| Sf. Gutt
Liverpool hefur leik í Deildarbikarnum í kvöld og ljóst er að miklu skiptir að komast sem lengst í þeirri keppni. Á þessum tímapunkti, eftir erfiða byrjun í deildinni, skiptir líka miklu að ná gangi í liðið, komast á sigurbraut og efla sjálfstraustið.
Deildarbikarvegferð þessarar leiktíðar hefst á Anfield í kvöld þar sem Liverpool tekur á móti Middlesbrough. Boro hefur byrjað leiktíðina vel og er meðal efstu liða í næst efstu deild. Brendan Rodgers mun örugglega breyta liðinu sínu nokkuð frá síðasta leik enda eiga nokkrir leikmenn það skilið að fá hvíld eftir slaka framgöngu sína í honum.
En fyrir utan það þá mun Brendan trúlega hvíla Steven Gerrard og kannski einhverja aðra fastamenn. Eitt liggur þó fyrir. Rickie Lambert mun leiða sókn Liverpool en Brendan greindi frá þeirri ákvörðun sinni fyrir löngu. Eins munu einhverjir af ungliðum Liverpool fá tækifæri og hefur Jordan Rossiter verið nefndur. Eins gæti Jerome Sinclair komist á bekkinn en hann hefur skorað mikið fyrir ungligaliðið upp á síðkastið.
Liverpool á glæsta sögu í Deildarbikarnum en frá því Brendan tók við hefur gengið afar illa í útsláttarkeppnum. Hann hefur sjálfur fært í tal að stefnt sé á titil á þessari leiktíð og Deildarbikarinn er sannarlega titill sem gaman er að vinna. Hver man ekki eftir gleðinni á Wembley 2012 þegar Kenny Dalglish stýrði Liverpool til sigurs í keppninni?
Liverpool þarf að hafa fyrir því að vinna í kvöld og ekki dugir að koma sofandi til leiks eins og gerðist á laugardaginnn. Liverpool vinnur 2:0 í kvöld og Rickie Lambert skorar bæði mörkin.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool hefur leik í Deildarbikarnum í kvöld og ljóst er að miklu skiptir að komast sem lengst í þeirri keppni. Á þessum tímapunkti, eftir erfiða byrjun í deildinni, skiptir líka miklu að ná gangi í liðið, komast á sigurbraut og efla sjálfstraustið.
Deildarbikarvegferð þessarar leiktíðar hefst á Anfield í kvöld þar sem Liverpool tekur á móti Middlesbrough. Boro hefur byrjað leiktíðina vel og er meðal efstu liða í næst efstu deild. Brendan Rodgers mun örugglega breyta liðinu sínu nokkuð frá síðasta leik enda eiga nokkrir leikmenn það skilið að fá hvíld eftir slaka framgöngu sína í honum.
En fyrir utan það þá mun Brendan trúlega hvíla Steven Gerrard og kannski einhverja aðra fastamenn. Eitt liggur þó fyrir. Rickie Lambert mun leiða sókn Liverpool en Brendan greindi frá þeirri ákvörðun sinni fyrir löngu. Eins munu einhverjir af ungliðum Liverpool fá tækifæri og hefur Jordan Rossiter verið nefndur. Eins gæti Jerome Sinclair komist á bekkinn en hann hefur skorað mikið fyrir ungligaliðið upp á síðkastið.
Liverpool á glæsta sögu í Deildarbikarnum en frá því Brendan tók við hefur gengið afar illa í útsláttarkeppnum. Hann hefur sjálfur fært í tal að stefnt sé á titil á þessari leiktíð og Deildarbikarinn er sannarlega titill sem gaman er að vinna. Hver man ekki eftir gleðinni á Wembley 2012 þegar Kenny Dalglish stýrði Liverpool til sigurs í keppninni?
Liverpool þarf að hafa fyrir því að vinna í kvöld og ekki dugir að koma sofandi til leiks eins og gerðist á laugardaginnn. Liverpool vinnur 2:0 í kvöld og Rickie Lambert skorar bæði mörkin.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan