| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Stórleikur er fyrir dyrum þessa helgina þegar okkar menn mæta nágrönnum sínum í Everton á Anfield. Bæði lið hafa byrjað brösuglega á leiktíðinni sem eykur á mikilvægi þessa leiks.
Leikurinn er fyrstur í röðinni í 6. umferð Úrvalsdeildarinnar og hefst hann kl. 11:45 að íslenskum tíma. Að sjálfsögðu er hann í beinni útsendingu á heimavelli klúbbsins, Spot í Kópavogi.
Meiðslavandræði eru mikil í herbúðum Liverpool fyrir þennan leik og er ljóst að þeir Joe Allen, Emre Can, Glen Johnson og Jon Flanagan geta ekki spilað þennan leik. Alls óvíst er svo með þátttöku þeirra Jordan Henderson, Philippe Coutinho og Daniel Sturridge og verður beðið fram á síðustu stundu með þá ákvörðun hvort þeir spili eða ekki. Sturridge er þar talinn minnst líklegur til að spila leikinn þar sem hann hefur ekki náð einni fullri æfingu síðan hann meiddist í landsleikjahlénu.
Gestirnir frá Everton eiga ekki við eins mikil meiðslavandræði að stríða. Ákvörðun með þá Seamus Coleman og Steven Pienaar verður tekin eins seint og hægt er og svo er Ross Barkley enn frá vegna sinna meiðsla.
Fyrir leikinn eru okkar menn í 11. sæti deildarinnar með sex stig eftir tvo sigurleiki og þrjá tapleiki, Everton sitja í því 14. með einu stigi minna eftir einn sigurleik, tvö jafntefli og tvo tapleiki.
Síðast þegar liðin mættust á Anfield voru gestirnir teknir í bakaríið 4-0. Leikurinn fór fram 28. janúar og skoruðu þeir Steven Gerrard, Daniel Sturridge (2) og Luis Suarez mörkin, auk þess klúðraði Sturridge vítaspyrnu í leiknum. Endurtekning á þessum úrslitum væri vissulega kærkomin núna en margt hefur breyst frá því í byrjun árs.
Það er orðið ansi langt síðan að Liverpool mætti Everton á heimavelli í fyrri umferð Úrvalsdeildarinnar en það gerðist síðast árið 2002. Sá leikur var í desember og endaði með markalaustu jafntefli. Gestirnir hafa svo sem ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum á Anfield í gegnum tíðina en síðast unnu þeir sigur árið 1999 nánar tiltekið 27. september en það er einmitt dagsetning leiksins á morgun, vonandi verður það ekki til þess að sagan endurtaki sig ! Þeir hafa þó náð alls 7 jafnteflum frá þessum tapleik rétt fyrir aldamótin síðustu.
Það þarf ekkert að fjölyrða um að baráttan verður hörð í leiknum og einhver spjöld munu líta dagsins ljós. Það hefur þó reyndar ekki sést rautt spjald í leik þessara liða á Anfield frá því árið 2010 er Grikkinn Sotirios Kyrgiakos var rekinn af velli á Anfield. Sá leikur endaði reyndar með sigri heimamanna þrátt fyrir að vera einum færri. Síðasti leikmaðurinn til að fá rautt spjald í nágrannaslag var Jack Rodwell á Goodison Park 1. október 2011. Það spjald var svo reyndar dregið til baka því Everton áfrýjuðu rauða spjaldinu og höfðu þar eitthvað til síns máls.
Okkar menn hafa verið með ágætis tak á Everton mönnum undanfarin ár og megi það lengi vera svo áfram. Í síðustu 6 leikjum sem liðin hafa spilað á Anfield hafa liðin skilið jöfn þrisvar og Liverpool unnið þrjá leiki, í raun eru síðustu sex leikir svona: JSJSJS (J = jafntefli og S = sigur) þannig að einhver tölfræðisnillingurinn myndi kannski segja að jafntefli væri raunin í næsta leik. Sé litið yfir síðustu sex leiki heima og heiman hafa Liverpool unnið þrjá, tapað einum og tvisvar sinnum hefur niðurstaðan verið jafntefli.
En hvað um það, segjum þetta nóg af tölfræði og því sem gerst hefur í gegnum árin í bili. Það er komið að því að spá fyrir um úrslit leiksins: Eins og áður sagði verður baráttan hörð og bæði lið vilja alls ekki tapa þessum leik því þau hafa byrjað tímabilið illa. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á því að bæði lið munu skora mark eða mörk í leiknum. Liverpool vörnin lekur mörkum sem aldrei fyrr og getur ekki haldið hreinu þó lífið liggi við. Gestirnir eru svosem engu skárri og hafa verið brothættir líka í sínum varnarleik.
Undirritaður er alls ekki bjartsýnn á góð úrslit í þessum leik, eins og áður sagði er vörnin hriplek, miðjan meiðslahrjáð og sóknarleikurinn hægur. Ég set því höfuðið undir fallöxina og segi að gestirnir vinni leikinn 1-2.
Fróðleikur:
- Þetta er nágrannaslagur númer 223.
- Steven Gerrard leikur gegn Everton í 32. sinn á ferlinum.
- Leiki hann báða leikina gegn Everton á leiktíðinni jafnar hann Alan Hansen í þriðja sæti listans yfir leikjahæstu menn Liverpool gegn Everton.
- Gerrard er jafnframt næst markahæstur leikmanna félagsins gegn nágrönnunum með 9 mörk.
- Enginn kemst þó með tærnar þar sem Ian Rush hefur hælana en hann skoraði alls 25 mörk í 36 leikjum gegn bláliðum.
- Komi Philippe Coutinho við sögu í leiknum verður þetta hans 50. deildarleikur fyrir félagið.
Leikurinn er fyrstur í röðinni í 6. umferð Úrvalsdeildarinnar og hefst hann kl. 11:45 að íslenskum tíma. Að sjálfsögðu er hann í beinni útsendingu á heimavelli klúbbsins, Spot í Kópavogi.
Meiðslavandræði eru mikil í herbúðum Liverpool fyrir þennan leik og er ljóst að þeir Joe Allen, Emre Can, Glen Johnson og Jon Flanagan geta ekki spilað þennan leik. Alls óvíst er svo með þátttöku þeirra Jordan Henderson, Philippe Coutinho og Daniel Sturridge og verður beðið fram á síðustu stundu með þá ákvörðun hvort þeir spili eða ekki. Sturridge er þar talinn minnst líklegur til að spila leikinn þar sem hann hefur ekki náð einni fullri æfingu síðan hann meiddist í landsleikjahlénu.
Gestirnir frá Everton eiga ekki við eins mikil meiðslavandræði að stríða. Ákvörðun með þá Seamus Coleman og Steven Pienaar verður tekin eins seint og hægt er og svo er Ross Barkley enn frá vegna sinna meiðsla.
Fyrir leikinn eru okkar menn í 11. sæti deildarinnar með sex stig eftir tvo sigurleiki og þrjá tapleiki, Everton sitja í því 14. með einu stigi minna eftir einn sigurleik, tvö jafntefli og tvo tapleiki.
Síðast þegar liðin mættust á Anfield voru gestirnir teknir í bakaríið 4-0. Leikurinn fór fram 28. janúar og skoruðu þeir Steven Gerrard, Daniel Sturridge (2) og Luis Suarez mörkin, auk þess klúðraði Sturridge vítaspyrnu í leiknum. Endurtekning á þessum úrslitum væri vissulega kærkomin núna en margt hefur breyst frá því í byrjun árs.
Það er orðið ansi langt síðan að Liverpool mætti Everton á heimavelli í fyrri umferð Úrvalsdeildarinnar en það gerðist síðast árið 2002. Sá leikur var í desember og endaði með markalaustu jafntefli. Gestirnir hafa svo sem ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum á Anfield í gegnum tíðina en síðast unnu þeir sigur árið 1999 nánar tiltekið 27. september en það er einmitt dagsetning leiksins á morgun, vonandi verður það ekki til þess að sagan endurtaki sig ! Þeir hafa þó náð alls 7 jafnteflum frá þessum tapleik rétt fyrir aldamótin síðustu.
Það þarf ekkert að fjölyrða um að baráttan verður hörð í leiknum og einhver spjöld munu líta dagsins ljós. Það hefur þó reyndar ekki sést rautt spjald í leik þessara liða á Anfield frá því árið 2010 er Grikkinn Sotirios Kyrgiakos var rekinn af velli á Anfield. Sá leikur endaði reyndar með sigri heimamanna þrátt fyrir að vera einum færri. Síðasti leikmaðurinn til að fá rautt spjald í nágrannaslag var Jack Rodwell á Goodison Park 1. október 2011. Það spjald var svo reyndar dregið til baka því Everton áfrýjuðu rauða spjaldinu og höfðu þar eitthvað til síns máls.
Okkar menn hafa verið með ágætis tak á Everton mönnum undanfarin ár og megi það lengi vera svo áfram. Í síðustu 6 leikjum sem liðin hafa spilað á Anfield hafa liðin skilið jöfn þrisvar og Liverpool unnið þrjá leiki, í raun eru síðustu sex leikir svona: JSJSJS (J = jafntefli og S = sigur) þannig að einhver tölfræðisnillingurinn myndi kannski segja að jafntefli væri raunin í næsta leik. Sé litið yfir síðustu sex leiki heima og heiman hafa Liverpool unnið þrjá, tapað einum og tvisvar sinnum hefur niðurstaðan verið jafntefli.
En hvað um það, segjum þetta nóg af tölfræði og því sem gerst hefur í gegnum árin í bili. Það er komið að því að spá fyrir um úrslit leiksins: Eins og áður sagði verður baráttan hörð og bæði lið vilja alls ekki tapa þessum leik því þau hafa byrjað tímabilið illa. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á því að bæði lið munu skora mark eða mörk í leiknum. Liverpool vörnin lekur mörkum sem aldrei fyrr og getur ekki haldið hreinu þó lífið liggi við. Gestirnir eru svosem engu skárri og hafa verið brothættir líka í sínum varnarleik.
Undirritaður er alls ekki bjartsýnn á góð úrslit í þessum leik, eins og áður sagði er vörnin hriplek, miðjan meiðslahrjáð og sóknarleikurinn hægur. Ég set því höfuðið undir fallöxina og segi að gestirnir vinni leikinn 1-2.
Fróðleikur:
- Þetta er nágrannaslagur númer 223.
- Steven Gerrard leikur gegn Everton í 32. sinn á ferlinum.
- Leiki hann báða leikina gegn Everton á leiktíðinni jafnar hann Alan Hansen í þriðja sæti listans yfir leikjahæstu menn Liverpool gegn Everton.
- Gerrard er jafnframt næst markahæstur leikmanna félagsins gegn nágrönnunum með 9 mörk.
- Enginn kemst þó með tærnar þar sem Ian Rush hefur hælana en hann skoraði alls 25 mörk í 36 leikjum gegn bláliðum.
- Komi Philippe Coutinho við sögu í leiknum verður þetta hans 50. deildarleikur fyrir félagið.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan