liverpool liðið var mun meira með boltann en lærisveinar Stóra Sam vörðust fimlega, enda oft á tíðum ekkert ógurlega erfitt að verjast sóknarleik Liverpool sem var ekki nógu góður í dag en þó skárri en oft áður. Það má segja að Liverpool mark hafi legið í loftinu allan síðari hálfleikinn, án þess þó að liðið hafi átt einhvern stjörnuleik, en allt kom fyrir ekki. Það voru heimamenn sem skoruðu eina mark hálfleiksins, þvert gegn gangi leiksins.
Markið kom á 88. mínútu. Sakho skallaði boltann frá hliðarlínu inn á miðsvæðið, beint inn í hóp West Ham leikmanna. Noble sendi boltann á Amalfitano sem skoraði með laglegu skoti fram hjá varnarlausum Mignolet. Hrikalega svekkjandi mark og úrslitin endanlega ráðin.
Lokatölur á Boylen Ground 3-1 fyrir West Ham. Afar svekkjandi tap og staða Liverpool ekki góð eftir fimm umferðir. 6 stig komin í hús, af 15 mögulegum.
Liverpool: Mignolet, Manquillo (Sakho á 22. mín.), Skrtel, Sakho, Moreno, Gerrard, Henderson,Lucas (Lallana á 46. mín.), Sterling, Borini (Lambert á 75. mín.), Balotelli. Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Markovic, Enrique.
Mark Liverpool: Sterling á 26. mín.
Gult spjald: Balotelli
West Ham: Adrian, Demel (Jenkinson á 62. mín.), Reid, Tomkins, Cresswell, Downing, Noble, Song (Amalfitano á 69. mín.), Kouyaté, Sakho, Valencia (Collins á 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Cole, Vaz Te, Jääskeläinen, Zárate.
Mörk West Ham: Reid á 2. mín., Sakho á 7. mín. og Amalfitano á 88. mín.
Gul spjöld: Kouyate, Jenkins, Adrian og Reid.
Áhorfendur á Boylen Ground: 34,977
Maður leiksins: Raheem Sterling fær nafnbótina að þessu sinni. Hann er ávallt ógnandi og skoraði glæsilegt mark.
Brendan Rodgers: Við byrjuðum leikinn hrikalega illa og vorum varla mættir í leikinn þegar við vorum komnir 2-0 undir. Við brugðumst ágætlega við og okkur tókst að komast inn í leikinn aftur, en því miður gerðum við allt of mikið af mistökum í dag.
- Liverpool hefur aðeins skorað 3 mörk í fyrri hálfleik það sem af er leiktíðar, sem er mikil breyting frá síðustu leiktíð. Raheem Sterling hefur skorað öll þessi 3 mörk.
- Í dag eru fimm ár síðan Fabio Borini spilaði sinn fyrsta leik í ensku deildinni. Hann kom þá inn á sem varamaður í sigri Chelsea á Tottenham. Í dag var hann í fyrsta sinn á leiktíðinni í byrjunarliði Liverpool.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Brendan Rodgers gerði þrjár breytingar á liðinu frá því í síðasta leik. Martin Skrtel kom inn í liðið eftir að hafa verið frá vegna meiðsla og tók stöðu Mamadou Sakho í vörninni. Lucas Leiva og Fabio Borini komu einnig inn í byrjunarliðið, á kostnað Lallana og Coutinho. Coutinho var ekki einu sinni í hóp í dag, en ekki er á þessari stundu vitað hvort það var vegna meiðsla.
Það er óhætt að segja að heimaliðið hafi byrjað með miklum látum. Strax á 2. mínútu var Winston Reid búinn að koma boltanum í mark okkar manna. Markið kom eins og stundum áður eftir hrikalega slappa varnarvinnu Liverpool. Staðan 1-0.
Einungis 5 mínútum síðar var West Ham síðan komið í 2-0. Diafra Sakho skoraði þá ótrúlegt mark með hálfgerðri vippu utan úr teig, yfir illa staðsettan Mignolet í marki Liverpool. Staðan orðin 2-0 og leikurinn rétt farinn af stað. Algjört kjaftshögg fyrir Liverpool.
Fram í miðjan fyrri hálfleik höfðu leikmenn West Ham undirtökin á vellinum. Þeir pressuðu okkar menn hátt og voru einfaldlega mun ákveðnari í öllum aðgerðum. Á 22. mínútu brást Brendan Rodgers við og gerði taktíska breytingu. Hann tók Manquillo út af og setti Sakho inná og skipti yfir í 3-5-2. Þessi breyting virkaði vel, í það minnsta komst Liverpool liðið smátt og smátt inn í leikinn eftir breytingarnar.
Á 26. mínútu skoraði Raheem Sterling glæsilegt mark og minnkaði muninn í 2-1. Henderson sendi þá góða sendingu inn í teig á Balotelli sem tók glæsilega á móti boltanum og skaut að marki West Ham. Varnarmaður heimamanna varð fyrir föstu skoti Ítalans og boltinn hrökk út í teig þar sem Sterling kom á fleygiferð og hamraði boltanum í fjærhornið. Stórkostleg afgreiðsla.
Á 35. mínútu skullu Lovren og Sakho harkalega saman og Króatinn lá óvígur eftir. Gera þurfti 5 mínútna hlé á leiknum til þess að huga að meiðslum Lovrens og tjasla honum saman. Að lokum stóð hann upp og hélt áfram leik með heljarinnar umbúðir á hausnum.
Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins og óhætt að segja að Liverpool liðið hafi litið talsvert betur út seinni hluta hálfleiksins en á fyrstu 20 mínútunum.
Í síðari hálfleik voru okkar menn sterkara liðið á vellinum nær allan tímann. Liverpool liðið var mun meira með boltann en lærisveinar Stóra Sam vörðust fimlega, enda oft á tíðum ekkert ógurlega erfitt að verjast sóknarleik Liverpool sem var ekki nógu góður í dag en þó skárri en oft áður. Það má segja að Liverpool mark hafi legið í loftinu allan síðari hálfleikinn, án þess þó að liðið hafi átt einhvern stjörnuleik, en allt kom fyrir ekki. Það voru heimamenn sem skoruðu eina mark hálfleiksins, þvert gegn gangi leiksins.
Markið kom á 88. mínútu. Sakho skallaði boltann frá hliðarlínu inn á miðsvæðið, beint inn í hóp West Ham leikmanna. Noble sendi boltann á Amalfitano sem skoraði með laglegu skoti fram hjá varnarlausum Mignolet. Hrikalega svekkjandi mark og úrslitin endanlega ráðin.
Lokatölur á Boylen Ground 3-1 fyrir West Ham. Afar svekkjandi tap og staða Liverpool ekki góð eftir fimm umferðir. 6 stig komin í hús, af 15 mögulegum.
Liverpool: Mignolet, Manquillo (Sakho á 22. mín.), Skrtel, Sakho, Moreno, Gerrard, Henderson,Lucas (Lallana á 46. mín.), Sterling, Borini (Lambert á 75. mín.), Balotelli. Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Markovic, Enrique.
Mark Liverpool: Sterling á 26. mín.
Gult spjald: Balotelli
West Ham: Adrian, Demel (Jenkinson á 62. mín.), Reid, Tomkins, Cresswell, Downing, Noble, Song (Amalfitano á 69. mín.), Kouyaté, Sakho, Valencia (Collins á 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Cole, Vaz Te, Jääskeläinen, Zárate.
Mörk West Ham: Reid á 2. mín., Sakho á 7. mín. og Amalfitano á 88. mín.
Gul spjöld: Kouyate, Jenkins, Adrian og Reid.
Áhorfendur á Boylen Ground: 34,977
Maður leiksins: Raheem Sterling fær nafnbótina að þessu sinni. Hann er ávallt ógnandi og skoraði glæsilegt mark.
Brendan Rodgers: Við byrjuðum leikinn hrikalega illa og vorum varla mættir í leikinn þegar við vorum komnir 2-0 undir. Við brugðumst ágætlega við og okkur tókst að komast inn í leikinn aftur, en því miður gerðum við allt of mikið af mistökum í dag.
Fróðleikur:
- Liverpool hefur aðeins skorað 3 mörk í fyrri hálfleik það sem af er leiktíðar, sem er mikil breyting frá síðustu leiktíð. Raheem Sterling hefur skorað öll þessi 3 mörk.
- Í dag eru fimm ár síðan Fabio Borini spilaði sinn fyrsta leik í ensku deildinni. Hann kom þá inn á sem varamaður í sigri Chelsea á Tottenham. Í dag var hann í fyrsta sinn á leiktíðinni í byrjunarliði Liverpool.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan