| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool leikur annan leik sinn í Meistaradeildinni á þessari leiktíð í Basel í Sviss annað kvöld. Okkar menn voru ekki sannfærandi í fyrstu umferðinni, þegar naumur sigur vannst á Ludogorets frá Búlgaríu, og það er alveg ljóst að liðið þarf að leika talsvert betur en í þeim leik ef það ætlar að ná í stig gegn Basel.
Liverpool og Basel mættust í Meistaradeildinni árið 2002. Þá töldu flestir að úrmangararnir yrðu lítil fyrirstaða. Það reyndist ekki rétt. Við náðum í 2 stig af 6 mögulegum og komumst ekki áfram. Síðan þá má kannski segja að vegur og orðspor Basel hafi vaxið. Liðið hefur allavega verið nokkuð iðið við að stríða enskum liðum í Meistaradeildinni á undanförnum árum. Ég þori að fullyrða að allir stuðningsmenn Liverpool hafi meira að segja upplifað það að halda með þessu liði í CL og glaðst innilega með því og stuðningsmönnum þess, t.d. þegar liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði Manchester United fyrir tæpum þremur árum ef ég man rétt. Chelsea og Tottenham hafa einnig þurft að lúta í gras fyrir Basel, þannig að það er alveg ljóst að okkar manna bíður erfitt verkefni á morgun.
Þess má geta að stjóri Basel er Portúgalinn Paulo Sousa, en hann var forveri Brendan Rodgers hjá Swansea. Þá má einnig geta þess að í herbúðum Basel er fyrrum Liverpool maður, Philipp nokkur Degen, sem var um skeið á mála hjá okkar mönnum án þess að vekja mikla eftirtekt eða lukku.
Það verður að segjast alveg eins og er að þessi leiktíð hefur farið heldur leiðinlega af stað. Liverpool liðið hefur ekki náð að sýna sama kraftinn og það gerði mest allt síðasta tímabil og hefur hreinlega verið ósannfærandi í flestum leikjum það sem af er. Þó kviknaði smá ljós í síðasta leik, en þá glitti aðeins í eldmóðinn sem einkenndi liðið á löngum köflum á síðustu leiktíð. Fowler láti gott á vita.
Vonandi getur fyrirliðinn kveikt neistann í sínum mönnum annað kvöld. Það veit sá sem allt veit að hann hefur saknað þess að spila í Meistaradeildinni og hann mun ábyggilega leggja allt í sölurnar til þess að ná góðum úrslitum annað kvöld. Við eigum margar ógleymanlegar minningar tengdar Stevie G. og CL og það á enginn jafn mikið skilið og hann að leika í deild þeirra bestu. Svo mikið er víst.
Ef litið er á riðilinn sem Liverpool og Basel leika í þá myndi maður ætla fyrirfram að Real Madrid væri nokkuð öruggt með 1. sætið og baráttan um
2. sætið stæði þá milli Liverpool og Basel. Ludogorets blandar sér tæplega í þann slag. Það er þessvegna gríðarlega mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum á morgun. Umfram allt má leikurinn alls ekki tapast, jafntefli yrði fullkomlega ásættanlegt.
Mér segir svo hugur að Brendan muni leggja upp með að spila varfærnislega í Sviss á morgun. Hann veit sem er að Basel liðið er gríðarsterkt á heimavelli og hefur gert mörgum stórliðum skráveifu þar. Ef okkar menn liggja aftarlega þá er auðvitað alltaf möguleiki á eitruðum skyndisóknum, sérstaklega ef Sterling er í liðinu með sinn eiturhraða. Hann ætti allavega að hlaupa hraðar en Walter gamli Samuel, sem er í vörninni hjá Svisslendingunum, en hann gekk til liðs við Basel í sumar eftir 9 farsæl ár hjá Inter Milan.
Ég ætla bara að leyfa mér að vera barnalega bjartsýnn og spá öruggum 3-0 sigri. Liverpool skorar snemma eftir skyndisókn og við það galopnast leikurinn og okkar menn finna neistann. Sterling, Gerrard og Balotelli skora mörkin og hana nú!
YNWA!
Þess má geta að stjóri Basel er Portúgalinn Paulo Sousa, en hann var forveri Brendan Rodgers hjá Swansea. Þá má einnig geta þess að í herbúðum Basel er fyrrum Liverpool maður, Philipp nokkur Degen, sem var um skeið á mála hjá okkar mönnum án þess að vekja mikla eftirtekt eða lukku.
Það verður að segjast alveg eins og er að þessi leiktíð hefur farið heldur leiðinlega af stað. Liverpool liðið hefur ekki náð að sýna sama kraftinn og það gerði mest allt síðasta tímabil og hefur hreinlega verið ósannfærandi í flestum leikjum það sem af er. Þó kviknaði smá ljós í síðasta leik, en þá glitti aðeins í eldmóðinn sem einkenndi liðið á löngum köflum á síðustu leiktíð. Fowler láti gott á vita.
Vonandi getur fyrirliðinn kveikt neistann í sínum mönnum annað kvöld. Það veit sá sem allt veit að hann hefur saknað þess að spila í Meistaradeildinni og hann mun ábyggilega leggja allt í sölurnar til þess að ná góðum úrslitum annað kvöld. Við eigum margar ógleymanlegar minningar tengdar Stevie G. og CL og það á enginn jafn mikið skilið og hann að leika í deild þeirra bestu. Svo mikið er víst.
Ef litið er á riðilinn sem Liverpool og Basel leika í þá myndi maður ætla fyrirfram að Real Madrid væri nokkuð öruggt með 1. sætið og baráttan um
2. sætið stæði þá milli Liverpool og Basel. Ludogorets blandar sér tæplega í þann slag. Það er þessvegna gríðarlega mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum á morgun. Umfram allt má leikurinn alls ekki tapast, jafntefli yrði fullkomlega ásættanlegt.
Mér segir svo hugur að Brendan muni leggja upp með að spila varfærnislega í Sviss á morgun. Hann veit sem er að Basel liðið er gríðarsterkt á heimavelli og hefur gert mörgum stórliðum skráveifu þar. Ef okkar menn liggja aftarlega þá er auðvitað alltaf möguleiki á eitruðum skyndisóknum, sérstaklega ef Sterling er í liðinu með sinn eiturhraða. Hann ætti allavega að hlaupa hraðar en Walter gamli Samuel, sem er í vörninni hjá Svisslendingunum, en hann gekk til liðs við Basel í sumar eftir 9 farsæl ár hjá Inter Milan.
Ég ætla bara að leyfa mér að vera barnalega bjartsýnn og spá öruggum 3-0 sigri. Liverpool skorar snemma eftir skyndisókn og við það galopnast leikurinn og okkar menn finna neistann. Sterling, Gerrard og Balotelli skora mörkin og hana nú!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan