| Sf. Gutt
Steven Gerrard var ómyrkur í máli eftir tap Liverpool fyrir Basel á miðvikudagskvöldið. Hann var óánægður með sína menn og sagði þá ekki nógu ákveðna í leiknum og því hefði farið sem fór. Steven hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn í viðtali við Liverpoolfc.com.
,,Við fengum nokkur nógu góð færi til að skora en við verðskulduðum ekkert úr leiknum. Við vorum linir af okkur úti um allan völl. Mér fannst þeir langa meira til að sigra og það olli mér vonbrigðum. Aftur og enn fengum við á okkur mark eftir fast leikatriði og það er nokkuð sem þarf að laga. Knattspyrnuleikir vinnast ekki ef menn fá aftur og aftur á sig mörk eftir föst leikatriði."
,,Þeir eru með svona þokkalegt lið. Þeir voru ekkert að sundurspila okkur og þeir voru ekkert frábærir í kvöld. Við ætluðum okkur minnst jafntefli en við gerðum þeim auðvelt fyrir. Við komum hingað til að vinna og ég átti von á sigri. Þess vegna er ég mjög vonsvikinn með niðurstöðuna."
Steven gerir rétt í að gagnrýna sína menn og vonandi fara liðsmenn nú að taka sig saman í andlitinu. Það er kominn október og ef viðunandi árangur á að nást á leiktíðinni dugar ekki að spila eins og í síðustu leikjum. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir leikinn í Basel.
TIL BAKA
Steven óánægður með sína menn

,,Við fengum nokkur nógu góð færi til að skora en við verðskulduðum ekkert úr leiknum. Við vorum linir af okkur úti um allan völl. Mér fannst þeir langa meira til að sigra og það olli mér vonbrigðum. Aftur og enn fengum við á okkur mark eftir fast leikatriði og það er nokkuð sem þarf að laga. Knattspyrnuleikir vinnast ekki ef menn fá aftur og aftur á sig mörk eftir föst leikatriði."
,,Þeir eru með svona þokkalegt lið. Þeir voru ekkert að sundurspila okkur og þeir voru ekkert frábærir í kvöld. Við ætluðum okkur minnst jafntefli en við gerðum þeim auðvelt fyrir. Við komum hingað til að vinna og ég átti von á sigri. Þess vegna er ég mjög vonsvikinn með niðurstöðuna."
Steven gerir rétt í að gagnrýna sína menn og vonandi fara liðsmenn nú að taka sig saman í andlitinu. Það er kominn október og ef viðunandi árangur á að nást á leiktíðinni dugar ekki að spila eins og í síðustu leikjum. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir leikinn í Basel.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan