Sýndum framfarir
Ekki dugði glæsileg aukaspyrna Steven Gerrard til að Liverpool myndi leggja Everton að velli í gær. Ótrúlegt mark Phil Jagielka á lokamínútu leiksins rændi Liverpool sigri. En fyrirliði Liverpool telur samt að liðið sitt hafi sýnt í leiknum að það sé á réttri leið.
,,Mér finnst vera miklar framfarir í leik liðsins í dag. Ég sagði fyrir leikinn að við þyrftum að setja meiri kraft í leik okkar með og án boltans. Mér fannst við gera allt rétt í dag en það dugði ekki alveg. Það er óhætt að hrósa Jagielka fyrir markið. Þetta var undramark. Maður skorar bara eitt svona á ferlinum. En yfir 90 mínúturnar þá við vorum vonsviknir að vinna ekki sigur miðað við leik okkar og færin sem við fengum."
Liverpool hefur ekki byrjað leiktíðina nógu vel og aðeins unnið tvo deildarleik. Síðustu tveir fyrir þennan töpuðust og Steven segir að liðið verði að bæta sig.
,,Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við þurfum að bæta okkur. Við höfum ekki byrjað eins og við ætluðum okkur. En það hafa verið miklar breytingar hérna. Við vitum að við þurfum að bæta okkur og við munum gera það."
Glæsimark Steven Gerrard vakti mikla athygli en þetta var í fyrsta sinn sem hann tók aukaspyrnu við vítateiginn í leiknum. Mario Balotelli hafði tekið þær sem áður höfðu gefist en Steven leist vel á þessu.
,,Það er mismunandi hvar á vellinum maður fær góða tilfinningu fyrir því að taka aukaspyrnu. Mario hafði góða tilfinningu fyrir nokkrum í fyrri hálfleik og ein var nærri lagi. Það er nauðsynlegt að hafa fleiri en einn leikmann til að spyrna þegar kemur að föstum leikatriðum. Ég fékk góða tilfinningu þegar ég sá hvar aukaspyrnan var og sem betur fer hitti ég vel á."
Steven var gagnrýndur fyrir slaka framgöngu gegn West Ham United um síðustu helgi en hann svaraði fyrir sig á móti Everton með stórleik og glæsilegu marki. Hann er nú kominn með þrjú mörk á leiktíðinni og er jafn Raheem Sterling í markaskorun.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!